Handbolti

Strákarnir fóru í göngutúr og dönsuðu saman | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson fór á kostum í síðasta leik.
Björgvin Páll Gústavsson fór á kostum í síðasta leik. vísir/eva björk
Það var létt yfir strákunum okkar í morgun þegar þeir fóru í göngutúr fyrir leikinn mikilvæga gegn Dönum í 16 liða úrslitum HM 2015 í handbolta.

Sjá einnig:Gaupi: Ekkert fór meira í taugarnar á Gumma en að tapa fyrir Íslandi

Leikurinn hefst klukkan 18.00, en þar mæta strákarnir sínum fyrrverandi lærimeistara, Guðmundi Guðmundssyni, og lærisveinum hans í stórliði Danmerkur.

„Göngutúr dagsins lokið og menn klárir í Danina!“ skrifar Björgvin Páll Gústavsson við Instagram-myndband á og bætir við kassmerkinu #DansandiMínúta.

Það er vonandi að það verði jafn létt yfir strákunum í kvöld og þeir nái að skella Dönunum sem eru ansi sigurvissir.

Myndbandið má sjá hér að neðan.

Göngutúr dagsins lokið og menn klárir í Danina! #DansandiMínúta

A video posted by Björgvin Páll Gústavsson (@bjoggi) on


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×