Árlega hendum við tæpum 60 tonnum af mat Skúli Skúlason skrifar 6. janúar 2015 07:00 Það var í eina tíð að mæður okkar lögðu áherslu á að við kláruðum alltaf allan matinn af diskinum. Nú er önnur tíð. Í dag leggjum við áherslu á hófsemi í mat og drykk. Við reynum að matreiða hæfilegt magn matar fyrir fjölskyldumeðlimi og að hver og einn fái sér hæfilegan skammt á diskinn. Allt í senn reynum við meðvitað og ómeðvitað að stunda hagkvæm matarinnkaup, heilbrigði með því að temja okkur hófsamlegt mataræði og síðast en ekki síst að lágmarka sóun matvæla sem er því miður gríðarleg á heimsvísu. Umræða dagsins í dag fjallar ekki bara um það hversu ósiðlegt það er að fleygja mat, í heimi þar sem 868 milljónir manna svelta, heldur líka um þann kostnað sem verður til við förgun matar og þau neikvæðu umhverfisáhrif sem sóunin veldur. Því miður er þetta eitt af stærri viðfangsefnum alþjóðasamfélagsins og í því sambandi getum við sem upplýstir neytendur ekki látið hjá líða að taka þátt í þeirri baráttu sem sóun matvæla veldur í allri virðiskeðjunni; uppskeru, meðferð, pökkun, vinnslu, dreifingu og neyslu.Ískyggileg þróun Þróunin er ískyggileg. Sem dæmi má nefna að árið 2025 er áætlað að 30% jarðarbúa muni búa við vatnsskort. Á sama tíma er áætlað að 80% af vatnsforða jarðar verði nýtt til landbúnaðar, þar sem matvæli heimsins verða til. Alþjóðamatvælastofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, áætlar að árlega séu 1,3 milljörðum tonna af matvælum sóað, eða þriðjungi allrar matvælaframleiðslu til manneldis. Orsakir þessarar sóunar eru margþættar og jafnframt breytilegar milli heimsálfa. Í þróunarlöndunum er talið að mesta sóunin eigi sér stað í frumframleiðslu matvæla vegna ófullkomins tækjabúnaðar, ófullnægjandi geymsluaðferða og vanþróaðs flutningakerfis. Í iðnríkjunum er ástæðurnar hins vegar að finna í enda virðiskeðjunnar, það er í veitingaþjónustu og almennri matvælaneyslu mannfjöldans. Þá fléttast einnig inn alls kyns nútímavandamál, svo sem kröfur um staðlaðar stærðir, útlit og merkingar. Áætlað er að matvæli sem fargað er með urðun á Vesturlöndum séu allt að 222 milljónir tonna. Það jafngildir því matvælaframboði sem nú er í löndum sunnanverðrar Afríku.Sóun sagt stríð á hendur Samvinnuverslanakeðjan Coop í Evrópu hefur sagt þessari sóun stríð á hendur og hafið herferð með fræðslu og samfélagslega ábyrgð að vopni. Félagsmenn, sem jafnframt eru eigendur samvinnufyrirtækja, eru um 30 milljónir talsins í Evrópu. Fyrirtæki samvinnuhreyfingarinnar eru nú að hefja kerfisbundna vinnu með félagsmönnum sínum til að bæta meðferð matvæla með fræðslu um aukna umhverfisvitund og hnitmiðuðum skilaboðum. Nálgun okkar hér á Íslandi ætti að vera sú sama, að auka fræðslu um þau verðmæti sem við sóum með förgun matvæla. Hagstofa Evrópusambandsins, EUROSTAT, áætlaði árið 2006 að á hverju ári henti hver einstaklingur í Evrópulöndunum um 180 kílóum af mat. Samkvæmt því hendum við Íslendingar tæpum 60 tonnum af mat á ári. Við höfum svo sannarlega verk að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Það var í eina tíð að mæður okkar lögðu áherslu á að við kláruðum alltaf allan matinn af diskinum. Nú er önnur tíð. Í dag leggjum við áherslu á hófsemi í mat og drykk. Við reynum að matreiða hæfilegt magn matar fyrir fjölskyldumeðlimi og að hver og einn fái sér hæfilegan skammt á diskinn. Allt í senn reynum við meðvitað og ómeðvitað að stunda hagkvæm matarinnkaup, heilbrigði með því að temja okkur hófsamlegt mataræði og síðast en ekki síst að lágmarka sóun matvæla sem er því miður gríðarleg á heimsvísu. Umræða dagsins í dag fjallar ekki bara um það hversu ósiðlegt það er að fleygja mat, í heimi þar sem 868 milljónir manna svelta, heldur líka um þann kostnað sem verður til við förgun matar og þau neikvæðu umhverfisáhrif sem sóunin veldur. Því miður er þetta eitt af stærri viðfangsefnum alþjóðasamfélagsins og í því sambandi getum við sem upplýstir neytendur ekki látið hjá líða að taka þátt í þeirri baráttu sem sóun matvæla veldur í allri virðiskeðjunni; uppskeru, meðferð, pökkun, vinnslu, dreifingu og neyslu.Ískyggileg þróun Þróunin er ískyggileg. Sem dæmi má nefna að árið 2025 er áætlað að 30% jarðarbúa muni búa við vatnsskort. Á sama tíma er áætlað að 80% af vatnsforða jarðar verði nýtt til landbúnaðar, þar sem matvæli heimsins verða til. Alþjóðamatvælastofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, áætlar að árlega séu 1,3 milljörðum tonna af matvælum sóað, eða þriðjungi allrar matvælaframleiðslu til manneldis. Orsakir þessarar sóunar eru margþættar og jafnframt breytilegar milli heimsálfa. Í þróunarlöndunum er talið að mesta sóunin eigi sér stað í frumframleiðslu matvæla vegna ófullkomins tækjabúnaðar, ófullnægjandi geymsluaðferða og vanþróaðs flutningakerfis. Í iðnríkjunum er ástæðurnar hins vegar að finna í enda virðiskeðjunnar, það er í veitingaþjónustu og almennri matvælaneyslu mannfjöldans. Þá fléttast einnig inn alls kyns nútímavandamál, svo sem kröfur um staðlaðar stærðir, útlit og merkingar. Áætlað er að matvæli sem fargað er með urðun á Vesturlöndum séu allt að 222 milljónir tonna. Það jafngildir því matvælaframboði sem nú er í löndum sunnanverðrar Afríku.Sóun sagt stríð á hendur Samvinnuverslanakeðjan Coop í Evrópu hefur sagt þessari sóun stríð á hendur og hafið herferð með fræðslu og samfélagslega ábyrgð að vopni. Félagsmenn, sem jafnframt eru eigendur samvinnufyrirtækja, eru um 30 milljónir talsins í Evrópu. Fyrirtæki samvinnuhreyfingarinnar eru nú að hefja kerfisbundna vinnu með félagsmönnum sínum til að bæta meðferð matvæla með fræðslu um aukna umhverfisvitund og hnitmiðuðum skilaboðum. Nálgun okkar hér á Íslandi ætti að vera sú sama, að auka fræðslu um þau verðmæti sem við sóum með förgun matvæla. Hagstofa Evrópusambandsins, EUROSTAT, áætlaði árið 2006 að á hverju ári henti hver einstaklingur í Evrópulöndunum um 180 kílóum af mat. Samkvæmt því hendum við Íslendingar tæpum 60 tonnum af mat á ári. Við höfum svo sannarlega verk að vinna.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar