Fer úr stjórnmálum í baráttu háskólamanna jón hákon halldórsson skrifar 29. apríl 2015 08:15 Þórunn segist þurfa að setja sig inn í mörg mál á næstunni. fréttablaðið/gva Þórunn Sveinbjarnardóttir var kjörin formaður Bandalags háskólamanna á dögunum og mun því láta af starfi framkvæmdastýru Samfylkingarinnar. Þórunn hefur mikla reynslu úr stjórnmálum og var meðal annars þingmaður og ráðherra. Hún telur að reynsla sín muni koma að gagni í nýja starfinu. „Já, ég er þeirrar skoðunar, annars hefði ég ekki sóst eftir því og ég held að ég búi yfir ágætis reynslu og þekkingu. Bæði á stjórnkerfinu, samfélaginu, samfélagsmálum og margs konar pólitík. Meðal annars kjarapólitík,“ segir hún. Þórunn var kjörin í embættið 22. apríl og á sama tíma var kosið í stjórn og öll trúnaðarembætti BHM. Páll Halldórsson, fráfarandi formaður og núverandi varaformaður, fer aftur á móti fyrir viðræðunefndinni í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir og stýrir verkfallsaðgerðum. Þórunn tekur þátt í viðræðunum og vinnur með viðræðunefndinni. „Tímasetningarnar eru bara svona og mér finnst nú að ég hafi áður litið í gin ljónsins þó að það hafi kannski verið aðrar aðstæður,“ segir Þórunn, spurð að því hvort hún sé ekki að kasta sér í gin ljónsins, nú þegar kjaraviðræður eru í svo miklum hnút. „Auðvitað er þetta snúin tímasetning og margt að gerast. Og ég þarf auðvitað að setja mig inn í mörg mál á stuttum tíma. En stundum eru aðstæður bara þannig að maður þarf að gera það,“ bætir Þórunn við. Þórunn segir að aðdragandinn að því að hún gaf kost á sér sem formaður hafi verið þannig að hún var farin að horfa í kringum sig og hafði sett sér það markmið skipta um starf á þessu ári ef hún gæti. „Svo auglýsti BHM eftir formanni,“ segir hún. Þórunn er félagi í Fræðagarði, einu aðildarfélaga BHM, og gerði vart við sig. Fræðagarður ákvað því að bjóða hana fram sem sinn fulltrúa í formennsku og var Þórunn kjörin í embættið. „Ég hef aldrei átt neitt einkalíf,“ segir Þórunn og hlær þegar blaðamaður spyr hana hvort hún muni eiga eitthvert einkalíf í nýju vinnunni. „Jú, jú, verður maður ekki að reyna það. Það er engin vinna svo mikilvæg að maður fórni öllu einkalífi. En auðvitað er það þannig að þegar mikið liggur við þá þarf maður stundum að láta vinnuna ganga fyrir,“ bætir Þórunn svo við af öllu meiri alvöru. Þórunn á eina tólf ára stelpu, sem heitir Hrafnhildur, og þær eiga hund. Mæðgurnar eiga ýmis áhugamál. Þær fara saman í bíó, eru duglegar að ferðast og hafa líka gaman af því að sitja saman heima og lesa. Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir var kjörin formaður Bandalags háskólamanna á dögunum og mun því láta af starfi framkvæmdastýru Samfylkingarinnar. Þórunn hefur mikla reynslu úr stjórnmálum og var meðal annars þingmaður og ráðherra. Hún telur að reynsla sín muni koma að gagni í nýja starfinu. „Já, ég er þeirrar skoðunar, annars hefði ég ekki sóst eftir því og ég held að ég búi yfir ágætis reynslu og þekkingu. Bæði á stjórnkerfinu, samfélaginu, samfélagsmálum og margs konar pólitík. Meðal annars kjarapólitík,“ segir hún. Þórunn var kjörin í embættið 22. apríl og á sama tíma var kosið í stjórn og öll trúnaðarembætti BHM. Páll Halldórsson, fráfarandi formaður og núverandi varaformaður, fer aftur á móti fyrir viðræðunefndinni í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir og stýrir verkfallsaðgerðum. Þórunn tekur þátt í viðræðunum og vinnur með viðræðunefndinni. „Tímasetningarnar eru bara svona og mér finnst nú að ég hafi áður litið í gin ljónsins þó að það hafi kannski verið aðrar aðstæður,“ segir Þórunn, spurð að því hvort hún sé ekki að kasta sér í gin ljónsins, nú þegar kjaraviðræður eru í svo miklum hnút. „Auðvitað er þetta snúin tímasetning og margt að gerast. Og ég þarf auðvitað að setja mig inn í mörg mál á stuttum tíma. En stundum eru aðstæður bara þannig að maður þarf að gera það,“ bætir Þórunn við. Þórunn segir að aðdragandinn að því að hún gaf kost á sér sem formaður hafi verið þannig að hún var farin að horfa í kringum sig og hafði sett sér það markmið skipta um starf á þessu ári ef hún gæti. „Svo auglýsti BHM eftir formanni,“ segir hún. Þórunn er félagi í Fræðagarði, einu aðildarfélaga BHM, og gerði vart við sig. Fræðagarður ákvað því að bjóða hana fram sem sinn fulltrúa í formennsku og var Þórunn kjörin í embættið. „Ég hef aldrei átt neitt einkalíf,“ segir Þórunn og hlær þegar blaðamaður spyr hana hvort hún muni eiga eitthvert einkalíf í nýju vinnunni. „Jú, jú, verður maður ekki að reyna það. Það er engin vinna svo mikilvæg að maður fórni öllu einkalífi. En auðvitað er það þannig að þegar mikið liggur við þá þarf maður stundum að láta vinnuna ganga fyrir,“ bætir Þórunn svo við af öllu meiri alvöru. Þórunn á eina tólf ára stelpu, sem heitir Hrafnhildur, og þær eiga hund. Mæðgurnar eiga ýmis áhugamál. Þær fara saman í bíó, eru duglegar að ferðast og hafa líka gaman af því að sitja saman heima og lesa.
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent