Handbolti

Besta sóknin og besta vörnin mætast í Eyjum á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það mun reyna á Evu Margréti Kristinsdóttur og Gróttuvörnina í kvöld.
Það mun reyna á Evu Margréti Kristinsdóttur og Gróttuvörnina í kvöld. Vísir/Valli
Topplið Olís-deildar kvenna í handbolta mætast í Vestmannaeyjum annað kvöld þegar topplið ÍBV tekur á móti Íslandsmeisturum Gróttu í síðasta leik áttundu umferðar.

Bæði liðin hafa fullt hús eftir sjö leiki en þau hafa farið ólíkt að við að landa sigrunum í vetur.

Eyjakonur hafa skorað mest allra liða í deildinni eða 222 mörk í 7 leikjum sem gera 31,7 mörk að meðaltali. Gróttuliðið var hinsvegar aðeins í sjöunda sæti yfir flest mörk skoruð fyrir áttundu umferðina.

Fyrir leiki liðanna í áttundu umferð höfðu því sex lið skorað fleiri mörk en Grótta eða lið ÍBV (1. sæti), Fram (3. sæti), Selfoss (5. sæti), Hauka (4. sæti), Vals (5. sæti) og Stjörnunnar (7. sæti). Grótta var ekki einu sinn eitt í sjöunda sætinu því Fylkisliðið hafði skorað jafnmörg mörk.

Sunna María Einarsdóttir er markahæsti leikmaður Gróttuliðsins með 34 mörk en þrjár Eyjakonur hafa skorað meira en hún þar af hefur Vera Lopes skorað 54 mörk í fyrstu sjö leikjum ÍBV í vetur.

Þegar kemur að varnarleiknum þá átti hinsvegar ekkert lið roð við Gróttukonur sem hafa aðeins fengið á sig 116 mörk í fyrstu sjö leikjunum eða bara 16,6 mörk að meðaltali í leik.

Gróttukonur voru með fimmtán marka forskot á næsta lið sem var Valur (131 mark á sig eða 18,7 í leik) og hafa fengið á sig 50 mörkum færra en Eyjakonur í fyrstu sjö umferðunum.

Eyjaliðið var líka bara í sjöunda til áttunda sæti yfir fæst mörk fengið á sig í fyrstu sjö umferðum Olís-deildar kvenna í vetur.



Flest mörk skoruð í 1. til 7. umferð Olís-deildar kvenna:

1. ÍBV 222

2. Fram 204

3. Selfoss 203

4. Haukar 199

5. Stjarnan 184

6. Valur 180

7. Fylkir 166

7. Grótta 166

9. Fjölnir 159

Fæst mörk fengin á sig í 1. til 7. umferð Olís-deildar kvenna:

1. Grótta 116

2. Valur 131

3. Fram 137

4. Hk 153

5. Stjarnan 155

6. Haukar 160

7. FH 166

7. ÍBV 166

9. Selfoss 174

9. KA/Þór 174 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×