Safnar saman gullkornum frá börnum Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 29. apríl 2015 09:30 Sverrir Björnsson teiknar skopmynd við gullkorn barnanna. Vísir/GVA Sverrir Björnsson sá eftir því að hafa ekki skrifað upp gullkorn frá eldri dóttur sinni, og eftir að hann fór að skrifa upp eftir þeirri yngri kviknaði hugmynd um vef til að safna saman gullkornum frá börnum. „Ég á tvær dætur og sá alltaf eftir að hafa ekki skrifað upp eftir þeirri eldri. Ég byrjaði að skrifa upp eftir yngri dóttur minni, sniðugar setningar sem komu upp úr henni.“ segir Sverrir Björnsson.Skopmynd eftir Sverri.Hann segist hafa farið að hugsa hvað hann gæti gert sniðugt með gullkornin og fannst hann þurfa að koma þessu á gott form. Í framhaldinu kviknaði hugmyndin að heimasíðunni Kidwits.net. Þar geta foreldar safnað saman gullkornum barna sinna, gert einfalt portrett af barninu og deilt snilldinni á Facebook. „Öll börn segja eitthvað fyndið á tímabili, það er svo gaman að sjá hvernig þau takast á við að skilja heiminn og það verður bæði fyndið og mannlegt í senn,“ segir hann. Sverrir teiknar skopmyndir við gullkornin sem munu í framhaldinu birtast í blöðum og bókum. Höfundarlaunin renna til Barnahjálpar Sameinuðu Þjóðanna. „Þetta er rétt að fara af stað,“ segir hann. Nokkur gullkorn af síðu Sverris, Kidswits.net:Mamma þegar Michael Jackson dó, tók þá Páll Óskar við? - Henrik, 4Eru ljón, tígrisdýr og tröll á Akureyri? - Óttar, 5Má ég fá hund eða kött? Það eru til tíu tegundir og þeir þurfa engin batterí. - Sunneva, 3Þegar maður deyr, þá fara beinin niður í jörðina. En húðin, hún fer upp til Guðs. - Þorbjörg, 4„Mamma, ég er með glimmer í fætinum“ (Náladofa) - Katrín, 4„Má ég núna horfa á ljóta mynd?“ (Hulda steig á vigtina og sá að hún var orðin 18 kíló) - Hulda, 4Ég smakkaði kjúkling með Barbí-sósu. - Herdís, 9Þegar Michael Jackson dó, tók þá Páll Óskar við? - Henrik, 4„Pabbi viltu lesa passwordið?“ (réttir pabba sínum málsháttinn úr páskaegginu) - Hulda, 4Hvaða guð fæddist á sumardaginn fyrsta? - Elísabet, 5„Mér er svo rosalega illt í eyrunum!“ (Skyndilega glaðnar yfir henni.) „Er ég kannski að fá göt í eyrun?“ - Sunneva, 4Í Lækjargötu við styttuna af Kristjáni konungi X að rétta Íslendingum stjórnarskrá. „Af hverju er maðurinn með fjarstýringu, hverju er hann að reyna að stjórna?“ - Sunneva, 3Það er beinagrind inní mér ... og ég er ekkert hræddur við hana! - Ari, 4 Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Sjá meira
Sverrir Björnsson sá eftir því að hafa ekki skrifað upp gullkorn frá eldri dóttur sinni, og eftir að hann fór að skrifa upp eftir þeirri yngri kviknaði hugmynd um vef til að safna saman gullkornum frá börnum. „Ég á tvær dætur og sá alltaf eftir að hafa ekki skrifað upp eftir þeirri eldri. Ég byrjaði að skrifa upp eftir yngri dóttur minni, sniðugar setningar sem komu upp úr henni.“ segir Sverrir Björnsson.Skopmynd eftir Sverri.Hann segist hafa farið að hugsa hvað hann gæti gert sniðugt með gullkornin og fannst hann þurfa að koma þessu á gott form. Í framhaldinu kviknaði hugmyndin að heimasíðunni Kidwits.net. Þar geta foreldar safnað saman gullkornum barna sinna, gert einfalt portrett af barninu og deilt snilldinni á Facebook. „Öll börn segja eitthvað fyndið á tímabili, það er svo gaman að sjá hvernig þau takast á við að skilja heiminn og það verður bæði fyndið og mannlegt í senn,“ segir hann. Sverrir teiknar skopmyndir við gullkornin sem munu í framhaldinu birtast í blöðum og bókum. Höfundarlaunin renna til Barnahjálpar Sameinuðu Þjóðanna. „Þetta er rétt að fara af stað,“ segir hann. Nokkur gullkorn af síðu Sverris, Kidswits.net:Mamma þegar Michael Jackson dó, tók þá Páll Óskar við? - Henrik, 4Eru ljón, tígrisdýr og tröll á Akureyri? - Óttar, 5Má ég fá hund eða kött? Það eru til tíu tegundir og þeir þurfa engin batterí. - Sunneva, 3Þegar maður deyr, þá fara beinin niður í jörðina. En húðin, hún fer upp til Guðs. - Þorbjörg, 4„Mamma, ég er með glimmer í fætinum“ (Náladofa) - Katrín, 4„Má ég núna horfa á ljóta mynd?“ (Hulda steig á vigtina og sá að hún var orðin 18 kíló) - Hulda, 4Ég smakkaði kjúkling með Barbí-sósu. - Herdís, 9Þegar Michael Jackson dó, tók þá Páll Óskar við? - Henrik, 4„Pabbi viltu lesa passwordið?“ (réttir pabba sínum málsháttinn úr páskaegginu) - Hulda, 4Hvaða guð fæddist á sumardaginn fyrsta? - Elísabet, 5„Mér er svo rosalega illt í eyrunum!“ (Skyndilega glaðnar yfir henni.) „Er ég kannski að fá göt í eyrun?“ - Sunneva, 4Í Lækjargötu við styttuna af Kristjáni konungi X að rétta Íslendingum stjórnarskrá. „Af hverju er maðurinn með fjarstýringu, hverju er hann að reyna að stjórna?“ - Sunneva, 3Það er beinagrind inní mér ... og ég er ekkert hræddur við hana! - Ari, 4
Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Sjá meira