Ólíklegt að geislafræðingar dragi uppsagnir til baka Viktoría Hermannsdóttir skrifar 15. ágúst 2015 18:56 Formaður félags geislafræðinga telur ólíklegt að félagsmenn eigi eftir að draga uppsagnir sínar til baka þrátt fyrir niðurstöðu gerðardóms. Geislafræðingur sem ætlaði að draga uppsögn sína til baka fékk það ekki þar sem búið var að ráða í stöðu hans.Formaðurinn segir þetta óskiljanlegt þar sem það vanti geislafræðinga og verið sé að manna stöður með nemum sem sé í raun ólöglegt. 25 geislafræðingar sögðu upp í kjaradeilunni og taka uppsagnirnar gildi 1. september næstkomandi en þrettán aðrir höfðu sagt upp á síðustu tveimur árum. Formaður félags geislafræðinga segir mikla óánægju ríkja meðal félagsmanna vegna lélegra vinnuskilyrða og mikils álags. Hún telur afar ólíklegt að þeir geislafræðingar sem sagt hafi upp störfum muni draga uppsagnirnar til baka og það muni skapast afar slæmt ástand á spítalanum í byrjun næsta mánaðar. „Ég yrði hissa á því að það er svo margt annað sem er málið þarna. Það er ástanda þarna inni sem mönnum hefur ekki lánast að laga og þá er ég að tala um myndgreindingu á landspítalanum. Síðan samkomulagið sem var gert 2013, það hefur ekki verið staðið við það að fullu. Fólk er mjög óánægt og álagið gríðarlegt,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður félags geislafræðinga. Geislafræðingur sem ætlaði að draga uppsögn sína til baka fékk þau svör að búið væri að ráða í hennar stöðu og hefur ekki verið ráðin inn þrátt fyrir að hafa sótt tvisvar um. „Það var bara sagt að það væri ekki hægt að verða við ósk minni um að draga hana til baka,“ segir Berglind Haðardóttir, geislafræðingur.Fékkstu einhverjar útskýringar á því? „Bara að það væri búið að ráða í starfið mitt en ég sá það aldrei auglýst, starfið sem ég var í.“ Berglind er með níu ára reynslu og segir að aldrei hafi verið kvartað undan störfum hennar. Miðað við það ástand sem ríki í starfsmannamálum sem komi líklega til með að versna dragi þeir geislafræðingar sem hafa sagt upp störfum ekki uppsagnir sínar til baka, þá segist hún eiga erfitt með að skilja hvers vegna hún sé ekki ráðin inn.Nú virðist vanta í stöður geislafræðinga á Landspítalanum, fékkstu útskýringar á því af hverju þú hefur ekki fengið starf? Nei enga, það er bara svona. Maður hélt að það vantaði 20 eins og framkvæmdastjórinn var búinn að segja. Ég hélt ég væri örugg að koma aftur en svo er ekki.“ Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Formaður félags geislafræðinga telur ólíklegt að félagsmenn eigi eftir að draga uppsagnir sínar til baka þrátt fyrir niðurstöðu gerðardóms. Geislafræðingur sem ætlaði að draga uppsögn sína til baka fékk það ekki þar sem búið var að ráða í stöðu hans.Formaðurinn segir þetta óskiljanlegt þar sem það vanti geislafræðinga og verið sé að manna stöður með nemum sem sé í raun ólöglegt. 25 geislafræðingar sögðu upp í kjaradeilunni og taka uppsagnirnar gildi 1. september næstkomandi en þrettán aðrir höfðu sagt upp á síðustu tveimur árum. Formaður félags geislafræðinga segir mikla óánægju ríkja meðal félagsmanna vegna lélegra vinnuskilyrða og mikils álags. Hún telur afar ólíklegt að þeir geislafræðingar sem sagt hafi upp störfum muni draga uppsagnirnar til baka og það muni skapast afar slæmt ástand á spítalanum í byrjun næsta mánaðar. „Ég yrði hissa á því að það er svo margt annað sem er málið þarna. Það er ástanda þarna inni sem mönnum hefur ekki lánast að laga og þá er ég að tala um myndgreindingu á landspítalanum. Síðan samkomulagið sem var gert 2013, það hefur ekki verið staðið við það að fullu. Fólk er mjög óánægt og álagið gríðarlegt,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður félags geislafræðinga. Geislafræðingur sem ætlaði að draga uppsögn sína til baka fékk þau svör að búið væri að ráða í hennar stöðu og hefur ekki verið ráðin inn þrátt fyrir að hafa sótt tvisvar um. „Það var bara sagt að það væri ekki hægt að verða við ósk minni um að draga hana til baka,“ segir Berglind Haðardóttir, geislafræðingur.Fékkstu einhverjar útskýringar á því? „Bara að það væri búið að ráða í starfið mitt en ég sá það aldrei auglýst, starfið sem ég var í.“ Berglind er með níu ára reynslu og segir að aldrei hafi verið kvartað undan störfum hennar. Miðað við það ástand sem ríki í starfsmannamálum sem komi líklega til með að versna dragi þeir geislafræðingar sem hafa sagt upp störfum ekki uppsagnir sínar til baka, þá segist hún eiga erfitt með að skilja hvers vegna hún sé ekki ráðin inn.Nú virðist vanta í stöður geislafræðinga á Landspítalanum, fékkstu útskýringar á því af hverju þú hefur ekki fengið starf? Nei enga, það er bara svona. Maður hélt að það vantaði 20 eins og framkvæmdastjórinn var búinn að segja. Ég hélt ég væri örugg að koma aftur en svo er ekki.“
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira