Flóttinn úr Digranesinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. júlí 2015 07:00 Bjarka Sigurðssonar bíður erfitt verkefni að koma HK í hóp þeirra bestu á ný. vísir/andri marinó „Við erum búnir að missa helvíti mikið. Það er ekki hægt að neita því,“ segir Bjarki Sigurðsson, þjálfari HK, en hann hefur mátt sjá á bak heilum sjö lykilmönnum í sumar. Það er heilt lið í handbolta. HK féll úr Olís-deildinni síðasta vetur og bestu menn liðsins hafa ákveðið að reyna fyrir sér með öðrum liðum í efstu deild og einn fór til Svíþjóðar. Þó svo þetta sé mikið högg þá er Bjarki ekki af baki dottinn. „Ég verð áfram með liðið og Jón Gunnlaugur Viggósson mun aðstoða mig ásamt því sem hann sér um 2. og 3. flokk. Þetta verður bara uppbygging hjá okkur og kannski bætum við við okkur eldri leikmönnum til að fá smá reynslu.“ Bjarki segir að það séu ekki til neinir peningar fyrir útlendingum og liðið verði byggt upp á þeim strákum sem eru eftir hjá félaginu. „Annar flokkurinn okkar er mjög efnilegur. Það verður álag á þeim strákum næsta vetur. Við ætlum að vinna með þessa drengi og sjá til þess að þeir beri uppi merki félagsins um ókomin ár. Þetta eru hungraðir strákar sem vilja æfa eins og skepnur.“ Bjarki segir að umhverfið í handboltaheiminum í dag geri liðum afar erfitt fyrir að byggja upp lið. „Ég er auðvitað svolítið fúll yfir því að flóttinn sé svona svaðalegur hjá okkur. Ég geri mér að sama skapi grein fyrir því að menn vilja spila í efstu deild. Þessir samningar í dag eru líka bara eitt plús eitt ár. Það eru í raun bara eins árs samningar. Leikmenn geta því alltaf hlaupið í burtu hvert sumar. Ég er búinn að vera í þessu lengi og veit að það tekur að minnsta kosti eitt ár að búa til lið. Í gamla daga voru þetta 2 plús einn samningar og þá var þetta auðveldara.“Lárus Helgi er einn þeirra sem hafa farið frá HK í sumar.vísir/andri marinóÞessir hafa flúið úr Digranesinu í sumar:Atli Karl Bachmann - Víkingur Daði Laxdal Gautason - Grótta Garðar Svansson - FH Guðni Már Kristinsson - líklega á leið í Aftureldingu Leó Snær Pétursson - HK Malmö Þorgrímur Smári Ólafsson - Fram Lárus Helgi Ólafsson - Grótta Olís-deild karla Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Sjá meira
„Við erum búnir að missa helvíti mikið. Það er ekki hægt að neita því,“ segir Bjarki Sigurðsson, þjálfari HK, en hann hefur mátt sjá á bak heilum sjö lykilmönnum í sumar. Það er heilt lið í handbolta. HK féll úr Olís-deildinni síðasta vetur og bestu menn liðsins hafa ákveðið að reyna fyrir sér með öðrum liðum í efstu deild og einn fór til Svíþjóðar. Þó svo þetta sé mikið högg þá er Bjarki ekki af baki dottinn. „Ég verð áfram með liðið og Jón Gunnlaugur Viggósson mun aðstoða mig ásamt því sem hann sér um 2. og 3. flokk. Þetta verður bara uppbygging hjá okkur og kannski bætum við við okkur eldri leikmönnum til að fá smá reynslu.“ Bjarki segir að það séu ekki til neinir peningar fyrir útlendingum og liðið verði byggt upp á þeim strákum sem eru eftir hjá félaginu. „Annar flokkurinn okkar er mjög efnilegur. Það verður álag á þeim strákum næsta vetur. Við ætlum að vinna með þessa drengi og sjá til þess að þeir beri uppi merki félagsins um ókomin ár. Þetta eru hungraðir strákar sem vilja æfa eins og skepnur.“ Bjarki segir að umhverfið í handboltaheiminum í dag geri liðum afar erfitt fyrir að byggja upp lið. „Ég er auðvitað svolítið fúll yfir því að flóttinn sé svona svaðalegur hjá okkur. Ég geri mér að sama skapi grein fyrir því að menn vilja spila í efstu deild. Þessir samningar í dag eru líka bara eitt plús eitt ár. Það eru í raun bara eins árs samningar. Leikmenn geta því alltaf hlaupið í burtu hvert sumar. Ég er búinn að vera í þessu lengi og veit að það tekur að minnsta kosti eitt ár að búa til lið. Í gamla daga voru þetta 2 plús einn samningar og þá var þetta auðveldara.“Lárus Helgi er einn þeirra sem hafa farið frá HK í sumar.vísir/andri marinóÞessir hafa flúið úr Digranesinu í sumar:Atli Karl Bachmann - Víkingur Daði Laxdal Gautason - Grótta Garðar Svansson - FH Guðni Már Kristinsson - líklega á leið í Aftureldingu Leó Snær Pétursson - HK Malmö Þorgrímur Smári Ólafsson - Fram Lárus Helgi Ólafsson - Grótta
Olís-deild karla Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Sjá meira