Stjórnarmeirihlutinn hafnar sáttaboði stjórnarandstöðunnar Heimir Már Pétursson skrifar 25. nóvember 2015 20:02 Stjórnarandstaðan bauð stjórnarflokkunum að samþykkja umdeilt frumvarp utanríkisráðherra um að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun ef þeir samþykktu á móti að fresta gildistöku laganna fram yfir kosningar. Alger pattstaða ríkir um afgreiðslu mála á Alþingi. Frumvarp utanríkisráðherra um að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun var rætt fram undir miðnætti síðast liðna nótt og eftir kröftug mótmæli stjórnarandstöðunnar og atkvæðagreiðslu var ákveðið að tillögu forseta Íslands að boða til annars enn eins fundar um málið í kvöld. Verði frumvarpið að lögum mun stofnunin hætta starfsemi strax um áramótin. En Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir málið hafa verið illa unnið í utanríkismálanefnd undir formennsku Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. „Við í stjórnarandstöðunni höfum boðið stjórnarmeirihlutanum upp á sanngjarna lausn í þessu máli. Ef að stjórnin vill ráðast í svona lítt hugsaðar breytingar þá sé eðlilegt að þær taki gildi á nýju kjörtímabili. Fyrir því eru mörg dæmi að málin eru leyst með þeim hætti,“ sagði Árni Páll.Kjósendur úrskurði um máliðKjósendur gætu því sagt sitt að loknum kosningum eftir sautján mánuði og þingmenn snúið sér að öðrum mikilvægum málum eins og fjárlögum, í stað þess sitja enn einn kvöldfundinn um þetta mikla deilumál. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, lýsti vonbrigðum með að hvorki utanríkisráðherra né aðrir stjórnarliðar tækju að nokkru marki þátt í umræðunum. „Það gerist að mínu viti langoftast ef ekki hreinlega alltaf að þegar samtal á sér raunverulega stað, þá styttist umræðan. Vegna þess að þá komast samskipti á sem geta þjakað að einhverjum lausnum,“ sagði Helgi Hrafn. Ekki skánaði þrefið við þetta og þá reyndi Brynhildur Pétursdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, að freista stjórnarliða með kaffi.Mætti bjóða upp á kaffibolla?„Mér finnst að forseti og kannski forystumenn ríkisstjórnarinnar þurfi að horfa á það að hér er mál sem er verið að afgreiða í miklum ágreiningi. Er það ekki þess virði að setjast niður yfir kaffibolla og reyna að finna einhverja lausn á þessu,“ spurði Brynhildur. En nei, ekkert kaffi takk. Kvöldfundur var samþykktur með 28 atkvæðum gegn 14. Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði enga ástæðu til að efast um að málið nyti meirihlutastuðnings á Alþingi þrátt fyrir fullyrðingar stjórnarandstöðunnar um hið gagnstæða. „Og megi stjórnarandstaðan tala og vera í andsvörum við sjálfa sig eins lengi og hún vill í þessu máli,“ sagði Ásmundur Einar. Enda segir formaður utanríkismálanefndar málið hafa fengið eðlilega afgreiðslu. „Og við verðum bara að horfast í augu við að það er ágreiningur um efni þessa frumvarps. Það hefur legið fyrir og liggur fyrir á þessu þingi og lá fyrir á síðasta þingi. Að reyna að tala um það að málið hafi einhvern veginn verið keyrt í gegn – við erum búin að ræða málið hér í þessum sal í 40 klukkustundir,“ sagði Hanna Birna. Og eins og staðan er nú eru allar líkur á að klukkustundunum eigi enn eftir að fjölga mikið áður en þingmenn komast að niðurstöðu. Tengdar fréttir Starfsmenn þora ekki að segja hug sinn Sex sinnum hafa verið gerðar tilraunir til þess að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Starfsmenn þora ekki að segja hug sinn um breytingar á lögum. 25. mars 2015 08:15 Gunnar Bragi fundaði í Malaví Á fundinum var einnig rætt um viðræður um ný markmið í þróunarsamvinnu, jarðhitamál og mannréttindi en Ísland hefur starfað í þróunarsamvinnu við Malaví í 25 ár. 23. júlí 2015 13:41 Leggur aftur fram frumvarp sem felur í sér að ÞSSÍ verði lögð niður Utanríkisráðherra hefur lagt fram stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. 11. september 2015 13:12 Segir óbreytt framlög vonbrigði Framlög til þróunarmála verða óbreytt á næsta ári samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi, þrátt fyrir að vera mjög lág fyrir ríka þjóð. 9. september 2015 14:34 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Sjá meira
Stjórnarandstaðan bauð stjórnarflokkunum að samþykkja umdeilt frumvarp utanríkisráðherra um að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun ef þeir samþykktu á móti að fresta gildistöku laganna fram yfir kosningar. Alger pattstaða ríkir um afgreiðslu mála á Alþingi. Frumvarp utanríkisráðherra um að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun var rætt fram undir miðnætti síðast liðna nótt og eftir kröftug mótmæli stjórnarandstöðunnar og atkvæðagreiðslu var ákveðið að tillögu forseta Íslands að boða til annars enn eins fundar um málið í kvöld. Verði frumvarpið að lögum mun stofnunin hætta starfsemi strax um áramótin. En Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir málið hafa verið illa unnið í utanríkismálanefnd undir formennsku Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. „Við í stjórnarandstöðunni höfum boðið stjórnarmeirihlutanum upp á sanngjarna lausn í þessu máli. Ef að stjórnin vill ráðast í svona lítt hugsaðar breytingar þá sé eðlilegt að þær taki gildi á nýju kjörtímabili. Fyrir því eru mörg dæmi að málin eru leyst með þeim hætti,“ sagði Árni Páll.Kjósendur úrskurði um máliðKjósendur gætu því sagt sitt að loknum kosningum eftir sautján mánuði og þingmenn snúið sér að öðrum mikilvægum málum eins og fjárlögum, í stað þess sitja enn einn kvöldfundinn um þetta mikla deilumál. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, lýsti vonbrigðum með að hvorki utanríkisráðherra né aðrir stjórnarliðar tækju að nokkru marki þátt í umræðunum. „Það gerist að mínu viti langoftast ef ekki hreinlega alltaf að þegar samtal á sér raunverulega stað, þá styttist umræðan. Vegna þess að þá komast samskipti á sem geta þjakað að einhverjum lausnum,“ sagði Helgi Hrafn. Ekki skánaði þrefið við þetta og þá reyndi Brynhildur Pétursdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, að freista stjórnarliða með kaffi.Mætti bjóða upp á kaffibolla?„Mér finnst að forseti og kannski forystumenn ríkisstjórnarinnar þurfi að horfa á það að hér er mál sem er verið að afgreiða í miklum ágreiningi. Er það ekki þess virði að setjast niður yfir kaffibolla og reyna að finna einhverja lausn á þessu,“ spurði Brynhildur. En nei, ekkert kaffi takk. Kvöldfundur var samþykktur með 28 atkvæðum gegn 14. Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði enga ástæðu til að efast um að málið nyti meirihlutastuðnings á Alþingi þrátt fyrir fullyrðingar stjórnarandstöðunnar um hið gagnstæða. „Og megi stjórnarandstaðan tala og vera í andsvörum við sjálfa sig eins lengi og hún vill í þessu máli,“ sagði Ásmundur Einar. Enda segir formaður utanríkismálanefndar málið hafa fengið eðlilega afgreiðslu. „Og við verðum bara að horfast í augu við að það er ágreiningur um efni þessa frumvarps. Það hefur legið fyrir og liggur fyrir á þessu þingi og lá fyrir á síðasta þingi. Að reyna að tala um það að málið hafi einhvern veginn verið keyrt í gegn – við erum búin að ræða málið hér í þessum sal í 40 klukkustundir,“ sagði Hanna Birna. Og eins og staðan er nú eru allar líkur á að klukkustundunum eigi enn eftir að fjölga mikið áður en þingmenn komast að niðurstöðu.
Tengdar fréttir Starfsmenn þora ekki að segja hug sinn Sex sinnum hafa verið gerðar tilraunir til þess að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Starfsmenn þora ekki að segja hug sinn um breytingar á lögum. 25. mars 2015 08:15 Gunnar Bragi fundaði í Malaví Á fundinum var einnig rætt um viðræður um ný markmið í þróunarsamvinnu, jarðhitamál og mannréttindi en Ísland hefur starfað í þróunarsamvinnu við Malaví í 25 ár. 23. júlí 2015 13:41 Leggur aftur fram frumvarp sem felur í sér að ÞSSÍ verði lögð niður Utanríkisráðherra hefur lagt fram stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. 11. september 2015 13:12 Segir óbreytt framlög vonbrigði Framlög til þróunarmála verða óbreytt á næsta ári samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi, þrátt fyrir að vera mjög lág fyrir ríka þjóð. 9. september 2015 14:34 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Sjá meira
Starfsmenn þora ekki að segja hug sinn Sex sinnum hafa verið gerðar tilraunir til þess að leggja niður Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Starfsmenn þora ekki að segja hug sinn um breytingar á lögum. 25. mars 2015 08:15
Gunnar Bragi fundaði í Malaví Á fundinum var einnig rætt um viðræður um ný markmið í þróunarsamvinnu, jarðhitamál og mannréttindi en Ísland hefur starfað í þróunarsamvinnu við Malaví í 25 ár. 23. júlí 2015 13:41
Leggur aftur fram frumvarp sem felur í sér að ÞSSÍ verði lögð niður Utanríkisráðherra hefur lagt fram stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. 11. september 2015 13:12
Segir óbreytt framlög vonbrigði Framlög til þróunarmála verða óbreytt á næsta ári samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi, þrátt fyrir að vera mjög lág fyrir ríka þjóð. 9. september 2015 14:34