Úps, gerði það aftur Bolli Héðinsson skrifar 28. október 2015 07:00 Landsbankinn seldi frá sér eign til útvalinna vildarvina, eignarhlut sinn í Borgun. Arion banki seldi frá sér eign sína í Símanum til útvalinna vildarvina áður en pöpullinn og lífeyrissjóðirnir fengu tækifæri til að kaupa. Fjármálaráðherrann og flokksbræður hans hrópa nú hver um annan þveran í heilagri vandlætingu yfir þeirri rangsleitni sem hér hefur átt sér stað, en bara þegar Arion banki seldi. Enga vandlætingu er að finna hjá þeim yfir því þegar Landsbanki seldi í Borgun. Hvað veldur?Allir bankarnir í reynd á forræði ríkisins Bæði þessi tilvik eru nákvæmlega eins vaxin. Viðskiptabankar, reknir á ábyrgð ríkissjóðs sem ábyrgist allar innistæður þeirra, eru að losa sig við eignir. Eftir söluna á Borgun vantaði ekki að einhverjir embættismenn viðurkenndu mistök en enginn var látinn sæta ábyrgð. Síðan þegar þetta gerist núna aftur við söluna á Símanum þá skáka menn í því skjólinu og segja einfaldlega „úps, gerði það aftur“ vitandi vits að ekki nokkur sála, hvorki stjórnmálamenn né embættismenn þurfa að sæta ábyrgð.Dreift eignarhald … kanntu annan? Þegar nú er til umræðu sala ríkisins á Íslandsbanka og Landsbanka vantar ekki að ráðamenn komi fram og lofi dreifðri eignaraðild, opnu söluferli o.s.frv. Hljómar kunnuglega? Öll munum við þegar Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur lofuðu hinu sama við fyrri einkavæðingu bankanna, dreifðri eignaraðild, opnu söluferli og þar fram eftir götunum. En hvað kom á daginn? Um leið og góðvinir flokkanna birtust (góðvinir sem síðan reyndust vera „óreiðumenn“) var öllum hugmyndum um dreifða eignaraðild kastað fyrir róða og vinunum seldir bankarnir. Því skyldi það ekki gerast aftur? Er nokkuð að marka yfirlýsingar ráðherra Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks núna frekar en þá? Undanfarin misseri höfum við séð hvernig ótvíræð loforð, gefin fyrir síðustu kosningar, loforð sem spiluð eru aftur og aftur fyrir ráðherrana skipta þá nákvæmlega engu máli. Þeir yppta einfaldlega öxlum og láta sem loforð hermd upp á þá með þeirra eigin orðum, spiluð ítrekað upphátt fyrir þá opinberlega, skipti þá bara alls engu máli. Hvarflar að einhverjum að trúa þeim núna? Er einhver ástæða til að ætla að eignir bankanna og loks bankarnir sjálfir verði ekki einmitt seldir vildarvinum í hæfilegum skömmtum og í hvert sinn heyrist bara „úps, gerði það aftur“ og öxlunum yppt yfir öllum fögru loforðunum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Borgunarmálið Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Landsbankinn seldi frá sér eign til útvalinna vildarvina, eignarhlut sinn í Borgun. Arion banki seldi frá sér eign sína í Símanum til útvalinna vildarvina áður en pöpullinn og lífeyrissjóðirnir fengu tækifæri til að kaupa. Fjármálaráðherrann og flokksbræður hans hrópa nú hver um annan þveran í heilagri vandlætingu yfir þeirri rangsleitni sem hér hefur átt sér stað, en bara þegar Arion banki seldi. Enga vandlætingu er að finna hjá þeim yfir því þegar Landsbanki seldi í Borgun. Hvað veldur?Allir bankarnir í reynd á forræði ríkisins Bæði þessi tilvik eru nákvæmlega eins vaxin. Viðskiptabankar, reknir á ábyrgð ríkissjóðs sem ábyrgist allar innistæður þeirra, eru að losa sig við eignir. Eftir söluna á Borgun vantaði ekki að einhverjir embættismenn viðurkenndu mistök en enginn var látinn sæta ábyrgð. Síðan þegar þetta gerist núna aftur við söluna á Símanum þá skáka menn í því skjólinu og segja einfaldlega „úps, gerði það aftur“ vitandi vits að ekki nokkur sála, hvorki stjórnmálamenn né embættismenn þurfa að sæta ábyrgð.Dreift eignarhald … kanntu annan? Þegar nú er til umræðu sala ríkisins á Íslandsbanka og Landsbanka vantar ekki að ráðamenn komi fram og lofi dreifðri eignaraðild, opnu söluferli o.s.frv. Hljómar kunnuglega? Öll munum við þegar Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur lofuðu hinu sama við fyrri einkavæðingu bankanna, dreifðri eignaraðild, opnu söluferli og þar fram eftir götunum. En hvað kom á daginn? Um leið og góðvinir flokkanna birtust (góðvinir sem síðan reyndust vera „óreiðumenn“) var öllum hugmyndum um dreifða eignaraðild kastað fyrir róða og vinunum seldir bankarnir. Því skyldi það ekki gerast aftur? Er nokkuð að marka yfirlýsingar ráðherra Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks núna frekar en þá? Undanfarin misseri höfum við séð hvernig ótvíræð loforð, gefin fyrir síðustu kosningar, loforð sem spiluð eru aftur og aftur fyrir ráðherrana skipta þá nákvæmlega engu máli. Þeir yppta einfaldlega öxlum og láta sem loforð hermd upp á þá með þeirra eigin orðum, spiluð ítrekað upphátt fyrir þá opinberlega, skipti þá bara alls engu máli. Hvarflar að einhverjum að trúa þeim núna? Er einhver ástæða til að ætla að eignir bankanna og loks bankarnir sjálfir verði ekki einmitt seldir vildarvinum í hæfilegum skömmtum og í hvert sinn heyrist bara „úps, gerði það aftur“ og öxlunum yppt yfir öllum fögru loforðunum?
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar