Fertugur á tímamótum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. desember 2015 23:15 Tiger Woods. vísir/getty Tiger Woods fagnar fertugsafmælinu sínu í dag en afmælisdagarnir hafa örugglega oft verið betri hjá Tiger. Hann er meiddur, hefur ekki unnið risamót síðan 2008 og framtíðin er í raun óljós. Hvenær hann getur byrjað að spila og hvort að líkaminn muni hreinlega þola meira golf eftir allt sem á undan er gengið. Tiger er búinn að vinna 14 risamót á ferlinum og hefur verið að elta met Jack Niclaus sem vann 18 risamót. Lengi vel virtist það vera formsatriði fyrir Tiger að ná þessu meti en svo gaf á bátinn. Tiger náði sér á strik árið 2013 þar sem hann vann fimm mót á PGA-mótaröðinni. Sigur á risamóti kom þó ekki og ári síðar fór bakið á honum. Aðgerð beið hans og hann hefur ekki verið sami maður síðan. Tveimur skurðagerðum síðar er ómögulegt að spá í hvort Tiger muni ná flugi á nýjan leik. Það er enginn að spá í því núna hvort hann vinni fleiri risamót heldur spá menn í það hvort hann verði í standi til að spila áfram meðal þeirra bestu. Kylfingurinn hefur sjálfur gefið það út að hann muni ekki leggja líkamann í hættu. Hann vilji geta leikið við börnin sín. Það gangi fyrir. Frá árinu 1965 hafa kylfingar yfir fertugt aðeins unnið 18 af 204 risamótum. Woods var líka að elta metið yfir flesta sigra á risamótum og hann er í dag þrem sigrum á eftir Sam Snead. Það verður örugglega ljóst á árinu 2016 hvort Tiger eigi raunhæfan möguleika á því að elta þessi stóru met eitthvað lengur. Golf Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Tiger Woods fagnar fertugsafmælinu sínu í dag en afmælisdagarnir hafa örugglega oft verið betri hjá Tiger. Hann er meiddur, hefur ekki unnið risamót síðan 2008 og framtíðin er í raun óljós. Hvenær hann getur byrjað að spila og hvort að líkaminn muni hreinlega þola meira golf eftir allt sem á undan er gengið. Tiger er búinn að vinna 14 risamót á ferlinum og hefur verið að elta met Jack Niclaus sem vann 18 risamót. Lengi vel virtist það vera formsatriði fyrir Tiger að ná þessu meti en svo gaf á bátinn. Tiger náði sér á strik árið 2013 þar sem hann vann fimm mót á PGA-mótaröðinni. Sigur á risamóti kom þó ekki og ári síðar fór bakið á honum. Aðgerð beið hans og hann hefur ekki verið sami maður síðan. Tveimur skurðagerðum síðar er ómögulegt að spá í hvort Tiger muni ná flugi á nýjan leik. Það er enginn að spá í því núna hvort hann vinni fleiri risamót heldur spá menn í það hvort hann verði í standi til að spila áfram meðal þeirra bestu. Kylfingurinn hefur sjálfur gefið það út að hann muni ekki leggja líkamann í hættu. Hann vilji geta leikið við börnin sín. Það gangi fyrir. Frá árinu 1965 hafa kylfingar yfir fertugt aðeins unnið 18 af 204 risamótum. Woods var líka að elta metið yfir flesta sigra á risamótum og hann er í dag þrem sigrum á eftir Sam Snead. Það verður örugglega ljóst á árinu 2016 hvort Tiger eigi raunhæfan möguleika á því að elta þessi stóru met eitthvað lengur.
Golf Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira