„Ég kann þetta ekkert á íslensku“ Linda Björk Markúsardóttir skrifar 14. apríl 2015 07:00 Starf mitt sem talmeinafræðingur felst, meðal annars, í því að meta orðaforða og málkunnáttu barna og unglinga. Undanfarið hefur það hefur færst í aukana að ég fái til mín alíslensk börn sem kunna ekki íslensku nema að litlu og yfirborðskenndu leyti. Þeim sýni ég myndir af algengum hlutum og bið þau að segja mér hvað þeir heita. Oft fæ ég svör á borð við: „Ég veit alveg hvað þetta er sko, ég bara kann þetta ekkert á íslensku.“ Sé þeim boðið að nefna hlutinn á ensku lætur svarið ekki á sér standa. Hvernig má þetta vera? Hvernig geta börn og unglingar sem eiga íslenska foreldra, eru fædd og uppalin hér og hafa alla tíð gengið í íslenska skóla ekki búið yfir íslenskum grunnorðaforða? Sé ekki um eiginlega málþroskaröskun að ræða er svarið við þessum spurningum einfalt: Tölvur og tækni. Nú fylgir tæknin móðurmjólkinni og börn og unglingar lifa og hrærast í heimi rafrænna samskipta sem fara nánast öll fram á ensku. Tölvur og símar „tala“ mjög takmarkaða íslensku og til hvers að brúka móðurmál skitinna 320.000 hræða þegar enskan opnar dyr allra samskipta upp á gátt? Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, hefur löngum verið ötull talsmaður íslenskrar máltækni og mikilvægis uppbyggingar hennar fyrir íslenska tungu. Í þættinum Orðbragð, sem RÚV hefur haft til sýninga, lýsti Eiríkur því yfir að raunveruleg hætta væri á því að íslenska verði ekki til eftir 100 ár. Hann vísaði í skýrslu um stafræna stöðu íslenskunnar máli sínu til stuðnings en hún kom út árið 2012. Á þeim tímapunkti hélt ég að þetta væri nú óþarfa vænisýki í manninum, að ekkert fengi grandað mínu ástkæra ylhýra. Nú er annað bersýnilega að koma í ljós og ekki er lengur hægt að loka augunum fyrir hættunni á því að íslenskan deyi dauða sínum. Hvað er hægt að gera? Eigum við sem þjóð að halla okkur aftur í tölvustólunum, skerpa á enskunni og bíða þess sem verða vill? Eða eigum við ef til vill að beita okkur fyrir því að auknum fjármunum verði veitt í að efla stafræna stöðu íslenskunnar? Eigum við kannski að tala meira við börnin okkar, lesa fyrir þau og gera þeim grein fyrir mikilvægi þess fyrir okkur sem þjóð að íslenskan haldist á lífi? Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Starf mitt sem talmeinafræðingur felst, meðal annars, í því að meta orðaforða og málkunnáttu barna og unglinga. Undanfarið hefur það hefur færst í aukana að ég fái til mín alíslensk börn sem kunna ekki íslensku nema að litlu og yfirborðskenndu leyti. Þeim sýni ég myndir af algengum hlutum og bið þau að segja mér hvað þeir heita. Oft fæ ég svör á borð við: „Ég veit alveg hvað þetta er sko, ég bara kann þetta ekkert á íslensku.“ Sé þeim boðið að nefna hlutinn á ensku lætur svarið ekki á sér standa. Hvernig má þetta vera? Hvernig geta börn og unglingar sem eiga íslenska foreldra, eru fædd og uppalin hér og hafa alla tíð gengið í íslenska skóla ekki búið yfir íslenskum grunnorðaforða? Sé ekki um eiginlega málþroskaröskun að ræða er svarið við þessum spurningum einfalt: Tölvur og tækni. Nú fylgir tæknin móðurmjólkinni og börn og unglingar lifa og hrærast í heimi rafrænna samskipta sem fara nánast öll fram á ensku. Tölvur og símar „tala“ mjög takmarkaða íslensku og til hvers að brúka móðurmál skitinna 320.000 hræða þegar enskan opnar dyr allra samskipta upp á gátt? Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, hefur löngum verið ötull talsmaður íslenskrar máltækni og mikilvægis uppbyggingar hennar fyrir íslenska tungu. Í þættinum Orðbragð, sem RÚV hefur haft til sýninga, lýsti Eiríkur því yfir að raunveruleg hætta væri á því að íslenska verði ekki til eftir 100 ár. Hann vísaði í skýrslu um stafræna stöðu íslenskunnar máli sínu til stuðnings en hún kom út árið 2012. Á þeim tímapunkti hélt ég að þetta væri nú óþarfa vænisýki í manninum, að ekkert fengi grandað mínu ástkæra ylhýra. Nú er annað bersýnilega að koma í ljós og ekki er lengur hægt að loka augunum fyrir hættunni á því að íslenskan deyi dauða sínum. Hvað er hægt að gera? Eigum við sem þjóð að halla okkur aftur í tölvustólunum, skerpa á enskunni og bíða þess sem verða vill? Eða eigum við ef til vill að beita okkur fyrir því að auknum fjármunum verði veitt í að efla stafræna stöðu íslenskunnar? Eigum við kannski að tala meira við börnin okkar, lesa fyrir þau og gera þeim grein fyrir mikilvægi þess fyrir okkur sem þjóð að íslenskan haldist á lífi? Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun