Fimm þúsund mál bíða afgreiðslu hjá sýslumanni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. apríl 2015 19:21 Áhrifa verkfallsins gætir víða í samfélaginu. Vísir/Stefán Alvarleg staða er komin upp hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu þar sem um fimm þúsund mál bíða afgreiðslu vegna verkfalls Bandalags háskólamanna. Þá skapar verkfallið ógn við öryggi Landspítalans þar sem á þriðja þúsund sjúklinga bíður eftir að komast í röntgenrannsóknir. Áhrifa verkfallsins gætir víða í samfélaginu.Tvær og hálf vika eru nú frá því að verkfallsaðgerðir BHM hófust en á meðal þeirra sem lögðu þá niður störf eru lögfræðingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. „Öll mál sem að lögfræðingar koma að, sem eru langflest mál embættisins, þau eru í bið og það safnast bara upp málin. Hún er náttúrulega mjög alvarleg þessi staða. Ef við tökum þinglýsingarskjöl til dæmis þá gæti ég trúað að það væri nálægt 3.700 skjöl núna sem að bíða þinglýsingar,“ segir Þórólfur Halldórsson sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafa nauðungarsölur líka verið felldar niður og ekki er hægt að ganga frá skilnaði svo fleira sé nefnt. „Þetta er gríðarlegur málafjöldi sem að við erum að horfa á væntanlega í einhvers staðar svona 5000 mál,“ segir Þórólfur. Verkfallið hefur haft mikil áhrif á starfsemi Landspítalans þar sem fresta hefur þurft fjölmörgum aðgerðum og rannsóknum. „Það er lengri bið á bráðamóttökum. Það eru færri sjúklingar komast að. Aðgerðum er frestað og meðferðum á sjúklingum líka frestað,“ segir Óskar Reykdalsson framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs Landspítalans. Fresta hefur þurft um 150 þúsund blóðrannsóknum á spítalanum en oft er um fleiri en eina rannsókn að ræða hjá hverjum sjúklingi. Þá hefur um 3500 myndgreiningarrannsóknum verið frestað og á þriðja þúsund sjúklinga bíða eftir að komast í röntgenrannsóknir. „Dagsdaglega er spítalinn keyrður á fullu þannig að þegar það vantar þetta mikið í starfsemina, þá hefur það áhrif á, og er alltaf öryggisógn, “ segir Óskar. Verkfallið hefur líka áhrif á aliflugaframleiðendur. Ekki er hægt að slátra fuglunum þar sem dýralæknar eru í verkfalli. „Það hefur engin slátrun átt sér stað hjá fyrirtækinu þessa viku. Húsin hjá okkur eru að fyllast. Við þó undirbjuggum okkur undir þetta verkfall hvað varðar fyrri hluta vikunnar en ástandið fer að verða mjög alvarlegt þegar að það kemur fram í næstu viku,“ segir Magnús Huldar Ingvarsson framleiðslustjóri Reykjagarðs. Þá hefur verkfallið meðal annars áhrif á innflutning á plöntum en þúsundir platna eru fastar í gámum í Sundahöfn. Plöntusjúkdómafræðingur hjá Matvælastofnun þarf að samþykkja innflutning á plöntunum og árita pappíra svo þær fáist afhentar en hann er í verkfalli. „Þetta eru viðkvæmar vörur og dagaspursmál að ná þessu inn í landið þannig að þetta hefur þegar haft slæm áhrif,“ segir Árni Stefánsson forstjóri Húsasmiðjunnar. Hann segir plönturnar ekki þola marga daga án vökvunar. Þær þorni fljótt upp og þá sé ekki hægt að selja þær. „Þetta er allavega klárlega tjón sem að myndi hlaupa á milljónum,“ segir Árni. Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira
Alvarleg staða er komin upp hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu þar sem um fimm þúsund mál bíða afgreiðslu vegna verkfalls Bandalags háskólamanna. Þá skapar verkfallið ógn við öryggi Landspítalans þar sem á þriðja þúsund sjúklinga bíður eftir að komast í röntgenrannsóknir. Áhrifa verkfallsins gætir víða í samfélaginu.Tvær og hálf vika eru nú frá því að verkfallsaðgerðir BHM hófust en á meðal þeirra sem lögðu þá niður störf eru lögfræðingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. „Öll mál sem að lögfræðingar koma að, sem eru langflest mál embættisins, þau eru í bið og það safnast bara upp málin. Hún er náttúrulega mjög alvarleg þessi staða. Ef við tökum þinglýsingarskjöl til dæmis þá gæti ég trúað að það væri nálægt 3.700 skjöl núna sem að bíða þinglýsingar,“ segir Þórólfur Halldórsson sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafa nauðungarsölur líka verið felldar niður og ekki er hægt að ganga frá skilnaði svo fleira sé nefnt. „Þetta er gríðarlegur málafjöldi sem að við erum að horfa á væntanlega í einhvers staðar svona 5000 mál,“ segir Þórólfur. Verkfallið hefur haft mikil áhrif á starfsemi Landspítalans þar sem fresta hefur þurft fjölmörgum aðgerðum og rannsóknum. „Það er lengri bið á bráðamóttökum. Það eru færri sjúklingar komast að. Aðgerðum er frestað og meðferðum á sjúklingum líka frestað,“ segir Óskar Reykdalsson framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs Landspítalans. Fresta hefur þurft um 150 þúsund blóðrannsóknum á spítalanum en oft er um fleiri en eina rannsókn að ræða hjá hverjum sjúklingi. Þá hefur um 3500 myndgreiningarrannsóknum verið frestað og á þriðja þúsund sjúklinga bíða eftir að komast í röntgenrannsóknir. „Dagsdaglega er spítalinn keyrður á fullu þannig að þegar það vantar þetta mikið í starfsemina, þá hefur það áhrif á, og er alltaf öryggisógn, “ segir Óskar. Verkfallið hefur líka áhrif á aliflugaframleiðendur. Ekki er hægt að slátra fuglunum þar sem dýralæknar eru í verkfalli. „Það hefur engin slátrun átt sér stað hjá fyrirtækinu þessa viku. Húsin hjá okkur eru að fyllast. Við þó undirbjuggum okkur undir þetta verkfall hvað varðar fyrri hluta vikunnar en ástandið fer að verða mjög alvarlegt þegar að það kemur fram í næstu viku,“ segir Magnús Huldar Ingvarsson framleiðslustjóri Reykjagarðs. Þá hefur verkfallið meðal annars áhrif á innflutning á plöntum en þúsundir platna eru fastar í gámum í Sundahöfn. Plöntusjúkdómafræðingur hjá Matvælastofnun þarf að samþykkja innflutning á plöntunum og árita pappíra svo þær fáist afhentar en hann er í verkfalli. „Þetta eru viðkvæmar vörur og dagaspursmál að ná þessu inn í landið þannig að þetta hefur þegar haft slæm áhrif,“ segir Árni Stefánsson forstjóri Húsasmiðjunnar. Hann segir plönturnar ekki þola marga daga án vökvunar. Þær þorni fljótt upp og þá sé ekki hægt að selja þær. „Þetta er allavega klárlega tjón sem að myndi hlaupa á milljónum,“ segir Árni.
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira