Ánægðir viðskiptavinir með lágmarkstilkostnaði Guðný Benediktsdóttir skrifar 28. október 2015 08:00 Straumlínustjórnun eða „Lean“ er aðferð sem beitt er við stjórnun fyrirtækja þar sem áherslan er á að hámarka ánægju viðskiptavina með lágmarks tilkostnaði og sóun. Aðferðin á rætur sínar að rekja til Japans á níunda áratugnum þar sem vöruframleiðendur s.s. Toyota höfðu þróað ákveðna aðferð við stjórnun sem var að skila árangri sem eftir var tekið. Þrátt fyrir að aðferðin hafi komið fyrst fram hjá framleiðslufyrirtækjum þykir hún eiga alveg eins við í þjónustufyrirtæki. Það að þekkja það sem hefur virði fyrir viðskiptavininn, hámarka virðið og framkvæma með lágmarks tilkostnaði og sóun hlýtur að geta átt við allan fyrirtækjarekstur. Aðferðin byggist á því að líta á starfsemi fyrirtækis sem virðisstrauma. Virðisstraumur er samansafn aðgerða sem skipta má í þrjá flokka: aðgerðir sem skapa virði fyrir viðskiptavininn, aðgerðir sem skapa ekki virði en eru óhjákvæmilegar og aðgerðir sem skapa ekki virði og eru óþarfar. Skilgreina þarf virðisstraumana og þær aðgerðir sem þeim tilheyra. Markvisst og reglulega er svo farið í gegn um aðgerðir / ferla hvers virðisstraums með það að markmiði að auka skilvirkni og koma í veg fyrir sóun á tíma, fjármunum og aðföngum. Þau fyrirtæki sem beita þessari aðferð við stjórnun hætta að einblína á ákveðna tækni, eignir eða svið, heldur leggja áherslu á vöruna/þjónustuna og fylgjast markvisst með virðisstraumum þvert í gegn um fyrirtækið. Greint er hvað það er í raun sem er einhvers virði fyrir viðskiptavininn og áhersla lögð á það í framleiðslunni / þjónustunni. Þessi áhersla eykur ánægju viðskiptavina. Með þátttöku í umbótastarfi geta starfsmenn haft áhrif á starfsumhverfi sitt og aukið þar með starfsánægju sína. Fyrirtæki sem beita þessari aðferðafræði við stjórnun geta því komist í ákjósanlega stöðu, bæði með ánægða viðskiptavini og ánægða starfsmenn. Að ná valdi á straumlínustjórnun er ekki átaksverkefni heldur krefst hugarfarsbreytingar hjá öllum í fyrirtækinu. Leggja þarf áherslu á virði fyrir viðskiptavininn. Innleiða þarf menningu stöðugra umbóta þannig að sjálfsagt þyki að vera ávallt að bæta ferla og umhverfi með lágmarks sóun að markmiði. Verkfærin í boði eru af ýmsum toga s.s. Kanban, Kaizen, Gembawalks, 5S. Hvert fyrirtæki þarf að finna þau verkfæri sem henta því og raða saman í sinn verkfærakassa. Þegar fyrirtæki ákveður að „Lean“-væðast er það fyrst og fremst hugarfarsbreyting sem verið er að innleiða, aðferðir til að styðja við hana koma svo í kjölfarið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Straumlínustjórnun eða „Lean“ er aðferð sem beitt er við stjórnun fyrirtækja þar sem áherslan er á að hámarka ánægju viðskiptavina með lágmarks tilkostnaði og sóun. Aðferðin á rætur sínar að rekja til Japans á níunda áratugnum þar sem vöruframleiðendur s.s. Toyota höfðu þróað ákveðna aðferð við stjórnun sem var að skila árangri sem eftir var tekið. Þrátt fyrir að aðferðin hafi komið fyrst fram hjá framleiðslufyrirtækjum þykir hún eiga alveg eins við í þjónustufyrirtæki. Það að þekkja það sem hefur virði fyrir viðskiptavininn, hámarka virðið og framkvæma með lágmarks tilkostnaði og sóun hlýtur að geta átt við allan fyrirtækjarekstur. Aðferðin byggist á því að líta á starfsemi fyrirtækis sem virðisstrauma. Virðisstraumur er samansafn aðgerða sem skipta má í þrjá flokka: aðgerðir sem skapa virði fyrir viðskiptavininn, aðgerðir sem skapa ekki virði en eru óhjákvæmilegar og aðgerðir sem skapa ekki virði og eru óþarfar. Skilgreina þarf virðisstraumana og þær aðgerðir sem þeim tilheyra. Markvisst og reglulega er svo farið í gegn um aðgerðir / ferla hvers virðisstraums með það að markmiði að auka skilvirkni og koma í veg fyrir sóun á tíma, fjármunum og aðföngum. Þau fyrirtæki sem beita þessari aðferð við stjórnun hætta að einblína á ákveðna tækni, eignir eða svið, heldur leggja áherslu á vöruna/þjónustuna og fylgjast markvisst með virðisstraumum þvert í gegn um fyrirtækið. Greint er hvað það er í raun sem er einhvers virði fyrir viðskiptavininn og áhersla lögð á það í framleiðslunni / þjónustunni. Þessi áhersla eykur ánægju viðskiptavina. Með þátttöku í umbótastarfi geta starfsmenn haft áhrif á starfsumhverfi sitt og aukið þar með starfsánægju sína. Fyrirtæki sem beita þessari aðferðafræði við stjórnun geta því komist í ákjósanlega stöðu, bæði með ánægða viðskiptavini og ánægða starfsmenn. Að ná valdi á straumlínustjórnun er ekki átaksverkefni heldur krefst hugarfarsbreytingar hjá öllum í fyrirtækinu. Leggja þarf áherslu á virði fyrir viðskiptavininn. Innleiða þarf menningu stöðugra umbóta þannig að sjálfsagt þyki að vera ávallt að bæta ferla og umhverfi með lágmarks sóun að markmiði. Verkfærin í boði eru af ýmsum toga s.s. Kanban, Kaizen, Gembawalks, 5S. Hvert fyrirtæki þarf að finna þau verkfæri sem henta því og raða saman í sinn verkfærakassa. Þegar fyrirtæki ákveður að „Lean“-væðast er það fyrst og fremst hugarfarsbreyting sem verið er að innleiða, aðferðir til að styðja við hana koma svo í kjölfarið.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar