Innlent

Mest var verkað á Austurlandi

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Aflaverðmæti dróst saman um tæpa 17 milljarða milli 2013 og 2014.
Aflaverðmæti dróst saman um tæpa 17 milljarða milli 2013 og 2014. vísir/Vilhelm
Afli íslenskra skipa árið 2014 var 286 þúsund tonnum minni en árið 2013 samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands, eða 1.077 þúsund tonn. „Aflaverðmæti nam rúmum 136 milljörðum króna og dróst saman um 11 prósent frá fyrra ári,“ segir í umfjölluninni.

Fram kemur að stærsti hluti aflans hafi verið verkaður á Austurlandi, að megninu til uppsjávarafli sem þar hafi verið landað. „Stærstur hluti botnfiskaflans var unninn á höfuðborgarsvæðinu, 19,1 prósent og á Suðurnesjum, 13,4 prósent.“

Þá kemur fram að verðmæti aukaafurða sem féllu til við vinnslu fiskaflans hafi numið tæpum fimm milljörðum króna 2013 og staðið nokkurn veginn í stað á milli ára. En verðmæti aukaafurða telst ekki með inni í tölum um heildaraflaverðmæti.

„Verðmætasta einstaka aukaafurðin var þorsklifur að verðmæti 952 milljónir króna, en næst komu grálúðuhausar að verðmæti 909 milljónir króna,“ segir í Hagtíðindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×