Fjármálafræðsla er nauðsynleg Kristín Lúðvíksdóttir skrifar 6. mars 2015 07:00 Peningar skipa veigamikinn sess í lífi unglinga líkt og annarra. En kann ungt fólk að fara með peninga? Eru nemendur í grunn- og framhaldsskólum vel læsir á fjármál? Þótt fjármálafræðsla sé ekki sjálfstæð námsgrein í aðalnámskrá grunn- og framhaldsskóla kemur hún við sögu í ýmsum kennslugreinum. En betur má ef duga skal. Á næstu dögum mun hópur starfsmanna aðildarfélaga Samtaka fjármálafyrirtækja heimsækja efstu bekki grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni til þess að kynna Fjármálavit. Fjármálavit er verkefni sem Samtök fjármálafyrirtækja hafa undirbúið í vetur og gengur út á að þróa kennsluefni um fjármál fyrir nemendur í grunnskólum. Við þróun efnisins voru haldnar vinnustofur með nemendum, kennurum og starfsfólki í fjármálafyrirtækjum til að fá fram hvað það er sem skiptir máli þegar kemur að kunnáttu um fjármál. Efnið var svo unnið í samvinnu við kennara og kennaranema. Við vinnslu efnisins var horft til þess að það endurspegli raunverulegt umhverfi ungs fólks og að það veki áhuga þess. Með framtakinu eru samtökin að horfa til systursamtaka sinna í Evrópu, þá sérstaklega í Hollandi, en þar í landi hafa samtök fjármálafyrirtækja undanfarin ár boðið upp á kennsluefni og heimsótt skóla um allt land með fjármálafræðslu við góðar undirtektir nemenda. Kynningin á Fjármálaviti helst í hendur við hina Evrópsku peningaviku sem stendur yfir dagana 9. til 13. mars. Markmiðið með vikunni er að vekja athygli á þörfinni fyrir aukið fjármálalæsi hjá ungu fólki og skapa umræðu. Framtak eins og Fjármálavit er góður vettvangur fyrir samvinnu kennara og starfsmanna fjármálafyrirtækja til að miðla sameiginlegri þekkingu sinni og stuðla að góðu fjármálalæsi unglinga. Samtök fjármálafyrirtækja hafa um árabil lagt mikla áherslu á eflingu fjármálafræðslu hér á landi. Á undanförnum árum hafa samtökin meðal annars fjármagnað tilraunakennslu í fjármálafræðslu í grunn- og framhaldsskólum og tekið virkan þátt í vinnuhópum stjórnvalda um eflingu fjármálalæsis. Það starf hefur varpað ljósi á að mikill áhugi og vilji er á meðal kennara og þeirra sem koma að fræðslumálum að efla fjármálafræðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Peningar skipa veigamikinn sess í lífi unglinga líkt og annarra. En kann ungt fólk að fara með peninga? Eru nemendur í grunn- og framhaldsskólum vel læsir á fjármál? Þótt fjármálafræðsla sé ekki sjálfstæð námsgrein í aðalnámskrá grunn- og framhaldsskóla kemur hún við sögu í ýmsum kennslugreinum. En betur má ef duga skal. Á næstu dögum mun hópur starfsmanna aðildarfélaga Samtaka fjármálafyrirtækja heimsækja efstu bekki grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni til þess að kynna Fjármálavit. Fjármálavit er verkefni sem Samtök fjármálafyrirtækja hafa undirbúið í vetur og gengur út á að þróa kennsluefni um fjármál fyrir nemendur í grunnskólum. Við þróun efnisins voru haldnar vinnustofur með nemendum, kennurum og starfsfólki í fjármálafyrirtækjum til að fá fram hvað það er sem skiptir máli þegar kemur að kunnáttu um fjármál. Efnið var svo unnið í samvinnu við kennara og kennaranema. Við vinnslu efnisins var horft til þess að það endurspegli raunverulegt umhverfi ungs fólks og að það veki áhuga þess. Með framtakinu eru samtökin að horfa til systursamtaka sinna í Evrópu, þá sérstaklega í Hollandi, en þar í landi hafa samtök fjármálafyrirtækja undanfarin ár boðið upp á kennsluefni og heimsótt skóla um allt land með fjármálafræðslu við góðar undirtektir nemenda. Kynningin á Fjármálaviti helst í hendur við hina Evrópsku peningaviku sem stendur yfir dagana 9. til 13. mars. Markmiðið með vikunni er að vekja athygli á þörfinni fyrir aukið fjármálalæsi hjá ungu fólki og skapa umræðu. Framtak eins og Fjármálavit er góður vettvangur fyrir samvinnu kennara og starfsmanna fjármálafyrirtækja til að miðla sameiginlegri þekkingu sinni og stuðla að góðu fjármálalæsi unglinga. Samtök fjármálafyrirtækja hafa um árabil lagt mikla áherslu á eflingu fjármálafræðslu hér á landi. Á undanförnum árum hafa samtökin meðal annars fjármagnað tilraunakennslu í fjármálafræðslu í grunn- og framhaldsskólum og tekið virkan þátt í vinnuhópum stjórnvalda um eflingu fjármálalæsis. Það starf hefur varpað ljósi á að mikill áhugi og vilji er á meðal kennara og þeirra sem koma að fræðslumálum að efla fjármálafræðslu.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun