Undirbúa breytingar á rekstri heilsugæslustöðva Atli Ísleifsson skrifar 19. maí 2015 13:26 Stjórnun og skipulagi stöðvanna verður breytt í áföngum á þremur stöðvum í einu og verða fyrstu stöðvarnar Heilsugæslan Grafarvogi, Heilsugæslan Glæsibæ og Heilsugæslan Mjódd. Vísir/Stefán Breytingar á rekstri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru nú í undirbúningi sem eiga að miða að því að auka þjónustu við notendur, nýta betur fjármuni og að bæta vinnuumhverfi starfsmanna. Í tilkynningu frá Heilsugæslunni segir að áætlað sé að það muni taka tvö ár að hrinda breytingunum í framkvæmd á þeim fimmtán heilsugæslustöðvum sem Heilsugæsla höfuðborgarssvæðisins rekur í dag í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Kópavogi, Garðabæ og í Hafnarfirði. „Byrjað verður á breytingunum næsta haust og á þeim að vera lokið haustið 2017. Stjórnun og skipulagi stöðvanna verður breytt í áföngum á þremur stöðvum í einu og verða fyrstu stöðvarnar Heilsugæslan Grafarvogi, Heilsugæslan Glæsibæ og Heilsugæslan Mjódd.“Hyggjast bæta aðgengiSvanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að með þessum breytingum sé stefnt að því að auka og bæta aðgengi notenda að daglegri þjónustu heilsugæslunnar. „Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustunni þar sem ólíkum þörfum notendanna er mætt og þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á,“ segir Svanhvít. Í tilkynningunni segir að á undanförnum árum hafi viðfangsefni heilsugæslunnar verið að breytast með vaxandi tíðni lífsstílssjúkdóma, geðrænna vandamála og auknum fjölda sjúklinga sem þurfa mikinn og alhliða stuðning. „Um leið hefur verið skortur á sérhæfðu starfsfólki sem kallar á nýja nálgun. Stjórn heilsugæslunnar hefur ákveðið að bregðast við með því að taka frumkvæði og nýta möguleika sem felast í nýju umhverfi til að efla starfsemina. Megináherslur breytinganna eru skilvirkari stjórn, samhæfð þjónusta og sjálfstæðari rekstur stöðvanna.“Styttri boðleiðir - skilvirkari reksturÆtlunin er að lágmarka miðstýringu, skýra ábyrgð stöðva og stytta boðleiðir. Til að gera stjórnun þeirra skilvirkari verður einn rekstrarlega ábyrgur stjórnandi á hverri heilsugæslustöð í stað tveggja nú. Þeir sem ekki verða yfirmenn áfram munu eiga kost á tilfærslu í starfi eða nýjum verkefnum. Enginn missir vinnu vegna þessara breytinga. Til að gera þjónustuna markvissari verður teymisvinna grunnstef í starfsemi stöðvanna. Þverfagleg teymi heilbrigðisstarfsfólks munu auðvelda stöðvunum að taka á flóknum vandamálum með fjölbreyttum úrræðum. Virkari notkun gæðastaðla og viðmiða mun einnig stuðla að auknum gæðum þjónustunnar. Fjárhagsrammi stöðvanna mun ráðast af greiðslulíkani sem byggir á fjölda, aldri og heilsufari skjólstæðinga, ásamt árangurs- og gæðaþáttum. Í breyttu skipulagi mun starfsfólk fá aukið sjálfstæði til að móta starfsemina og til að útfæra þjónustu sem mætir þörfum íbúanna og uppfyllir um leið kröfur um árangur samkvæmt mælingum og mati. Starfsfólkið mun fá tækifæri til móta störf sín og starfsumhverfi og lögð verður áhersla á samstarf við menntastofnanir og aukinn stuðning við heilbrigðisstarfsfólk í sérnámi. Stjórnendur Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vænta þess að þannig verði heilsugæslan spennandi vettvangur og samkeppnishæfur valkostur fyrir fyrir nýjar kynslóðir heilbrigðisstarfsfólks.“ Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Breytingar á rekstri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru nú í undirbúningi sem eiga að miða að því að auka þjónustu við notendur, nýta betur fjármuni og að bæta vinnuumhverfi starfsmanna. Í tilkynningu frá Heilsugæslunni segir að áætlað sé að það muni taka tvö ár að hrinda breytingunum í framkvæmd á þeim fimmtán heilsugæslustöðvum sem Heilsugæsla höfuðborgarssvæðisins rekur í dag í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Kópavogi, Garðabæ og í Hafnarfirði. „Byrjað verður á breytingunum næsta haust og á þeim að vera lokið haustið 2017. Stjórnun og skipulagi stöðvanna verður breytt í áföngum á þremur stöðvum í einu og verða fyrstu stöðvarnar Heilsugæslan Grafarvogi, Heilsugæslan Glæsibæ og Heilsugæslan Mjódd.“Hyggjast bæta aðgengiSvanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að með þessum breytingum sé stefnt að því að auka og bæta aðgengi notenda að daglegri þjónustu heilsugæslunnar. „Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustunni þar sem ólíkum þörfum notendanna er mætt og þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á,“ segir Svanhvít. Í tilkynningunni segir að á undanförnum árum hafi viðfangsefni heilsugæslunnar verið að breytast með vaxandi tíðni lífsstílssjúkdóma, geðrænna vandamála og auknum fjölda sjúklinga sem þurfa mikinn og alhliða stuðning. „Um leið hefur verið skortur á sérhæfðu starfsfólki sem kallar á nýja nálgun. Stjórn heilsugæslunnar hefur ákveðið að bregðast við með því að taka frumkvæði og nýta möguleika sem felast í nýju umhverfi til að efla starfsemina. Megináherslur breytinganna eru skilvirkari stjórn, samhæfð þjónusta og sjálfstæðari rekstur stöðvanna.“Styttri boðleiðir - skilvirkari reksturÆtlunin er að lágmarka miðstýringu, skýra ábyrgð stöðva og stytta boðleiðir. Til að gera stjórnun þeirra skilvirkari verður einn rekstrarlega ábyrgur stjórnandi á hverri heilsugæslustöð í stað tveggja nú. Þeir sem ekki verða yfirmenn áfram munu eiga kost á tilfærslu í starfi eða nýjum verkefnum. Enginn missir vinnu vegna þessara breytinga. Til að gera þjónustuna markvissari verður teymisvinna grunnstef í starfsemi stöðvanna. Þverfagleg teymi heilbrigðisstarfsfólks munu auðvelda stöðvunum að taka á flóknum vandamálum með fjölbreyttum úrræðum. Virkari notkun gæðastaðla og viðmiða mun einnig stuðla að auknum gæðum þjónustunnar. Fjárhagsrammi stöðvanna mun ráðast af greiðslulíkani sem byggir á fjölda, aldri og heilsufari skjólstæðinga, ásamt árangurs- og gæðaþáttum. Í breyttu skipulagi mun starfsfólk fá aukið sjálfstæði til að móta starfsemina og til að útfæra þjónustu sem mætir þörfum íbúanna og uppfyllir um leið kröfur um árangur samkvæmt mælingum og mati. Starfsfólkið mun fá tækifæri til móta störf sín og starfsumhverfi og lögð verður áhersla á samstarf við menntastofnanir og aukinn stuðning við heilbrigðisstarfsfólk í sérnámi. Stjórnendur Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vænta þess að þannig verði heilsugæslan spennandi vettvangur og samkeppnishæfur valkostur fyrir fyrir nýjar kynslóðir heilbrigðisstarfsfólks.“
Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira