Kaupmáttur launa aldrei hærri Willum Þór Þórsson og Þórunn Egilsdóttir skrifar 4. mars 2015 07:00 Í aðdraganda kjarasamninga undanfarna mánuði hefur töluvert verið rætt um að nauðsyn sé á miklum almennum hækkunum og verkalýðsleiðtogar sagst tilbúnir í verkfallsaðgerðir ef kröfur þeirra verða ekki samþykktar undanbragðalaust. Margir þeirra hafa haldið því fram að kjarasamningar ríkisins við kennara og lækna hafi hleypt loftinu úr blöðru samstöðu um áherslu á kaupmáttarhækkun sem réði för við síðustu kjarasamninga. Í þessari umræðu er rétt að skoða nokkuð víðara samhengi hlutanna og spyrja sig að því hvað getur talist raunveruleg kjarabót fyrir launafólk? Nú er til dæmis ljóst að árangur síðustu kjarasamninga er ótvírætt sá að kaupmáttur hefur aukist, jafnvel meira en margir þorðu að vona. Sú skynsamlega nálgun að ríkið og aðilar vinnumarkaðarins vinni saman að því að auka ráðstöfunartekjur og bæta kaupmátt hefur því skilað því sem vonast var til og jafnvel gott betur. Margir hnussa þó yfir slíkum boðskap. En þá er á það að líta að kaupmáttur mælir einfaldlega hvað hægt er að kaupa fyrir innihaldið í launaumslaginu. Ef kaupmáttur eykst um 5,3%, eins og hann hefur gert undanfarið ár, þýðir það að hægt er að bæta 5,3% meiri vörum í innkaupakerruna en áður fyrir sömu krónurnar. Slík búbót fyrir launamenn hefur sannarlega ekki verið á hverju strái undanfarin ár. Þessi nálgun ríkis og aðila vinnumarkaðarins hefur skilað því að kaupmáttur launa á Íslandi hefur aldrei mælst hærri en nú. Líklega er þó enn mikilvægari staðreynd fyrir allt almennt launafólk og heimili í landinu, að verðbólga mælist nú undir 1% og hér ríkir nú mesti verðlagsstöðugleiki sem sést hefur í 10 ár. Þess má geta að verðbólga hefur ekki verið minni síðan í lok árs 1994. Skynsamlegir kjarasamningar og ábyrg fjármálastjórnun í ríkisrekstrinum hafa átt sinn þátt í því að ná þessum árangri stöðugleika og aukins kaupmáttar. Það er augljóst að það er ekki launafólki í hag að ríflegar launahækkanir 90% vinnumarkaðarins leiði til verðlagsþrýstings. Íslendingar hafa því miður alltof mikla reynslu af víxláhrifum launa og verðlags og þekkja hin skaðlegu áhrif sem raungerast í hækkun vaxtabyrði og höfuðstóls verðtryggðra lána heimilanna. Því þarf að nálgast kjarasamninga með það í huga að verja stöðugleikann og auka kaupmáttinn. Sagan sýnir að það er líklegast til heilla fyrir þjóðfélagið. Í því samtali sem framundan er væri því skynsamlegast að horfa til krónutöluhækkana lægstu launa og mildari hækkana upp launastigann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Þórunn Egilsdóttir Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kjarasamninga undanfarna mánuði hefur töluvert verið rætt um að nauðsyn sé á miklum almennum hækkunum og verkalýðsleiðtogar sagst tilbúnir í verkfallsaðgerðir ef kröfur þeirra verða ekki samþykktar undanbragðalaust. Margir þeirra hafa haldið því fram að kjarasamningar ríkisins við kennara og lækna hafi hleypt loftinu úr blöðru samstöðu um áherslu á kaupmáttarhækkun sem réði för við síðustu kjarasamninga. Í þessari umræðu er rétt að skoða nokkuð víðara samhengi hlutanna og spyrja sig að því hvað getur talist raunveruleg kjarabót fyrir launafólk? Nú er til dæmis ljóst að árangur síðustu kjarasamninga er ótvírætt sá að kaupmáttur hefur aukist, jafnvel meira en margir þorðu að vona. Sú skynsamlega nálgun að ríkið og aðilar vinnumarkaðarins vinni saman að því að auka ráðstöfunartekjur og bæta kaupmátt hefur því skilað því sem vonast var til og jafnvel gott betur. Margir hnussa þó yfir slíkum boðskap. En þá er á það að líta að kaupmáttur mælir einfaldlega hvað hægt er að kaupa fyrir innihaldið í launaumslaginu. Ef kaupmáttur eykst um 5,3%, eins og hann hefur gert undanfarið ár, þýðir það að hægt er að bæta 5,3% meiri vörum í innkaupakerruna en áður fyrir sömu krónurnar. Slík búbót fyrir launamenn hefur sannarlega ekki verið á hverju strái undanfarin ár. Þessi nálgun ríkis og aðila vinnumarkaðarins hefur skilað því að kaupmáttur launa á Íslandi hefur aldrei mælst hærri en nú. Líklega er þó enn mikilvægari staðreynd fyrir allt almennt launafólk og heimili í landinu, að verðbólga mælist nú undir 1% og hér ríkir nú mesti verðlagsstöðugleiki sem sést hefur í 10 ár. Þess má geta að verðbólga hefur ekki verið minni síðan í lok árs 1994. Skynsamlegir kjarasamningar og ábyrg fjármálastjórnun í ríkisrekstrinum hafa átt sinn þátt í því að ná þessum árangri stöðugleika og aukins kaupmáttar. Það er augljóst að það er ekki launafólki í hag að ríflegar launahækkanir 90% vinnumarkaðarins leiði til verðlagsþrýstings. Íslendingar hafa því miður alltof mikla reynslu af víxláhrifum launa og verðlags og þekkja hin skaðlegu áhrif sem raungerast í hækkun vaxtabyrði og höfuðstóls verðtryggðra lána heimilanna. Því þarf að nálgast kjarasamninga með það í huga að verja stöðugleikann og auka kaupmáttinn. Sagan sýnir að það er líklegast til heilla fyrir þjóðfélagið. Í því samtali sem framundan er væri því skynsamlegast að horfa til krónutöluhækkana lægstu launa og mildari hækkana upp launastigann.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar