Kleinuhringir í morgunsárið Ísak Gabríel Regal skrifar 14. ágúst 2015 10:11 Margt hefur verið sagt og skrifað um stanslaust streymi túrista til Íslands, byggingu hótela í miðbæ Reykjavíkur, vægðarlausann leigumarkaðinn og sívaxandi fjölda túristabúða sem að selja lopapeysur, lundahúfur og þessa krúttlegu víkingahjálma úr plasti, en dropinn sem fyllti mæli margra var sykursæta og skærbleika kleinuhringjabúllan Dunkin‘ Donuts. Í meira en 40 ár eða í raun alveg frá því að Ísland varð eitt af þessum svokölluðu iðnvæddu vestrænu ríkjum að þá höfum við tekið á okkur mynd hinna ýmisu stórfyrirtækja sem að tröllríða heiminum um þessar mundir. Flest þeirra koma frá Bandaríkjunum en sem dæmi má nefna Coca Cola, KFC, Subway, Dominos, American Style, Ikea, Bauhaus o.fl. Þessir staðir ásamt öðrum skyndibitastöðum, kaffihúsum, kvikmyndahúsum, verslunarmiðstöðum, tónlistarbúðum, og jafnvel bókasöfnum hafa í gegnum tíðina verið mikilvægur partur af lífi þeirra sem að búa á Íslandi. Sem dæmi má nefna matsölustaðinn Mandi sem að er orðið hálfgert Mekka í skemmtanalífi hins almenna djammara í miðborginni. Hvers vegna í ósköpunum ætli þá að fólki lítist svona illa á nýjan stað sem að bakar bragðgóða kleinuhringi og mallar rjúkandi heitt kaffi? Mig grunar að það sé m. a. vegna þess að Dunkin‘ Donuts er risavaxin keðja sem að selur almenningi offsykraða fæðu og gerir hina óhóflega ríku enn ríkari í leiðinni. Málið er hins vegar að þetta er ekki í fyrsta skipti sem að slíkur risi festir rætur sínar í þjóðlífinu og þetta verður engan veginn í síðasta skiptið heldur. En hvernig gætum við svo sem hindrað þessa þróun? Við státum okkur ekkert endilega af okkar eigin menningu þannig að hvernig getum við kvartað og kveinað þegar að einhver ríkur karl kemur og kaupir hana alla upp? Menningararfleifðin hefur verið keypt og selt svo oft og mörgum sinnum að hugtakið „íslensk menning“ hlýtur að vera fimbulfamb í hugum margra. Varla eru það þessir víkingaplasthjálmar? Eða Bláa Lónið, SS pylsur? Toyota? Fish N Chips? Hótel Plaza? Eða er ímynd þeirra sem að búa og lifa í þessu landi aðeins tálsýn í draumi afar sniðugs viðskiptajöfurs? Fyrir mér ætti þjóðerni fólks ekki að skilgreina menningu þess, og einkar falleg menning getur skapast þegar að margir mismunandi menningarhópar koma saman í einni borg, smábæ eða þjóð. Þegar að ég hugsa um íslenska menningu skjóta í kollinn á mér t.d. Mandi, Galdra-Loftur, Aðalvideoleigan, Snorralaug, gamlar vísur og ljúffengar pizzur frá Gömlu Smiðjunni. Nú mun Dunkin‘ Donuts einnig verða viðbót við lífsstíl margra hér á landi um ókomna tíð, rétt eins og símar, sjónvarpstæki, bílar, kvikmyndir og aðrar verslanir. Svo ef að þér finnst eins og allt sé að fara til fjandans, ekki örvænta, fáðu þér kleinuhring í morgunsárið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Hvað segir fæðingarvottorðið þitt? Fyrir nokkrum árum varð ákveðin vitundarvakning í íslensku samfélagi þar sem fólk tók upp á því að skrá sig úr íslensku þjóðkirkjunni. 10. ágúst 2015 18:39 Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Margt hefur verið sagt og skrifað um stanslaust streymi túrista til Íslands, byggingu hótela í miðbæ Reykjavíkur, vægðarlausann leigumarkaðinn og sívaxandi fjölda túristabúða sem að selja lopapeysur, lundahúfur og þessa krúttlegu víkingahjálma úr plasti, en dropinn sem fyllti mæli margra var sykursæta og skærbleika kleinuhringjabúllan Dunkin‘ Donuts. Í meira en 40 ár eða í raun alveg frá því að Ísland varð eitt af þessum svokölluðu iðnvæddu vestrænu ríkjum að þá höfum við tekið á okkur mynd hinna ýmisu stórfyrirtækja sem að tröllríða heiminum um þessar mundir. Flest þeirra koma frá Bandaríkjunum en sem dæmi má nefna Coca Cola, KFC, Subway, Dominos, American Style, Ikea, Bauhaus o.fl. Þessir staðir ásamt öðrum skyndibitastöðum, kaffihúsum, kvikmyndahúsum, verslunarmiðstöðum, tónlistarbúðum, og jafnvel bókasöfnum hafa í gegnum tíðina verið mikilvægur partur af lífi þeirra sem að búa á Íslandi. Sem dæmi má nefna matsölustaðinn Mandi sem að er orðið hálfgert Mekka í skemmtanalífi hins almenna djammara í miðborginni. Hvers vegna í ósköpunum ætli þá að fólki lítist svona illa á nýjan stað sem að bakar bragðgóða kleinuhringi og mallar rjúkandi heitt kaffi? Mig grunar að það sé m. a. vegna þess að Dunkin‘ Donuts er risavaxin keðja sem að selur almenningi offsykraða fæðu og gerir hina óhóflega ríku enn ríkari í leiðinni. Málið er hins vegar að þetta er ekki í fyrsta skipti sem að slíkur risi festir rætur sínar í þjóðlífinu og þetta verður engan veginn í síðasta skiptið heldur. En hvernig gætum við svo sem hindrað þessa þróun? Við státum okkur ekkert endilega af okkar eigin menningu þannig að hvernig getum við kvartað og kveinað þegar að einhver ríkur karl kemur og kaupir hana alla upp? Menningararfleifðin hefur verið keypt og selt svo oft og mörgum sinnum að hugtakið „íslensk menning“ hlýtur að vera fimbulfamb í hugum margra. Varla eru það þessir víkingaplasthjálmar? Eða Bláa Lónið, SS pylsur? Toyota? Fish N Chips? Hótel Plaza? Eða er ímynd þeirra sem að búa og lifa í þessu landi aðeins tálsýn í draumi afar sniðugs viðskiptajöfurs? Fyrir mér ætti þjóðerni fólks ekki að skilgreina menningu þess, og einkar falleg menning getur skapast þegar að margir mismunandi menningarhópar koma saman í einni borg, smábæ eða þjóð. Þegar að ég hugsa um íslenska menningu skjóta í kollinn á mér t.d. Mandi, Galdra-Loftur, Aðalvideoleigan, Snorralaug, gamlar vísur og ljúffengar pizzur frá Gömlu Smiðjunni. Nú mun Dunkin‘ Donuts einnig verða viðbót við lífsstíl margra hér á landi um ókomna tíð, rétt eins og símar, sjónvarpstæki, bílar, kvikmyndir og aðrar verslanir. Svo ef að þér finnst eins og allt sé að fara til fjandans, ekki örvænta, fáðu þér kleinuhring í morgunsárið.
Hvað segir fæðingarvottorðið þitt? Fyrir nokkrum árum varð ákveðin vitundarvakning í íslensku samfélagi þar sem fólk tók upp á því að skrá sig úr íslensku þjóðkirkjunni. 10. ágúst 2015 18:39
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar