Sex leikmenn skiptu um félag í NBA-deildinni í gær í samningi á milli Cleveland, New York Knicks og Oklahoma City.
Dion Waiters fór til Oklahoma en þeir J.R. Smith og Imam Shumpert fóru til LeBron og félaga í Cleveland. Alex Kirk, Lou Amundson og Lance Thomas fóru til New York.
Cleveland er að reyna að styrkja breiddina hjá sér með því að fá Smith til sín.
Cleveland fær einnig valrétt í fyrstu umferð næsta nýliðavals frá Oklahoma og annar valréttur Cleveland í nýliðavalinu árið 2019 fer til Knicks.
J.R. Smith kominn til Cleveland

Mest lesið


„Það var engin taktík“
Fótbolti



Raggi Nat á Nesið
Körfubolti





Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum
Íslenski boltinn