Tæplega 34 milljarða velta með bréf í Kaupþingi eftir Al-Thani viðskiptin ingvar haraldsson skrifar 16. febrúar 2015 11:51 Þóra Hallgrímsdóttir, sérfræðingur í skaðbótarétti segir að grundvöllur geti verið til skaðabótamáls á hendur sakborningunum. vísir/vilhelm Tæplega 34 milljarða velta varð með hlutabréf í Kaupþingi eftir að tilkynnt var um kaup Al-Thani á 5,01% hlut í Kaupþingi þann 22. september og fram til 8. október 2008 þegar viðskiptum með bréf í bankann var hætt. Alls urðu ríflega 2700 viðskipti með bréf í Kaupþingi eftir Al-Thani viðskiptin samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands. Allir sakborningarnir í Al-Thani málinu voru dæmdir fyrir markaðsmisnotkun í Hæstarétti Íslands í síðustu viku. Í kjölfar dóms Hæstaréttar vakna spurningar um hvort þeir sem keyptu hlutabréf í bankanum geti höfðað skaðabótamál á hendur sakborningunum. Þóra Hallgrímsdóttir, lögfræðingur og sérfræðingur í skaðabótarétti við Háskólann í Reykjavík, útilokar ekki að grundvöllur sé fyrir skaðabótamáli. „Það er alveg ljóst að það er skaðabótaskyld háttsemi þarna fyrir hendi því þeir voru sakfelldir í refsimáli,“ segir Þóra. Sjá einnig: Al-Thani málið: Þungir fangelsisdómar yfir KaupþingsmönnumHún segir hinsvegar að sönnunarfærsla vegna ætlaðs tjóns geti verið afar erfið því dómur Hæstaréttar dugi ekki einn og sér til greiðsluskyldu í skaðabótamáli. „Vandamál þeirra sem mögulega kunna að eiga slíkan rétt er að sanna fyrir hvaða tjóni þeir urðu og tengja það markaðsmisnotkunarmálinu. Sanna þarf að þú að þú hefðir ekki tapað því sem nemur verðmæti hlutafjárins hefðu viðskiptin ekki farið fram. Þú þarft að sýna fram á hvert verðmæti hlutabréfanna var og hvort það hafi verið þetta eina atvik leiddi til þess að þú varðst fyrir þessu tjóni, “ segir Þóra. Kaup vegna Al-Thani viðskiptanna duga ekki tilÞóra segir kaup á hlutabréfum í bankanum vegna eða í kjölfar Al-Thani viðskiptanna ekki duga til þess að eiga skaðabótakröfu. „Ekki eitt og sér. Það dugar ekki að sýna fram á að þú hefðir haft væntingar um að verðmæti hlutabréfanna ykist eða héldi sér. Hlutabréfaviðskipti eru yfir höfuð áhættusöm. Þú þarft að sannreyna að atburðarásin hefði verið með þeim hætti að þú hefðir ekki tapað peningum,“ segir Þóra.Sjá einnig: „Íslenskt réttarkerfi hefur dæmt saklausa menn seka“Sakborningarnir fjórir í Al-Thani málinu voru allir dæmdir fyrir markaðsmisnotkun.vísir/daníelHún segir hinsvegar að dómurinn geti orðið sterkt vopn í höndum þeirra sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni. Ummæli í dómnum staðfesti að markaðsmisnotkun sé til þess fallin að geta valdið tjóni. Þó sé ekki tekin afstaða til þess hvert slíkt tjón sé, segir Þóra. Þá segir Þóra að brotin séu hugsanlega fyrnd enda sex og hálft ár síðan viðskiptin áttu sér stað. Hinsvegar geti fyrningafresturinn mögulega miðast við þann tíma sem dómurinn fellur því þá hafi hin saknæma háttsemi verið staðfest. Tengdar fréttir Þaulskipulögð brot: „Eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi“ Hæstiréttur segir sakborninga í Al-Thani málinu ekki eiga sér neinar málsbætur. 12. febrúar 2015 18:17 Skyldi maðurinn vera drukkinn? Facebookþjóðin komst í mikið tilfinningalegt uppnám eftir að Bogi Ágústsson ræddi við Sigurð Einarsson Kaupþingsmann í sjónvarpsfréttum gærkvöldsins. 13. febrúar 2015 10:55 „Ég var ekki drukkinn“ Það hvarflaði ekki annað að Sigurði Einarssyni en að hann yrði sýknaður í Al Thani-málinu en hann hlaut fjögurra ára fangelsisdóm. 13. febrúar 2015 16:35 Kemur til skoðunar hvort Sigurður verði sviptur fálkaorðunni "Við munum fara yfir þetta,“ segir Guðni Ágústsson, formaður orðunefndar. 13. febrúar 2015 13:35 Al-Thani málið: Fangar afplána fyrr ef dómar eru þungir Páll Egill Winkel fangelsismálastjóri segir að við ákvörðun um í hvaða fangelsi menn afpláni sé tekið tillit til aldurs, kyns og brotaferils fanga. 13. febrúar 2015 00:01 Ólafur segir Al-Thani dóminn senda skýr skilaboð Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir dóminn draga úr líkum á að sambærileg lögbrot endurtaki sig. 13. febrúar 2015 12:25 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Tæplega 34 milljarða velta varð með hlutabréf í Kaupþingi eftir að tilkynnt var um kaup Al-Thani á 5,01% hlut í Kaupþingi þann 22. september og fram til 8. október 2008 þegar viðskiptum með bréf í bankann var hætt. Alls urðu ríflega 2700 viðskipti með bréf í Kaupþingi eftir Al-Thani viðskiptin samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands. Allir sakborningarnir í Al-Thani málinu voru dæmdir fyrir markaðsmisnotkun í Hæstarétti Íslands í síðustu viku. Í kjölfar dóms Hæstaréttar vakna spurningar um hvort þeir sem keyptu hlutabréf í bankanum geti höfðað skaðabótamál á hendur sakborningunum. Þóra Hallgrímsdóttir, lögfræðingur og sérfræðingur í skaðabótarétti við Háskólann í Reykjavík, útilokar ekki að grundvöllur sé fyrir skaðabótamáli. „Það er alveg ljóst að það er skaðabótaskyld háttsemi þarna fyrir hendi því þeir voru sakfelldir í refsimáli,“ segir Þóra. Sjá einnig: Al-Thani málið: Þungir fangelsisdómar yfir KaupþingsmönnumHún segir hinsvegar að sönnunarfærsla vegna ætlaðs tjóns geti verið afar erfið því dómur Hæstaréttar dugi ekki einn og sér til greiðsluskyldu í skaðabótamáli. „Vandamál þeirra sem mögulega kunna að eiga slíkan rétt er að sanna fyrir hvaða tjóni þeir urðu og tengja það markaðsmisnotkunarmálinu. Sanna þarf að þú að þú hefðir ekki tapað því sem nemur verðmæti hlutafjárins hefðu viðskiptin ekki farið fram. Þú þarft að sýna fram á hvert verðmæti hlutabréfanna var og hvort það hafi verið þetta eina atvik leiddi til þess að þú varðst fyrir þessu tjóni, “ segir Þóra. Kaup vegna Al-Thani viðskiptanna duga ekki tilÞóra segir kaup á hlutabréfum í bankanum vegna eða í kjölfar Al-Thani viðskiptanna ekki duga til þess að eiga skaðabótakröfu. „Ekki eitt og sér. Það dugar ekki að sýna fram á að þú hefðir haft væntingar um að verðmæti hlutabréfanna ykist eða héldi sér. Hlutabréfaviðskipti eru yfir höfuð áhættusöm. Þú þarft að sannreyna að atburðarásin hefði verið með þeim hætti að þú hefðir ekki tapað peningum,“ segir Þóra.Sjá einnig: „Íslenskt réttarkerfi hefur dæmt saklausa menn seka“Sakborningarnir fjórir í Al-Thani málinu voru allir dæmdir fyrir markaðsmisnotkun.vísir/daníelHún segir hinsvegar að dómurinn geti orðið sterkt vopn í höndum þeirra sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni. Ummæli í dómnum staðfesti að markaðsmisnotkun sé til þess fallin að geta valdið tjóni. Þó sé ekki tekin afstaða til þess hvert slíkt tjón sé, segir Þóra. Þá segir Þóra að brotin séu hugsanlega fyrnd enda sex og hálft ár síðan viðskiptin áttu sér stað. Hinsvegar geti fyrningafresturinn mögulega miðast við þann tíma sem dómurinn fellur því þá hafi hin saknæma háttsemi verið staðfest.
Tengdar fréttir Þaulskipulögð brot: „Eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi“ Hæstiréttur segir sakborninga í Al-Thani málinu ekki eiga sér neinar málsbætur. 12. febrúar 2015 18:17 Skyldi maðurinn vera drukkinn? Facebookþjóðin komst í mikið tilfinningalegt uppnám eftir að Bogi Ágústsson ræddi við Sigurð Einarsson Kaupþingsmann í sjónvarpsfréttum gærkvöldsins. 13. febrúar 2015 10:55 „Ég var ekki drukkinn“ Það hvarflaði ekki annað að Sigurði Einarssyni en að hann yrði sýknaður í Al Thani-málinu en hann hlaut fjögurra ára fangelsisdóm. 13. febrúar 2015 16:35 Kemur til skoðunar hvort Sigurður verði sviptur fálkaorðunni "Við munum fara yfir þetta,“ segir Guðni Ágústsson, formaður orðunefndar. 13. febrúar 2015 13:35 Al-Thani málið: Fangar afplána fyrr ef dómar eru þungir Páll Egill Winkel fangelsismálastjóri segir að við ákvörðun um í hvaða fangelsi menn afpláni sé tekið tillit til aldurs, kyns og brotaferils fanga. 13. febrúar 2015 00:01 Ólafur segir Al-Thani dóminn senda skýr skilaboð Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir dóminn draga úr líkum á að sambærileg lögbrot endurtaki sig. 13. febrúar 2015 12:25 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Þaulskipulögð brot: „Eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi“ Hæstiréttur segir sakborninga í Al-Thani málinu ekki eiga sér neinar málsbætur. 12. febrúar 2015 18:17
Skyldi maðurinn vera drukkinn? Facebookþjóðin komst í mikið tilfinningalegt uppnám eftir að Bogi Ágústsson ræddi við Sigurð Einarsson Kaupþingsmann í sjónvarpsfréttum gærkvöldsins. 13. febrúar 2015 10:55
„Ég var ekki drukkinn“ Það hvarflaði ekki annað að Sigurði Einarssyni en að hann yrði sýknaður í Al Thani-málinu en hann hlaut fjögurra ára fangelsisdóm. 13. febrúar 2015 16:35
Kemur til skoðunar hvort Sigurður verði sviptur fálkaorðunni "Við munum fara yfir þetta,“ segir Guðni Ágústsson, formaður orðunefndar. 13. febrúar 2015 13:35
Al-Thani málið: Fangar afplána fyrr ef dómar eru þungir Páll Egill Winkel fangelsismálastjóri segir að við ákvörðun um í hvaða fangelsi menn afpláni sé tekið tillit til aldurs, kyns og brotaferils fanga. 13. febrúar 2015 00:01
Ólafur segir Al-Thani dóminn senda skýr skilaboð Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir dóminn draga úr líkum á að sambærileg lögbrot endurtaki sig. 13. febrúar 2015 12:25