Viltu verða leikskólakennari? Anna Magnea Hreinsdóttir skrifar 29. apríl 2015 09:15 Nú fer að líða að þeim tíma ársins sem stór hópur fólks í framhaldsskólanámi tekur ákvörðun um hvaða nám það velur sér að stunda næstu árin. Talið er að fólk velji sér starfsvettvang út frá þremur atriðum, í fyrsta lagi náminu, í öðru lagi áhuga og í þriðja lagi tekjum. Á Íslandi er áætlað að þörf sé fyrir um 1.300 leikskólakennara á næstu árum og því eru möguleikar á framtíðarstarfi miklir, bæði sem almennur kennari en einnig sem deildarstjóri, aðstoðarleikskólastjóri og leikskólastjóri.Hvernig er námið? Leikskólakennaranám er stundað á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og í Háskólanum á Akureyri, bæði í staðnámi og í fjarnámi og eru nokkrar námsleiðir í boði. Til að fá leyfisbréf sem leikskólakennari þarf viðkomandi að hafa lokið fimm ára meistaranámi. Í meistaranámi sínu hafa leikskólakennaranemar tækifæri til að sérhæfa sig í t.d. foreldrasamstarfi, útikennslu, margbreytilegum barnahópi, læsi, hreyfingu svo eitthvað sé nefnt og þannig haft áhrif á nám og stefnumótun á því sviði í leikskólum landsins. Nokkrir leikskólakennarar hafa einnig lokið doktorsnámi og eru rannsóknir á menntun ungra barna vaxandi hér á landi með forgöngu Rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna (RannUng). Í Garðabæ er veittur styrkur til þeirra starfsmanna sem stunda nám meðfram starfi í leikskóla í Garðabæ í formi launa í staðlotum og vettvangsnámi, en einnig með afslætti af vinnuskyldu þegar í framhaldsnám er komið.Er starfið áhugavert? Ekkert er mikilvægara og verðmætara en börnin okkar, velferð þeirra, umönnun og þroski. Því eru leikskólakennarar að sinna helstu verðmætum þjóðarinnar á hverjum degi. Að morgni taka leikskólakennarar á móti fjölbreyttum barnahópi og fylgja þeim í gegnum daginn. Betri félagsskap í vinnunni er vart hægt að hugsa sér. Dagurinn einkennist af söng og samræðum, hreyfingu og útiveru, hvíld og slökun og miklum leik þar sem börnin læra allt milli himins og jarðar. Má þar helst nefna samskipti þar sem orðaforði barnanna er efldur og önnur málörvun fer fram. Einnig er mikið lagt upp úr næringarríkum máltíðum og daglegri útiveru sem leikskólakennarar taka fullan þátt í. Börn á leikskólum læra um sjálfbæra lífshætti, stjörnur og náttúruna, fjallað er um lífsgildin, vináttu og umburðarlyndi og börnin hvött til skapandi hugsunar. Lýðræði og mannréttindi eru kennd á hverjum degi í litlu sem stóru og börnin hvött til að segja hvað þeim finnst og að hafa áhrif á leikskólastarfið í samstarfi við leikskólakennarana. Áhugavert, ekki satt?En hverjar eru tekjurnar? Mikið hefur áunnist í samningum um laun leikskólakennara á síðustu árum. Tekjurnar eru að mörgu leyti sambærilegar þeim stéttum sem hafa sambærilega menntun. Má þar nefna kennara á öðrum skólastigum sem eru félagar í KÍ og félagar í BHM. Einnig fylgja ýmis fríðindi aðild að KÍ, svo sem aðgangur að vísindasjóði til sí- og endurmenntunar, sjúkrasjóði og orlofssjóði með góðu úrvali orlofshúsa.Ég mæli eindregið með starfinu og hvet þá sem eru að velta fyrir sér næstu skrefum að loknu framhaldsskólanámi að leita sér upplýsinga um starf leikskólakennara á vefsíðunni framtidarstarfid.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Nú fer að líða að þeim tíma ársins sem stór hópur fólks í framhaldsskólanámi tekur ákvörðun um hvaða nám það velur sér að stunda næstu árin. Talið er að fólk velji sér starfsvettvang út frá þremur atriðum, í fyrsta lagi náminu, í öðru lagi áhuga og í þriðja lagi tekjum. Á Íslandi er áætlað að þörf sé fyrir um 1.300 leikskólakennara á næstu árum og því eru möguleikar á framtíðarstarfi miklir, bæði sem almennur kennari en einnig sem deildarstjóri, aðstoðarleikskólastjóri og leikskólastjóri.Hvernig er námið? Leikskólakennaranám er stundað á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og í Háskólanum á Akureyri, bæði í staðnámi og í fjarnámi og eru nokkrar námsleiðir í boði. Til að fá leyfisbréf sem leikskólakennari þarf viðkomandi að hafa lokið fimm ára meistaranámi. Í meistaranámi sínu hafa leikskólakennaranemar tækifæri til að sérhæfa sig í t.d. foreldrasamstarfi, útikennslu, margbreytilegum barnahópi, læsi, hreyfingu svo eitthvað sé nefnt og þannig haft áhrif á nám og stefnumótun á því sviði í leikskólum landsins. Nokkrir leikskólakennarar hafa einnig lokið doktorsnámi og eru rannsóknir á menntun ungra barna vaxandi hér á landi með forgöngu Rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna (RannUng). Í Garðabæ er veittur styrkur til þeirra starfsmanna sem stunda nám meðfram starfi í leikskóla í Garðabæ í formi launa í staðlotum og vettvangsnámi, en einnig með afslætti af vinnuskyldu þegar í framhaldsnám er komið.Er starfið áhugavert? Ekkert er mikilvægara og verðmætara en börnin okkar, velferð þeirra, umönnun og þroski. Því eru leikskólakennarar að sinna helstu verðmætum þjóðarinnar á hverjum degi. Að morgni taka leikskólakennarar á móti fjölbreyttum barnahópi og fylgja þeim í gegnum daginn. Betri félagsskap í vinnunni er vart hægt að hugsa sér. Dagurinn einkennist af söng og samræðum, hreyfingu og útiveru, hvíld og slökun og miklum leik þar sem börnin læra allt milli himins og jarðar. Má þar helst nefna samskipti þar sem orðaforði barnanna er efldur og önnur málörvun fer fram. Einnig er mikið lagt upp úr næringarríkum máltíðum og daglegri útiveru sem leikskólakennarar taka fullan þátt í. Börn á leikskólum læra um sjálfbæra lífshætti, stjörnur og náttúruna, fjallað er um lífsgildin, vináttu og umburðarlyndi og börnin hvött til skapandi hugsunar. Lýðræði og mannréttindi eru kennd á hverjum degi í litlu sem stóru og börnin hvött til að segja hvað þeim finnst og að hafa áhrif á leikskólastarfið í samstarfi við leikskólakennarana. Áhugavert, ekki satt?En hverjar eru tekjurnar? Mikið hefur áunnist í samningum um laun leikskólakennara á síðustu árum. Tekjurnar eru að mörgu leyti sambærilegar þeim stéttum sem hafa sambærilega menntun. Má þar nefna kennara á öðrum skólastigum sem eru félagar í KÍ og félagar í BHM. Einnig fylgja ýmis fríðindi aðild að KÍ, svo sem aðgangur að vísindasjóði til sí- og endurmenntunar, sjúkrasjóði og orlofssjóði með góðu úrvali orlofshúsa.Ég mæli eindregið með starfinu og hvet þá sem eru að velta fyrir sér næstu skrefum að loknu framhaldsskólanámi að leita sér upplýsinga um starf leikskólakennara á vefsíðunni framtidarstarfid.is.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar