Fjármálafræðsla er nauðsynleg Kristín Lúðvíksdóttir skrifar 6. mars 2015 07:00 Peningar skipa veigamikinn sess í lífi unglinga líkt og annarra. En kann ungt fólk að fara með peninga? Eru nemendur í grunn- og framhaldsskólum vel læsir á fjármál? Þótt fjármálafræðsla sé ekki sjálfstæð námsgrein í aðalnámskrá grunn- og framhaldsskóla kemur hún við sögu í ýmsum kennslugreinum. En betur má ef duga skal. Á næstu dögum mun hópur starfsmanna aðildarfélaga Samtaka fjármálafyrirtækja heimsækja efstu bekki grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni til þess að kynna Fjármálavit. Fjármálavit er verkefni sem Samtök fjármálafyrirtækja hafa undirbúið í vetur og gengur út á að þróa kennsluefni um fjármál fyrir nemendur í grunnskólum. Við þróun efnisins voru haldnar vinnustofur með nemendum, kennurum og starfsfólki í fjármálafyrirtækjum til að fá fram hvað það er sem skiptir máli þegar kemur að kunnáttu um fjármál. Efnið var svo unnið í samvinnu við kennara og kennaranema. Við vinnslu efnisins var horft til þess að það endurspegli raunverulegt umhverfi ungs fólks og að það veki áhuga þess. Með framtakinu eru samtökin að horfa til systursamtaka sinna í Evrópu, þá sérstaklega í Hollandi, en þar í landi hafa samtök fjármálafyrirtækja undanfarin ár boðið upp á kennsluefni og heimsótt skóla um allt land með fjármálafræðslu við góðar undirtektir nemenda. Kynningin á Fjármálaviti helst í hendur við hina Evrópsku peningaviku sem stendur yfir dagana 9. til 13. mars. Markmiðið með vikunni er að vekja athygli á þörfinni fyrir aukið fjármálalæsi hjá ungu fólki og skapa umræðu. Framtak eins og Fjármálavit er góður vettvangur fyrir samvinnu kennara og starfsmanna fjármálafyrirtækja til að miðla sameiginlegri þekkingu sinni og stuðla að góðu fjármálalæsi unglinga. Samtök fjármálafyrirtækja hafa um árabil lagt mikla áherslu á eflingu fjármálafræðslu hér á landi. Á undanförnum árum hafa samtökin meðal annars fjármagnað tilraunakennslu í fjármálafræðslu í grunn- og framhaldsskólum og tekið virkan þátt í vinnuhópum stjórnvalda um eflingu fjármálalæsis. Það starf hefur varpað ljósi á að mikill áhugi og vilji er á meðal kennara og þeirra sem koma að fræðslumálum að efla fjármálafræðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Peningar skipa veigamikinn sess í lífi unglinga líkt og annarra. En kann ungt fólk að fara með peninga? Eru nemendur í grunn- og framhaldsskólum vel læsir á fjármál? Þótt fjármálafræðsla sé ekki sjálfstæð námsgrein í aðalnámskrá grunn- og framhaldsskóla kemur hún við sögu í ýmsum kennslugreinum. En betur má ef duga skal. Á næstu dögum mun hópur starfsmanna aðildarfélaga Samtaka fjármálafyrirtækja heimsækja efstu bekki grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni til þess að kynna Fjármálavit. Fjármálavit er verkefni sem Samtök fjármálafyrirtækja hafa undirbúið í vetur og gengur út á að þróa kennsluefni um fjármál fyrir nemendur í grunnskólum. Við þróun efnisins voru haldnar vinnustofur með nemendum, kennurum og starfsfólki í fjármálafyrirtækjum til að fá fram hvað það er sem skiptir máli þegar kemur að kunnáttu um fjármál. Efnið var svo unnið í samvinnu við kennara og kennaranema. Við vinnslu efnisins var horft til þess að það endurspegli raunverulegt umhverfi ungs fólks og að það veki áhuga þess. Með framtakinu eru samtökin að horfa til systursamtaka sinna í Evrópu, þá sérstaklega í Hollandi, en þar í landi hafa samtök fjármálafyrirtækja undanfarin ár boðið upp á kennsluefni og heimsótt skóla um allt land með fjármálafræðslu við góðar undirtektir nemenda. Kynningin á Fjármálaviti helst í hendur við hina Evrópsku peningaviku sem stendur yfir dagana 9. til 13. mars. Markmiðið með vikunni er að vekja athygli á þörfinni fyrir aukið fjármálalæsi hjá ungu fólki og skapa umræðu. Framtak eins og Fjármálavit er góður vettvangur fyrir samvinnu kennara og starfsmanna fjármálafyrirtækja til að miðla sameiginlegri þekkingu sinni og stuðla að góðu fjármálalæsi unglinga. Samtök fjármálafyrirtækja hafa um árabil lagt mikla áherslu á eflingu fjármálafræðslu hér á landi. Á undanförnum árum hafa samtökin meðal annars fjármagnað tilraunakennslu í fjármálafræðslu í grunn- og framhaldsskólum og tekið virkan þátt í vinnuhópum stjórnvalda um eflingu fjármálalæsis. Það starf hefur varpað ljósi á að mikill áhugi og vilji er á meðal kennara og þeirra sem koma að fræðslumálum að efla fjármálafræðslu.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun