Enski boltinn

Martínez: Howard á nóg eftir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Howard er á sínu 10. tímabili með Everton.
Howard er á sínu 10. tímabili með Everton. vísir/getty
Roberto Martínez, knattspyrnustjóri Everton, segir að markvörðurinn Tim Howard eigi nóg eftir og muni spila áfram með Bítlaborgarliðinu næstu árin.

Howard, sem er 36 ára, hélt marki sínu hreinu í markalausu jafntefli Everton og Swansea um helgina en hann hefur aðeins fengið á sig fimm mörk í fyrstu sex umferðunum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Þetta var í 112. skipti sem Howard heldur hreinu í deildarleik í búningi Everton en aðeins tveir markverðir hafa haldið oftar hreinu í deildarleikjum í sögu félagsins.

Gordon West hélt marki Everton 124 sinnum hreinu á árunum 1962-73 en metið á Neville Southall sem lék 197 leiki án þess að fá á sig mark á árunum 1981-1998.

„Það er mikið afrek að halda markinu hreinu 112 sinnum. Félagið hefur verið heppið með markverði í gegnum tíðina,“ sagði Martínez um Howard sem ætlar að hætta eftir HM 2018 þegar samningur hans við Everton rennur út.

„Þetta er stór áfangi en Tim á nóg mikið og á eftir að spila í mörg ár til viðbótar,“ bætti Spánverjinn við.

Þessir markverðir hafa haldið oftast hreinu í deildarleikjum með Everton:

1. Neville Southall - 197 sinnum (578 leikir)

2. Gordon West - 124 (335 leikir)

3. Tim Howard - 112 (335 leikir)

4. Ted Sagar 112 (463 leikir)

5. Billy Scott - 76 (251 leikir)

Howard þarf að halda 85 sinnum hreinu í viðbót til að jafna met Neville Southall.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×