600 manns þáðu mataraðstoð: „Aldrei séð svona sprengju áður“ Rósa Ólöf Ólafíudóttir skrifar 24. apríl 2015 14:36 Mæðrastyrksnefnd á sér langa og merkilega sögu í íslensku samfélagi og ber að þakka framlag hennar til góðgerðarmála en er ekki kominn tími til að nefndin nútímavæðist í störfum sínum svo þeir sem aðstæðna sinna vegna neyðast til að leita á náðir hennar fái að halda mannlegri reisn? Það er vissulega göfugt og gott framtak að veita 600 manns mataraðstoð. En hvað er þá að? Til að greina vandann sem við mér blasti er nauðsynlegt að vísa í texta þessarar fréttar en þar segir:„Löng biðröð myndaðist fyrir utan húsnæði Mæðrastyrksnefndar rétt eftir klukkan tólf í dag og náði hún langt út á götu fram eftir degi […] Hún segir úthlutunina hafa gengið afar vel fyrir sig. Fólk hafi verið einstaklega tillitsamt og þolinmótt þrátt fyrir langa bið. Þá hafi verið nóg til fyrir alla og því engum vísað frá. Það var mikið af nýju fólki en líka þeir sem komið hafa áður. Þetta var allt mjög þægilegt fólk og kurteist og allt gekk mjög vel, enda gott veður“. Ég sé ýmsa annmarka bæði á þessum orðum og þeirri aðferðarfræði sem beitt var við matarúthlutunina. Fyrst er að nefna þá staðreynd að fólki var gert að standa í biðröð á almannafæri, að öllum ásjáandi til að þiggja mat frá góðgerðarstofnun. Er það ekki næg byrði að axla að eiga ekki fyrir nauðsynjum og þurfa að leita á náðir annarra? Þarf að sýna fólki sem glímir við slíkan vanda, slíka óvirðingu í ofanálag? Annað er umsögnin um það fólk sem beið þannig eftir náðarbjörginni. Forsvarsmaður Mæðrastyrksnefndar tilgreinir sérstaklega að framkoma manna í röðinni hafi einkennst af kurteisi og þolinmæði eins og sú framkoma hafi komið viðkomandi viðmælanda á óvart. Siðfræðilegar spurningar hafa vaknað af nauðsyn vegna skilyrða og þarfa mannlegs þjóðfélags en einnig af þörf einstaklingsins til að ná áttum í lífinu. Þær siðfræðilegu spurningar sem leituðu á mig í kjölfar lesturs þessarar fréttar snúast um mannhelgi einstaklingsins og þjóðfélagslegt réttlæti. Í mínum huga brjóta bæði ofangreind ummæli og aðferðarfræðin við aðstoð Mæðrastyrksnefndar, á mannhelgi þessa hóps. Hugtakið mannhelgi á rætur sínar að rekja til þeirrar hugmyndar að allar manneskjur hafi sama gildi og að þeim beri sams konar virðing. Þessi hugmynd liggur til grundvallar allri siðfræði. Mannhelgisregluna má skilja sem vörn fyrir manneskjuna og virðingu hennar. Í henni er kveðið á um að maðurinn hafi gildi í sjálfum sér. Að hver maður hafi einstakt gildi, óháð ytri þáttum. Í kristinn hefð er þessi hugmynd orðuð svo að allar manneskjur séu jafngildar vegna þess að maðurinn sé skapaður eftir Guðs mynd. Hvað varðar þjóðfélagslegt réttlæti er mér er fullljóst að það þjóðfélagsmein sem ofangreind frétt flettir ofan af, verður ekki rakið til Mæðrastyrksnefndar. Það má rekja til þeirrar staðreyndar að hluti Íslendinga býr við kjör sem ekki eru mannsæmandi. Orsakir þess má rekja til misskiptingar auðs í annars ríku þjóðfélagi og sýndi sig glöggt þegar stjórnarmenn stórfyrirtækja hækkuðu blygðunarlaust ofurkjör sín en neita starfsmönnum sínum um þau lágmarkslaun sem nauðsynleg eru til framfærslu. Það er ekki Mæðrastyrksnefnd sem neyðir fólk til að þiggja aðstoð hennar, heldur ríkisstjórn sem hlúir að efnahagslegu ranglæti í íslensku samfélagi og gerir þannig menn að þurfalingum. Ég setti í upphafi greinarinnar fram spurningu um aðferðarfræði Mæðrastyrksnefndar við matarúthlutun, þetta er ekki ný spurning en í ljósi ofangreindrar fréttar vil ég enn á ný undirstrika hana.HeimildirBexell, G. og Grenholm, C. Siðfræði af sjónarhóli Guðfræði og Heimspeki. Reykjavík: Skálholtsútgáfan og Siðfræðistofnun, 1997, bls. 18.Sólveig Anna Bóasdóttir. Ást, kynlíf og hjónaband. Reykjavík: Salka, 2008, bls.59 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Mæðrastyrksnefnd á sér langa og merkilega sögu í íslensku samfélagi og ber að þakka framlag hennar til góðgerðarmála en er ekki kominn tími til að nefndin nútímavæðist í störfum sínum svo þeir sem aðstæðna sinna vegna neyðast til að leita á náðir hennar fái að halda mannlegri reisn? Það er vissulega göfugt og gott framtak að veita 600 manns mataraðstoð. En hvað er þá að? Til að greina vandann sem við mér blasti er nauðsynlegt að vísa í texta þessarar fréttar en þar segir:„Löng biðröð myndaðist fyrir utan húsnæði Mæðrastyrksnefndar rétt eftir klukkan tólf í dag og náði hún langt út á götu fram eftir degi […] Hún segir úthlutunina hafa gengið afar vel fyrir sig. Fólk hafi verið einstaklega tillitsamt og þolinmótt þrátt fyrir langa bið. Þá hafi verið nóg til fyrir alla og því engum vísað frá. Það var mikið af nýju fólki en líka þeir sem komið hafa áður. Þetta var allt mjög þægilegt fólk og kurteist og allt gekk mjög vel, enda gott veður“. Ég sé ýmsa annmarka bæði á þessum orðum og þeirri aðferðarfræði sem beitt var við matarúthlutunina. Fyrst er að nefna þá staðreynd að fólki var gert að standa í biðröð á almannafæri, að öllum ásjáandi til að þiggja mat frá góðgerðarstofnun. Er það ekki næg byrði að axla að eiga ekki fyrir nauðsynjum og þurfa að leita á náðir annarra? Þarf að sýna fólki sem glímir við slíkan vanda, slíka óvirðingu í ofanálag? Annað er umsögnin um það fólk sem beið þannig eftir náðarbjörginni. Forsvarsmaður Mæðrastyrksnefndar tilgreinir sérstaklega að framkoma manna í röðinni hafi einkennst af kurteisi og þolinmæði eins og sú framkoma hafi komið viðkomandi viðmælanda á óvart. Siðfræðilegar spurningar hafa vaknað af nauðsyn vegna skilyrða og þarfa mannlegs þjóðfélags en einnig af þörf einstaklingsins til að ná áttum í lífinu. Þær siðfræðilegu spurningar sem leituðu á mig í kjölfar lesturs þessarar fréttar snúast um mannhelgi einstaklingsins og þjóðfélagslegt réttlæti. Í mínum huga brjóta bæði ofangreind ummæli og aðferðarfræðin við aðstoð Mæðrastyrksnefndar, á mannhelgi þessa hóps. Hugtakið mannhelgi á rætur sínar að rekja til þeirrar hugmyndar að allar manneskjur hafi sama gildi og að þeim beri sams konar virðing. Þessi hugmynd liggur til grundvallar allri siðfræði. Mannhelgisregluna má skilja sem vörn fyrir manneskjuna og virðingu hennar. Í henni er kveðið á um að maðurinn hafi gildi í sjálfum sér. Að hver maður hafi einstakt gildi, óháð ytri þáttum. Í kristinn hefð er þessi hugmynd orðuð svo að allar manneskjur séu jafngildar vegna þess að maðurinn sé skapaður eftir Guðs mynd. Hvað varðar þjóðfélagslegt réttlæti er mér er fullljóst að það þjóðfélagsmein sem ofangreind frétt flettir ofan af, verður ekki rakið til Mæðrastyrksnefndar. Það má rekja til þeirrar staðreyndar að hluti Íslendinga býr við kjör sem ekki eru mannsæmandi. Orsakir þess má rekja til misskiptingar auðs í annars ríku þjóðfélagi og sýndi sig glöggt þegar stjórnarmenn stórfyrirtækja hækkuðu blygðunarlaust ofurkjör sín en neita starfsmönnum sínum um þau lágmarkslaun sem nauðsynleg eru til framfærslu. Það er ekki Mæðrastyrksnefnd sem neyðir fólk til að þiggja aðstoð hennar, heldur ríkisstjórn sem hlúir að efnahagslegu ranglæti í íslensku samfélagi og gerir þannig menn að þurfalingum. Ég setti í upphafi greinarinnar fram spurningu um aðferðarfræði Mæðrastyrksnefndar við matarúthlutun, þetta er ekki ný spurning en í ljósi ofangreindrar fréttar vil ég enn á ný undirstrika hana.HeimildirBexell, G. og Grenholm, C. Siðfræði af sjónarhóli Guðfræði og Heimspeki. Reykjavík: Skálholtsútgáfan og Siðfræðistofnun, 1997, bls. 18.Sólveig Anna Bóasdóttir. Ást, kynlíf og hjónaband. Reykjavík: Salka, 2008, bls.59
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar