Innlent

Karlar fá frí og konur leggja bæjarstjórnina undir sig

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Í ráðhúis Árborgar minnast bæjarfulltrúar þess að hundrað ár er síðan konur á Íslandi fengu kosningarétt.
Í ráðhúis Árborgar minnast bæjarfulltrúar þess að hundrað ár er síðan konur á Íslandi fengu kosningarétt. Fréttablaðið/Stefán
„Mikilvægt er að Sveitarfélagið Árborg leggi sitt af mörkum til þess að minnast þessara merku tímamóta og taki þátt í nýrri sókn í átt að aukinni jafnréttis-, lýðræðis- og mannréttindavitund,“ segja flytjendur tillögu um að eingöngu konur sitji bæjarstjórnarfundi í júní.

Með þessu er ætlunin að minnast þess að hinn 19. júní eru 100 ár frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi. Tillagan var samþykkt samhljóma í bæjarstjórn.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×