Erlent

Solberg stokkar hressilega upp í ríkisstjórn sinni

Atli Ísleifsson skrifar
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs.
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. Vísir/AFP
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, kynnti í morgun nýja ríkisstjórn sína en hressilega hefur verið stokkað upp í henni. Nýir ráðherrar hafa komið inn, aðrir farið út, auk þess að nokkrir hafa skipt um ráðuneyti.

Þrír ráðherrar yfirgefa ríkisstjórnina og fjórir nýir koma inn. Nýju ráðherraembætti hefur verið komið á laggirnar sem fer með málefni sem snúa að aðlögun innflytjenda að norsku samfélagi. Sylvi Listhaug, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og fulltrúi Framfaraflokksins (Frp), hefur verið falið að fara með ráðhherraembættið.

Linda Hofstad Helleland (Høyre) tekur við embætti menningarmálaráðherra af Thorhild Widvey. Vidar Helgesen (Høyre) mun fara með loftslagsmál og tekur við af Tine Sundtoft sem yfirgefur ríkisstjórnina.

Anniken Hauglie (Høyre) verður nýr atvinnumála- og félagsmálaráðherra og tekur við af Robert Eriksson (Frp). Jon Georg Dale (Frp) tekur við embætti landbúnaðarráðherra af Listhaug (Frp).

Elisabeth Aspaker (Høyre) tekur við embætti evrópumálaráðherra af Vidar Helgesen og Per Sandberg (Frp) tekur við embætti sjávarútvegsráðherra af Elisabeth Aspaker (Høyre).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×