Eru skoðanir unglinga ómarktækar? Alex Daði Blöndal Sigurðsson skrifar 6. mars 2015 13:54 Að segja skoðun sína á hinum ýmsu málum er eitthvað sem allir ættu að hafa rétt á í okkar samfélagi og raunar alls staðar í heiminum. Íslendingar eru mjög góðir í því að segja skoðun sína á alls kyns hlutum og oft á tíðum um það sem skiptir bókstaflega engu máli. Með tilkomu internetsins hefur þetta færst verulega í aukana og við Íslendingar viljum taka þátt í umræðunni hvort sem hún eru á vinalegu nótunum eður ei. Þegar kemur að því að tjá sig er hins vegar oft eins og við unglingarnir séum ekki jafn markverðir og þeir sem eldri eru. Skoðun okkar er mögulega ekki tekin jafn gild og ef einhver á fullorðinsaldri myndi segja slíkt hið sama. Í Barnasáttmálanum standa eftirfarandi orð: „Börn og unglingar eiga að hafa tjáningarfrelsi. Það felur í sér rétt til að leita að, taka viðog miðla hvers kyns vitneskju og hugmyndum. Þau eiga réttá að tjásigí tali, rituðu máli, mynd og söng eða á einhvern annan hátt, svo framarlega sem þau trufla ekki eða særa annað fólk.“ Fyrir mér er málið ekki endilega það að við unglingarnir megum ekki tjá okkur heldur frekar sú staðreynd að þegar við ákveðum að miðla skoðunum okkar þá er stundum lítið mark tekið á því. Ég veit fyrir víst að fullorðið fólk hefur gengið í gegnum meira en við unga fólkið og hefur þar af leiðandi meiri reynslu af því að standast áskoranir og hindranir hins daglega lífs. Hins vegar er það stundum þannig að þegar unglingur og fullorðinn einstaklingur tjá sig um sama málefnið þá er tilhneigingin sú að frekar sé tekið mark á þeim fullorðna, jafnvel þó unglingurinn hafi betri rök. Þetta er í raun og veru ekkert ofboðslegt vandamál hér á landi en gæti orðið til þess að í framtíðinni muni unglingar hræðast að segja hvað þeim finnst. Auðvitað er þetta mismunandi eftir hvar maður er, í hvaða skóla maður er o.s.frv. Þegar öllu er á botninn hvolft viljum við unglingarnir aðeins að það sé hlustað á okkur endrum og sinnum. Að koma skoðunum sínum á framfæri er réttur allra hér á Íslandi, líka barna og unglinga. Oft á tíðum virðist þó gleymast að sjá hvað við unglingarnir höfum fram að færa. Við höfum auðvitað ekki jafn góða reynslu og fullorðnir einstaklingar en í ýmsum málefnum höfum við ýmislegt fyrir okkur. Við eigum til að luma á ágætis lausnum og fullorðnir eru tiltölulega iðnir við að hunsa það. Fólk sem er vaxið úr grasi gæti mögulega lagað þetta og hlustað á rödd unga fólksins sem er kannski ekki eins hávær og þeirra sem eldri eru. Höfundur er nemi í 10. bekk Giljaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Að segja skoðun sína á hinum ýmsu málum er eitthvað sem allir ættu að hafa rétt á í okkar samfélagi og raunar alls staðar í heiminum. Íslendingar eru mjög góðir í því að segja skoðun sína á alls kyns hlutum og oft á tíðum um það sem skiptir bókstaflega engu máli. Með tilkomu internetsins hefur þetta færst verulega í aukana og við Íslendingar viljum taka þátt í umræðunni hvort sem hún eru á vinalegu nótunum eður ei. Þegar kemur að því að tjá sig er hins vegar oft eins og við unglingarnir séum ekki jafn markverðir og þeir sem eldri eru. Skoðun okkar er mögulega ekki tekin jafn gild og ef einhver á fullorðinsaldri myndi segja slíkt hið sama. Í Barnasáttmálanum standa eftirfarandi orð: „Börn og unglingar eiga að hafa tjáningarfrelsi. Það felur í sér rétt til að leita að, taka viðog miðla hvers kyns vitneskju og hugmyndum. Þau eiga réttá að tjásigí tali, rituðu máli, mynd og söng eða á einhvern annan hátt, svo framarlega sem þau trufla ekki eða særa annað fólk.“ Fyrir mér er málið ekki endilega það að við unglingarnir megum ekki tjá okkur heldur frekar sú staðreynd að þegar við ákveðum að miðla skoðunum okkar þá er stundum lítið mark tekið á því. Ég veit fyrir víst að fullorðið fólk hefur gengið í gegnum meira en við unga fólkið og hefur þar af leiðandi meiri reynslu af því að standast áskoranir og hindranir hins daglega lífs. Hins vegar er það stundum þannig að þegar unglingur og fullorðinn einstaklingur tjá sig um sama málefnið þá er tilhneigingin sú að frekar sé tekið mark á þeim fullorðna, jafnvel þó unglingurinn hafi betri rök. Þetta er í raun og veru ekkert ofboðslegt vandamál hér á landi en gæti orðið til þess að í framtíðinni muni unglingar hræðast að segja hvað þeim finnst. Auðvitað er þetta mismunandi eftir hvar maður er, í hvaða skóla maður er o.s.frv. Þegar öllu er á botninn hvolft viljum við unglingarnir aðeins að það sé hlustað á okkur endrum og sinnum. Að koma skoðunum sínum á framfæri er réttur allra hér á Íslandi, líka barna og unglinga. Oft á tíðum virðist þó gleymast að sjá hvað við unglingarnir höfum fram að færa. Við höfum auðvitað ekki jafn góða reynslu og fullorðnir einstaklingar en í ýmsum málefnum höfum við ýmislegt fyrir okkur. Við eigum til að luma á ágætis lausnum og fullorðnir eru tiltölulega iðnir við að hunsa það. Fólk sem er vaxið úr grasi gæti mögulega lagað þetta og hlustað á rödd unga fólksins sem er kannski ekki eins hávær og þeirra sem eldri eru. Höfundur er nemi í 10. bekk Giljaskóla.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar