Innlent

Sjálfstætt fólk endursýnir þátt um Halldór Ásgrímsson

Bjarki Ármannsson skrifar
Halldór var gestur Jóns Ársæls Þórðarsonar í Sjálfstæðu fólki.
Halldór var gestur Jóns Ársæls Þórðarsonar í Sjálfstæðu fólki. Vísir
Á sunnudagskvöld þann 24. maí verður sýndur þáttur til minningar um Halldór Ásgrímsson fyrrverandi forsætisráðherra, sem lést nú í vikunni. Þátturinn er sá síðasti af þremur sem gerðir voru um Halldór í þáttaröðinni Sjáfstætt fólk.

Í þættinum er farið yfir feril Halldórs og honum meðal annars fylgt til Afganistans að hitta Hamid Karzai forseta, Ísraels þar sem hann sat fund með Jasser Arafat, Jórdaníu þar sem hann hitti Abdúlla konung og Rússlands, þar sem Halldór var viðstaddur opnun bjórverksmiðju Björgólfsfeðga í Moskvu.

Í þættinum er jafnframt  farið á æskuslóðir Halldórs og honum svo fylgt eftir þegar hann tók við lyklunum úr hendi Davíðs Oddssonar og varð forsætisráðherra. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×