Hafa karlar ekki sama rétt og konur á niðurgreiðslu? Hannes Ívarsson skrifar 10. janúar 2015 07:00 Þegar fólk veikist af lífsógnandi sjúkdómum, eins og krabbameini, koma Sjúkratryggingar á móts við sjúklinga með niðurgreiðslu á nauðsynlegum lyfjum og ýmsum tækjum og búnaði sem sjúklingar þurfa á að halda. Þar má t.d. nefna að konur sem veikjast af brjóstakrabbameini fá nauðsynleg hormónalyf niðurgreidd auk þess sem þær þurfa ekki að bera nema hluta kostnaðar við uppbyggingu brjósta, við kaup á hárkollum, tattúveringu og fleira því tengt. Að sjálfsögðu þykir engum þetta tiltökumál – enda brjóst og útlit stór hluti af sjálfsímynd kvenna. En öðru máli virðist gegna um karlmenn sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli. Fylgikvillar slíkrar aðgerðar eru þeir að karlmenn þurfa að kljást við risvandamál og þurfa því að taka inn sérstakt lyf til að geta stundað kynlíf. Þessi lyf eru aftur á móti ekki niðurgreidd af Sjúkratryggingum og því verða karlmenn, sem fá þessa tegund krabbameins, að greiða að fullu þau lyf sem hjálpa þeim að þessu leyti. Mánaðarskammtur af lyfjunum kostar karlmenn um 20–40 þúsund krónur. Varla þarf að taka fram að það er mikið áfall að greinast með krabbamein, bæði fyrir konur og karla. Þær afleiðingar sem blöðruhálskrabbamein hefur á kynlíf karla, þ.e. risvandamál, vega mjög að karlmennskuímynd karla, rétt eins og brjóstnám vegur að kvenímynd kvenna. Engu að síður erum við karlar, sem eigum við þetta vandamála að stríða eftir krabbameinsmeðferð, látnir greiða að fullu þau lyf sem nauðsynleg eru. Þá höfum við einnig þurft að greiða fullu verði fyrir sérstaka pumpu sem ráðlagt er að nota til að auka blóðstreymi að getnaðarlimnum. Sú pumpa kostar um 40.000 krónur. Sjálfur sótti ég um niðurgreiðslu á þessum búnaði og lyfjum en fékk synjun. Risvandamál eru alltaf feimnismál hjá karlmönnum og því ekki algengt að þeir ræði þessi mál opinberlega. Engu að síður er nauðsynlegt að benda á þetta óréttlæti tryggingakerfisins og til þess að gera það þarf að tala tæpitungulaust um þessi mál. Kynlíf er einn af grunnþáttum í lífi allra og stór hluti af sjálfsmynd og sjálfstrausti karla er að geta stundað kynlíf. Það ætti því að vera lagt að jöfnu í heilbrigðiskerfinu að niðurgreiða hjálpartæki og lyf karlmanna til þess að stunda kynlíf – rétt eins og konum er hjálpað til þess að viðhalda kvenleika sínum með uppbyggingu brjósta. Annað er óréttlæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Þegar fólk veikist af lífsógnandi sjúkdómum, eins og krabbameini, koma Sjúkratryggingar á móts við sjúklinga með niðurgreiðslu á nauðsynlegum lyfjum og ýmsum tækjum og búnaði sem sjúklingar þurfa á að halda. Þar má t.d. nefna að konur sem veikjast af brjóstakrabbameini fá nauðsynleg hormónalyf niðurgreidd auk þess sem þær þurfa ekki að bera nema hluta kostnaðar við uppbyggingu brjósta, við kaup á hárkollum, tattúveringu og fleira því tengt. Að sjálfsögðu þykir engum þetta tiltökumál – enda brjóst og útlit stór hluti af sjálfsímynd kvenna. En öðru máli virðist gegna um karlmenn sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli. Fylgikvillar slíkrar aðgerðar eru þeir að karlmenn þurfa að kljást við risvandamál og þurfa því að taka inn sérstakt lyf til að geta stundað kynlíf. Þessi lyf eru aftur á móti ekki niðurgreidd af Sjúkratryggingum og því verða karlmenn, sem fá þessa tegund krabbameins, að greiða að fullu þau lyf sem hjálpa þeim að þessu leyti. Mánaðarskammtur af lyfjunum kostar karlmenn um 20–40 þúsund krónur. Varla þarf að taka fram að það er mikið áfall að greinast með krabbamein, bæði fyrir konur og karla. Þær afleiðingar sem blöðruhálskrabbamein hefur á kynlíf karla, þ.e. risvandamál, vega mjög að karlmennskuímynd karla, rétt eins og brjóstnám vegur að kvenímynd kvenna. Engu að síður erum við karlar, sem eigum við þetta vandamála að stríða eftir krabbameinsmeðferð, látnir greiða að fullu þau lyf sem nauðsynleg eru. Þá höfum við einnig þurft að greiða fullu verði fyrir sérstaka pumpu sem ráðlagt er að nota til að auka blóðstreymi að getnaðarlimnum. Sú pumpa kostar um 40.000 krónur. Sjálfur sótti ég um niðurgreiðslu á þessum búnaði og lyfjum en fékk synjun. Risvandamál eru alltaf feimnismál hjá karlmönnum og því ekki algengt að þeir ræði þessi mál opinberlega. Engu að síður er nauðsynlegt að benda á þetta óréttlæti tryggingakerfisins og til þess að gera það þarf að tala tæpitungulaust um þessi mál. Kynlíf er einn af grunnþáttum í lífi allra og stór hluti af sjálfsmynd og sjálfstrausti karla er að geta stundað kynlíf. Það ætti því að vera lagt að jöfnu í heilbrigðiskerfinu að niðurgreiða hjálpartæki og lyf karlmanna til þess að stunda kynlíf – rétt eins og konum er hjálpað til þess að viðhalda kvenleika sínum með uppbyggingu brjósta. Annað er óréttlæti.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun