Landsliðsþjálfari Bandaríkjanna vann háskólatitilinn í fimmta sinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. apríl 2015 11:15 Mike Krzyzewski klippir netið af körfunni eins og siður er. vísir/getty Duke Blue Devils varð bandarískur háskólameistari í körfubolta í nótt þegar liðið lagði Wisconsin Badgers, 68-63, fyrir framan 70.000 manns á Lucas Oil-vellinum í Indianapolis þar sem NFL-lið Indianapolis Colts spilar heimaleiki sína. Staðan var jöfn í hálfleik, 31-31, en ungt lið Duke var sterkara á lokasprettinum og innbyrti fimm stiga sigur. Þetta er fimmti meistaratitlinn sem Duke vinnur en allir hafa þeir unnist undir stjórn þjálfarans magnaða Mike Krzyzewski. Hann hefur þjálfað Duke síðan 1980 og tólf sinnum komið liðinu í undanúrslit NCAA-mótsins. Krzyzewski hefur vanalega byggt liðin sín upp á eldri leikmönnum sem eru í háskóla í meira en eitt ár, en að þessu sinni voru fjórir nýliðar í byrjunarliðinu og áttu þeir allir góðan leik.Jahlil Okafor og Frank Kaminsky eigast við í nótt.vísir/gettyÞjálfarinn mun væntanlega þurfa að kveðja þrjá þeirra á næstu vikum en búist er við að þeir fari í nýliðaval NBA-deildarinnar. Tyus Jones var stigahæstur á vellinum en hann skoraði 23 stig fyrir Duke. Miðherjinn Jahlil Okafor skoraði 10 stig og átti í basli með kollega sinn Frank Kaminsky í liði Wisconsin. Kaminsky skoraði 21 stig og tók 12 fráköst en hann var kjörinn besti leikmaður háskólaboltans í ár. Taldar eru miklar líkur á að Okafor verði valinn fyrstur í nýliðavalinu í NBA í ár og háskólaferilll hans verði aðeins eitt ár. Mike Krzyzewski er ekki bara þjálfari Duke heldur einnig þjálfari bandaríska landsliðsins. Eftir að hann tók við stjórn þess árið 2006 hefur það verið ósigrandi og unnið Ólympíuleikana tvívegis og HM tvisvar sinnum í röð. Hann hefur tvisvar sinnum verið tekinn inn í frægðarhöll bandaríska körfuboltans; fyrst árið 2001 fyrir magnaðan þjálfaraferil sinn og aftur árið 2010 sem hluti af Draumaliðinu, en Krzyzewski var aðstoðarþjálfari hjá Draumaliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum 1992 Körfubolti Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira
Duke Blue Devils varð bandarískur háskólameistari í körfubolta í nótt þegar liðið lagði Wisconsin Badgers, 68-63, fyrir framan 70.000 manns á Lucas Oil-vellinum í Indianapolis þar sem NFL-lið Indianapolis Colts spilar heimaleiki sína. Staðan var jöfn í hálfleik, 31-31, en ungt lið Duke var sterkara á lokasprettinum og innbyrti fimm stiga sigur. Þetta er fimmti meistaratitlinn sem Duke vinnur en allir hafa þeir unnist undir stjórn þjálfarans magnaða Mike Krzyzewski. Hann hefur þjálfað Duke síðan 1980 og tólf sinnum komið liðinu í undanúrslit NCAA-mótsins. Krzyzewski hefur vanalega byggt liðin sín upp á eldri leikmönnum sem eru í háskóla í meira en eitt ár, en að þessu sinni voru fjórir nýliðar í byrjunarliðinu og áttu þeir allir góðan leik.Jahlil Okafor og Frank Kaminsky eigast við í nótt.vísir/gettyÞjálfarinn mun væntanlega þurfa að kveðja þrjá þeirra á næstu vikum en búist er við að þeir fari í nýliðaval NBA-deildarinnar. Tyus Jones var stigahæstur á vellinum en hann skoraði 23 stig fyrir Duke. Miðherjinn Jahlil Okafor skoraði 10 stig og átti í basli með kollega sinn Frank Kaminsky í liði Wisconsin. Kaminsky skoraði 21 stig og tók 12 fráköst en hann var kjörinn besti leikmaður háskólaboltans í ár. Taldar eru miklar líkur á að Okafor verði valinn fyrstur í nýliðavalinu í NBA í ár og háskólaferilll hans verði aðeins eitt ár. Mike Krzyzewski er ekki bara þjálfari Duke heldur einnig þjálfari bandaríska landsliðsins. Eftir að hann tók við stjórn þess árið 2006 hefur það verið ósigrandi og unnið Ólympíuleikana tvívegis og HM tvisvar sinnum í röð. Hann hefur tvisvar sinnum verið tekinn inn í frægðarhöll bandaríska körfuboltans; fyrst árið 2001 fyrir magnaðan þjálfaraferil sinn og aftur árið 2010 sem hluti af Draumaliðinu, en Krzyzewski var aðstoðarþjálfari hjá Draumaliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum 1992
Körfubolti Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira