Tiger Woods gaf það út á Twitter í dag að hann muni taka þátt í Players meistaramótinu sem fram fer á TPC Sawgrass vellinum en hann hefur tvisvar sigrað á þessu stóra móti sem oft er nefnt fimmta risamótið í golfheiminum.
Woods segir á Twitter að hann vonist eftir því að endurtaka leikinn frá árinu 2013 þar sem hann sigraði með tveimur höggum en hann sigraði einnig á mótinu árið 2001.
Players mótið fer fram sjötta til tíunda maí en þessi tilkynning Woods kemur degi eftir að Jack Nicklaus gaf út að Woods myndi vera með á Memorial mótinu sem Nicklaus heldur sjálfur ár hvert í júní.
Woods tók sér níu vikna frí frá golfi áður en hann sneri til baka á Masters mótinu fyrr í apríl en hann endaði þar í 17. sæti og sýndi að hann væri kominn til baka til þess að keppa við þá bestu á ný eftir erfiða tíma fyrr á árinu þar sem bakmeiðsli gerðu honum lífið leitt.
Tiger Woods verður meðal þátttakenda á Players meistaramótinu

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti

Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn



Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti



