Lífið

Icelandic Winter Games hefjast um helgina

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Frá hátíðinni í fyrra.
Frá hátíðinni í fyrra. mynd/iwg
Hátíðin Icelandic Winter Games (IWG), eða íslensku vetrarleikarnir, fer fram á Akureyri um helgina. Þar sameinast undir einum hatti hátíðirnar Éljagangur og IWG.

Fjöldi erlendra keppenda hefur skráð sig til leiks en keppnin er nú orðinn partur af AFP mótaröðinni. Verðlaunaféð fyrir efstu þrjú sætin á aðalviðburðinum er alls þrjár milljónir króna.

Að auki verður boðið upp á námskeið í brettaleikni og í freeskiing. Kennari á brettanámskeiðinu verður enginn annar en Einar Stefánsson, 21 árs Akureyringur og gullverðlaunahafi á IWG 2014. Einar hefur verið við nám í snjóbrettaskóla í Salem í Svíþjóð og ferðast um heiminn til að keppa á bretti og framleiða myndbönd.

Að auki munu nokkrir fremstu freeskiing menn heimsins kenna gestum á íþróttina. Þeirra á meðal má nefna Norðmanninn Aleksander Aurdal sem keppti fyrir hönd þjóðar sinnar á Ólympíuleikunum í Sochi og náði þar 7. sæti.

Skráningar á námskeiðið eru í fullum gangi á heimasíðu IWG. Meðfylgjandi er kynningarmyndband hátíðarinnar og fáein sýnishorn af fimi Aleksander Aurdal.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×