Kleinuhringir í morgunsárið Ísak Gabríel Regal skrifar 14. ágúst 2015 10:11 Margt hefur verið sagt og skrifað um stanslaust streymi túrista til Íslands, byggingu hótela í miðbæ Reykjavíkur, vægðarlausann leigumarkaðinn og sívaxandi fjölda túristabúða sem að selja lopapeysur, lundahúfur og þessa krúttlegu víkingahjálma úr plasti, en dropinn sem fyllti mæli margra var sykursæta og skærbleika kleinuhringjabúllan Dunkin‘ Donuts. Í meira en 40 ár eða í raun alveg frá því að Ísland varð eitt af þessum svokölluðu iðnvæddu vestrænu ríkjum að þá höfum við tekið á okkur mynd hinna ýmisu stórfyrirtækja sem að tröllríða heiminum um þessar mundir. Flest þeirra koma frá Bandaríkjunum en sem dæmi má nefna Coca Cola, KFC, Subway, Dominos, American Style, Ikea, Bauhaus o.fl. Þessir staðir ásamt öðrum skyndibitastöðum, kaffihúsum, kvikmyndahúsum, verslunarmiðstöðum, tónlistarbúðum, og jafnvel bókasöfnum hafa í gegnum tíðina verið mikilvægur partur af lífi þeirra sem að búa á Íslandi. Sem dæmi má nefna matsölustaðinn Mandi sem að er orðið hálfgert Mekka í skemmtanalífi hins almenna djammara í miðborginni. Hvers vegna í ósköpunum ætli þá að fólki lítist svona illa á nýjan stað sem að bakar bragðgóða kleinuhringi og mallar rjúkandi heitt kaffi? Mig grunar að það sé m. a. vegna þess að Dunkin‘ Donuts er risavaxin keðja sem að selur almenningi offsykraða fæðu og gerir hina óhóflega ríku enn ríkari í leiðinni. Málið er hins vegar að þetta er ekki í fyrsta skipti sem að slíkur risi festir rætur sínar í þjóðlífinu og þetta verður engan veginn í síðasta skiptið heldur. En hvernig gætum við svo sem hindrað þessa þróun? Við státum okkur ekkert endilega af okkar eigin menningu þannig að hvernig getum við kvartað og kveinað þegar að einhver ríkur karl kemur og kaupir hana alla upp? Menningararfleifðin hefur verið keypt og selt svo oft og mörgum sinnum að hugtakið „íslensk menning“ hlýtur að vera fimbulfamb í hugum margra. Varla eru það þessir víkingaplasthjálmar? Eða Bláa Lónið, SS pylsur? Toyota? Fish N Chips? Hótel Plaza? Eða er ímynd þeirra sem að búa og lifa í þessu landi aðeins tálsýn í draumi afar sniðugs viðskiptajöfurs? Fyrir mér ætti þjóðerni fólks ekki að skilgreina menningu þess, og einkar falleg menning getur skapast þegar að margir mismunandi menningarhópar koma saman í einni borg, smábæ eða þjóð. Þegar að ég hugsa um íslenska menningu skjóta í kollinn á mér t.d. Mandi, Galdra-Loftur, Aðalvideoleigan, Snorralaug, gamlar vísur og ljúffengar pizzur frá Gömlu Smiðjunni. Nú mun Dunkin‘ Donuts einnig verða viðbót við lífsstíl margra hér á landi um ókomna tíð, rétt eins og símar, sjónvarpstæki, bílar, kvikmyndir og aðrar verslanir. Svo ef að þér finnst eins og allt sé að fara til fjandans, ekki örvænta, fáðu þér kleinuhring í morgunsárið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Hvað segir fæðingarvottorðið þitt? Fyrir nokkrum árum varð ákveðin vitundarvakning í íslensku samfélagi þar sem fólk tók upp á því að skrá sig úr íslensku þjóðkirkjunni. 10. ágúst 2015 18:39 Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Sjá meira
Margt hefur verið sagt og skrifað um stanslaust streymi túrista til Íslands, byggingu hótela í miðbæ Reykjavíkur, vægðarlausann leigumarkaðinn og sívaxandi fjölda túristabúða sem að selja lopapeysur, lundahúfur og þessa krúttlegu víkingahjálma úr plasti, en dropinn sem fyllti mæli margra var sykursæta og skærbleika kleinuhringjabúllan Dunkin‘ Donuts. Í meira en 40 ár eða í raun alveg frá því að Ísland varð eitt af þessum svokölluðu iðnvæddu vestrænu ríkjum að þá höfum við tekið á okkur mynd hinna ýmisu stórfyrirtækja sem að tröllríða heiminum um þessar mundir. Flest þeirra koma frá Bandaríkjunum en sem dæmi má nefna Coca Cola, KFC, Subway, Dominos, American Style, Ikea, Bauhaus o.fl. Þessir staðir ásamt öðrum skyndibitastöðum, kaffihúsum, kvikmyndahúsum, verslunarmiðstöðum, tónlistarbúðum, og jafnvel bókasöfnum hafa í gegnum tíðina verið mikilvægur partur af lífi þeirra sem að búa á Íslandi. Sem dæmi má nefna matsölustaðinn Mandi sem að er orðið hálfgert Mekka í skemmtanalífi hins almenna djammara í miðborginni. Hvers vegna í ósköpunum ætli þá að fólki lítist svona illa á nýjan stað sem að bakar bragðgóða kleinuhringi og mallar rjúkandi heitt kaffi? Mig grunar að það sé m. a. vegna þess að Dunkin‘ Donuts er risavaxin keðja sem að selur almenningi offsykraða fæðu og gerir hina óhóflega ríku enn ríkari í leiðinni. Málið er hins vegar að þetta er ekki í fyrsta skipti sem að slíkur risi festir rætur sínar í þjóðlífinu og þetta verður engan veginn í síðasta skiptið heldur. En hvernig gætum við svo sem hindrað þessa þróun? Við státum okkur ekkert endilega af okkar eigin menningu þannig að hvernig getum við kvartað og kveinað þegar að einhver ríkur karl kemur og kaupir hana alla upp? Menningararfleifðin hefur verið keypt og selt svo oft og mörgum sinnum að hugtakið „íslensk menning“ hlýtur að vera fimbulfamb í hugum margra. Varla eru það þessir víkingaplasthjálmar? Eða Bláa Lónið, SS pylsur? Toyota? Fish N Chips? Hótel Plaza? Eða er ímynd þeirra sem að búa og lifa í þessu landi aðeins tálsýn í draumi afar sniðugs viðskiptajöfurs? Fyrir mér ætti þjóðerni fólks ekki að skilgreina menningu þess, og einkar falleg menning getur skapast þegar að margir mismunandi menningarhópar koma saman í einni borg, smábæ eða þjóð. Þegar að ég hugsa um íslenska menningu skjóta í kollinn á mér t.d. Mandi, Galdra-Loftur, Aðalvideoleigan, Snorralaug, gamlar vísur og ljúffengar pizzur frá Gömlu Smiðjunni. Nú mun Dunkin‘ Donuts einnig verða viðbót við lífsstíl margra hér á landi um ókomna tíð, rétt eins og símar, sjónvarpstæki, bílar, kvikmyndir og aðrar verslanir. Svo ef að þér finnst eins og allt sé að fara til fjandans, ekki örvænta, fáðu þér kleinuhring í morgunsárið.
Hvað segir fæðingarvottorðið þitt? Fyrir nokkrum árum varð ákveðin vitundarvakning í íslensku samfélagi þar sem fólk tók upp á því að skrá sig úr íslensku þjóðkirkjunni. 10. ágúst 2015 18:39
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun