Lindberg: Ekkert sérstakt við leik gegn Íslandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 26. janúar 2015 08:00 Hans Óttar Lindberg er einn besti hornamaður heims. vísir/getty Ísland og Danmörk eigast við í 16-liða úrslitum á HM í handbolta í kvöld en hornamaðurinn Hans Lindberg, sem er fæddur á Íslandi og á íslenska foreldra, segir að leikurinn í dag sé fyrir hann eins og hver annar. „Ég á yfir 200 leiki að baki með danska landsliðinu og þar af eru um 20 gegn Íslandi. Við virðumst alltaf spila við þá,“ sagði Lindberg í samtali við Vísi í gær. „Það er ekkert sérstakt fyrir mig að spila við Ísland frekar en önnur lið. Þetta snýst um 16-liða úrslitin, spila eins vel og við getum og komast áfram í 8-liða úrslitin.“ Hann hefur ekki heldur áhyggjur af því að Guðmundur Guðmundsson muni eiga í erfiðleikum að spila gegn Íslandi. „Hann er búinn að vera að horfa á myndbandsupptökur í alla nótt og við njótum góðs af þeirri miklu vinnu sem hann leggur á sig. Markmið okkar nú er að sýna okkar besta og vinna leikinn.“ Lindberg segir að Danir gefi lítið út á allt tal um að Danir séu sigurstranglegri aðilinn í leiknum. Það skipti engu máli. „Íslendingar eru góðir og alltaf hættulegur andstæðingur. Þetta eru tvö lið sem þekkjast mjög vel og þekkja styrkleika og veikleika hvors annars.“ „Það er kostur fyrir íslenska liðið að þekkja Guðmund og það sem hann gerir. En við munum auðvitað lítast til þess að nýtta okkur þekkingu Guðmundar á íslenska liðinu og vonandi gefur það okkur forskot.“ „En í grunninn eru þetta tvö lið sem munu eigast við í 60 mínútur enda leikir gegn Íslandi alltaf jafnir og spennandi.“ Lindberg segist sáttur við stöðu danska liðsins miðað við frammistöðuna til þessa. „Við höfum ekki tapað leik til þessa en urðum af tveimur stigum með því að gera jafntefli við Argentínu og Þýskaland.“ „En þetta er langt mót og gott að slæmu leikirnir okkar komu ekki í útsláttarkeppni. Þá værum við úr leik. Við höfum náð að bæta okkur síðan þá og átti fleiri og lengri góða kafla með hverjum leiknum. Vonandi höldum við áfram á þeirri braut.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Íslendingar mæta Dönum í 16-liða úrslitum | Frakkar tryggðu sér efsta sætið Danmörk verður mótherji Íslands í 16-liða úrslitum á HM í Katar. Þetta var ljóst eftir öruggan sigur Dana á Pólverjum, 31-27, í lokaleik þeirra í C-riðli. 24. janúar 2015 19:44 Umfjöllun: Danmörk - Þýskaland 30-30 | Lindberg tryggði Dönum stig í frábærum leik Þýskaland og Danmörk skildu jöfn, 30-30, í frábærum leik í D-riðli á HM í handbolta í kvöld. 20. janúar 2015 15:58 Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. 24. janúar 2015 20:15 Lindberg: Tala ekki íslensku við Gumma Íslenskættaði hornamaðurinn segir Guðmund Guðmundsson einn besta þjálfara í heimi. 17. janúar 2015 21:45 Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Ísland og Danmörk eigast við í 16-liða úrslitum á HM í handbolta í kvöld en hornamaðurinn Hans Lindberg, sem er fæddur á Íslandi og á íslenska foreldra, segir að leikurinn í dag sé fyrir hann eins og hver annar. „Ég á yfir 200 leiki að baki með danska landsliðinu og þar af eru um 20 gegn Íslandi. Við virðumst alltaf spila við þá,“ sagði Lindberg í samtali við Vísi í gær. „Það er ekkert sérstakt fyrir mig að spila við Ísland frekar en önnur lið. Þetta snýst um 16-liða úrslitin, spila eins vel og við getum og komast áfram í 8-liða úrslitin.“ Hann hefur ekki heldur áhyggjur af því að Guðmundur Guðmundsson muni eiga í erfiðleikum að spila gegn Íslandi. „Hann er búinn að vera að horfa á myndbandsupptökur í alla nótt og við njótum góðs af þeirri miklu vinnu sem hann leggur á sig. Markmið okkar nú er að sýna okkar besta og vinna leikinn.“ Lindberg segir að Danir gefi lítið út á allt tal um að Danir séu sigurstranglegri aðilinn í leiknum. Það skipti engu máli. „Íslendingar eru góðir og alltaf hættulegur andstæðingur. Þetta eru tvö lið sem þekkjast mjög vel og þekkja styrkleika og veikleika hvors annars.“ „Það er kostur fyrir íslenska liðið að þekkja Guðmund og það sem hann gerir. En við munum auðvitað lítast til þess að nýtta okkur þekkingu Guðmundar á íslenska liðinu og vonandi gefur það okkur forskot.“ „En í grunninn eru þetta tvö lið sem munu eigast við í 60 mínútur enda leikir gegn Íslandi alltaf jafnir og spennandi.“ Lindberg segist sáttur við stöðu danska liðsins miðað við frammistöðuna til þessa. „Við höfum ekki tapað leik til þessa en urðum af tveimur stigum með því að gera jafntefli við Argentínu og Þýskaland.“ „En þetta er langt mót og gott að slæmu leikirnir okkar komu ekki í útsláttarkeppni. Þá værum við úr leik. Við höfum náð að bæta okkur síðan þá og átti fleiri og lengri góða kafla með hverjum leiknum. Vonandi höldum við áfram á þeirri braut.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Íslendingar mæta Dönum í 16-liða úrslitum | Frakkar tryggðu sér efsta sætið Danmörk verður mótherji Íslands í 16-liða úrslitum á HM í Katar. Þetta var ljóst eftir öruggan sigur Dana á Pólverjum, 31-27, í lokaleik þeirra í C-riðli. 24. janúar 2015 19:44 Umfjöllun: Danmörk - Þýskaland 30-30 | Lindberg tryggði Dönum stig í frábærum leik Þýskaland og Danmörk skildu jöfn, 30-30, í frábærum leik í D-riðli á HM í handbolta í kvöld. 20. janúar 2015 15:58 Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. 24. janúar 2015 20:15 Lindberg: Tala ekki íslensku við Gumma Íslenskættaði hornamaðurinn segir Guðmund Guðmundsson einn besta þjálfara í heimi. 17. janúar 2015 21:45 Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Íslendingar mæta Dönum í 16-liða úrslitum | Frakkar tryggðu sér efsta sætið Danmörk verður mótherji Íslands í 16-liða úrslitum á HM í Katar. Þetta var ljóst eftir öruggan sigur Dana á Pólverjum, 31-27, í lokaleik þeirra í C-riðli. 24. janúar 2015 19:44
Umfjöllun: Danmörk - Þýskaland 30-30 | Lindberg tryggði Dönum stig í frábærum leik Þýskaland og Danmörk skildu jöfn, 30-30, í frábærum leik í D-riðli á HM í handbolta í kvöld. 20. janúar 2015 15:58
Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. 24. janúar 2015 20:15
Lindberg: Tala ekki íslensku við Gumma Íslenskættaði hornamaðurinn segir Guðmund Guðmundsson einn besta þjálfara í heimi. 17. janúar 2015 21:45