Innlent

Gunnar Bragi segir innleiðingarhalla minnka þótt gerðum fjölgi

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra stýrði fundi í Brussel fyrir hönd EFTA-ríkjanna.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra stýrði fundi í Brussel fyrir hönd EFTA-ríkjanna. MYnd/EES
Evrópa Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra stýrði í gær fundi Evrópska efnahagssvæðisins, EES, fyrir hönd EFTA-ríkjanna á fundi EES-ráðsins í Brussel. Ísland gegnir nú formennsku í fastanefnd EFTA. Zanda Kalnina-Lukasevica stýrði fundinum fyrir hönd Evrópusambandsins.

EES-samningurinn var á dagskrá fundarins og lagði Gunnar Bragi áherslu á mikilvægi góðs samstarfs við Evrópusambandið um framkvæmd hans og undirstrikaði að hún væri á ábyrgð allra samningsaðila. Gunnar Bragi sagði að af Íslands hálfu þyrfti að draga úr innleiðingarhallanum sem þó færi minnkandi þrátt fyrir fjölgun gerða af hendi Evrópusambandsins.

Að auki var fjallað um viðræður EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsins um framlög í Uppbyggingarsjóð EFTA og voru viðstaddir ráðherrar sammála um að ljúka þeim viðræðum sem allra fyrst. 


Tengdar fréttir

Vill fjölga sérfræðingum í Brussel til að hafa áhrif á tilskipanir

Utanríkisráðherra vill fjölga íslenskum sérfræðingum ráðuneytanna í Brussel til að hafa áhrif á mótun tilskipana sem eru teknar upp í EES-samninginn. Ríkisstjórnin hefur hrint í framkvæmd öllum aðgerðum Evrópustefnu sinnar þótt markmið hennar hafi ekki náðst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×