Að fá stjörnur … Guðmundur Andri Thorsson skrifar 26. október 2015 06:00 Um daginn fór ég að hugsa um stjörnugjafir í listdómum, alveg út í loftið, eiginlega himinhvolfið. Ég hafði lesið nokkra dóma um listviðburði þennan daginn, misgáfulega eins og gengur, og tók allt í einu eftir þessum fjárans stjörnum sem mér þóttu hanga utan á ritsmíðunum, eins og óþarfir og roggnir forstjórar. LímmiðarÞetta er vissulega þénugt. Sé maður lauslega forvitinn um einhverja liststarfsemi eða feril tiltekins listamanns en ekki nægilega til að maður nenni að lesa heila grein um afurðir viðkomandi getur maður séð á stjörnugjöfinni í fljótu bragði hvernig til tókst. Í mjög fljótu bragði og mjög almennt talað. Listamenn þurfa vissulega á viðbrögðum að halda við sköpun sinni – „hvernig var þetta hjá mér?“ er algengasta spurning listamanna sem til er – en þeir hafa í rauninni ósköp lítið við stjörnur að gera; fái listamaðurinn fullt hús gleðst viðkomandi auðvitað, en er svo sem litlu nær að öðru leyti. Hefði verið meira gaman að fá rósir. Að fá stjörnur fyrir listaverk er eins og þegar maður var í skóla og fékk Ágætt, Gott, Sæmilegt eða Áfátt fyrir. Að fá stjörnur er eins og að fá límmiða fyrir verkefni, sem maður má svo setja í límmiðabókina sína. Umbun fyrir unnið starf, veitt af einhverjum sem er hærra settur listamanninum sjálfum í stigveldi menningarlífsins. Þetta er angi af ákveðinni tilhneigingu til infantílíseringar listamanna í samfélaginu; setja listamanninn í barnslegt hólf í samfélaginu þar sem hann getur fengið að leika sér. Listamaðurinn er náttúrlega í sambandi við barnið í sér eins og við eigum öll að vera, og getur sótt það þegar á þarf að halda – alveg eins og gamalmennið í sér, konuna í sér, karlinn, vitringinn eða fávitann – öll þessi mannlegu einkenni og hlutverk sem listamenn fást við: en listamaðurinn er ekki barn og þarf ekki að leika hið óábyrga og óþekka barn í samfélaginu; og listamaðurinn á ekki að vera í stöðu barnsins gagnvart kennaranum þegar hann stendur frammi fyrir gagnrýnandanum. Að fá stjörnur fyrir listaverk … það er eitthvað skrýtið við það, eitthvað rangt, eitthvað sem geigar gersamlega og er algerlega á skjön við sjálfa liststarfsemina ... Að fá umsögn í stjörnum eftir sköpun á listaverki er eins og að fá afslátt á farmiða til Akureyrar að afloknu prófi í vélaverkfræði í staðinn fyrir einkunn. Það er eins og að spyrja hvar salernið sé og fá afhenta brauðrist. Það er ágætt í sjálfu sér en beinist að allt öðru sviði en því sem um er fjallað. Og fyrir sjálfan „neytandann“ sem kann að hafa áhuga á listum er það að skoða stjörnugjöf í stað þess að lesa heila umsögn eins og að borða duftið af maggísúpu án þess að það sé sett út í heitt vatn. Fimmtán kúbíksentimetra myndStjörnugjöfin er hluti af viðleitni til að búa til „frammistöðumat“ um listaverkið og skipa því niður í flokka eins og gert er við lambakjöt. Þetta er gert til hægðarauka fyrir „neytandann“, og litið svo á að listaverkið sé vara á markaði sem þar til gerðir „matsmenn“ gefa einkunnir og segja til um hversu hæft sé til neyslu. Hvernig á slíkt frammistöðumat að geta farið fram? Fær Ódysseifskviða fjórar eða fimm stjörnur? Andalúsíuhundurinn? En Bakkabræður í Austurstræti? Er slík mynd yfirhöfuð nokkurs staðar í námunda við þá vídd þar sem stjörnugjöf tíðkast? Njála? Fær hún kannski bara þrjár stjörnur út af allri leiðinlegu og vitlausu lögfræðinni sem þar er að finna, og dregur óneitanlega úr þeirri ánægju sem lesandinn kann að hafa af lestrinum? Þetta er ekki einfalt mál. Öll góð list er nefnilega svolítið vond (samkvæmt hefðbundnum mælikvörðum, brýtur einhverjar reglur) – og öll vond list er dálítið góð. Margir miklir listamenn leita skekkjunnar í atferli einstaklinga og samfélaga og þurfa að fara krókaleiðir til að finna hana. Það er í skekkjunni sem við finnum mennskuna, en stundum kemur ekkert í leitirnar annað en skekkjan. Listaverk sem lánast nær að hæfa mann í þær stöðvar heilans sem taka við og vinna saman úr listaverkum svo að úr verður heildarkennd sem lýsa má sem unaði; fyrir kemur meira að segja að heimsmynd manns breytist. Hvernig lýsir maður slíkri reynslu? Hvernig gefur maður geðshræringu stjörnur? Til hvers að gefa brosi stjörnur? Sérhvert listaverk er organismi, lífheild, öðruvísi en öll önnur verk, sérstakt; lýtalaust eða gallað eftir atvikum. Það fer stundum eftir sjónarhorni þess sem horfir á það. Galli á listaverki er oft helsti kostur þess. Og öfugt. Stjörnugjöf er ámóta vel fallin til að lýsa listaverkum og kúbíksentimetrar. Og svo er hitt: það er ekki hægt að gefa afmarkaðan fjölda af stjörnum. Þær eru nefnilega óteljandi rétt eins og listin hefur í sér ómælið sjálft. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Um daginn fór ég að hugsa um stjörnugjafir í listdómum, alveg út í loftið, eiginlega himinhvolfið. Ég hafði lesið nokkra dóma um listviðburði þennan daginn, misgáfulega eins og gengur, og tók allt í einu eftir þessum fjárans stjörnum sem mér þóttu hanga utan á ritsmíðunum, eins og óþarfir og roggnir forstjórar. LímmiðarÞetta er vissulega þénugt. Sé maður lauslega forvitinn um einhverja liststarfsemi eða feril tiltekins listamanns en ekki nægilega til að maður nenni að lesa heila grein um afurðir viðkomandi getur maður séð á stjörnugjöfinni í fljótu bragði hvernig til tókst. Í mjög fljótu bragði og mjög almennt talað. Listamenn þurfa vissulega á viðbrögðum að halda við sköpun sinni – „hvernig var þetta hjá mér?“ er algengasta spurning listamanna sem til er – en þeir hafa í rauninni ósköp lítið við stjörnur að gera; fái listamaðurinn fullt hús gleðst viðkomandi auðvitað, en er svo sem litlu nær að öðru leyti. Hefði verið meira gaman að fá rósir. Að fá stjörnur fyrir listaverk er eins og þegar maður var í skóla og fékk Ágætt, Gott, Sæmilegt eða Áfátt fyrir. Að fá stjörnur er eins og að fá límmiða fyrir verkefni, sem maður má svo setja í límmiðabókina sína. Umbun fyrir unnið starf, veitt af einhverjum sem er hærra settur listamanninum sjálfum í stigveldi menningarlífsins. Þetta er angi af ákveðinni tilhneigingu til infantílíseringar listamanna í samfélaginu; setja listamanninn í barnslegt hólf í samfélaginu þar sem hann getur fengið að leika sér. Listamaðurinn er náttúrlega í sambandi við barnið í sér eins og við eigum öll að vera, og getur sótt það þegar á þarf að halda – alveg eins og gamalmennið í sér, konuna í sér, karlinn, vitringinn eða fávitann – öll þessi mannlegu einkenni og hlutverk sem listamenn fást við: en listamaðurinn er ekki barn og þarf ekki að leika hið óábyrga og óþekka barn í samfélaginu; og listamaðurinn á ekki að vera í stöðu barnsins gagnvart kennaranum þegar hann stendur frammi fyrir gagnrýnandanum. Að fá stjörnur fyrir listaverk … það er eitthvað skrýtið við það, eitthvað rangt, eitthvað sem geigar gersamlega og er algerlega á skjön við sjálfa liststarfsemina ... Að fá umsögn í stjörnum eftir sköpun á listaverki er eins og að fá afslátt á farmiða til Akureyrar að afloknu prófi í vélaverkfræði í staðinn fyrir einkunn. Það er eins og að spyrja hvar salernið sé og fá afhenta brauðrist. Það er ágætt í sjálfu sér en beinist að allt öðru sviði en því sem um er fjallað. Og fyrir sjálfan „neytandann“ sem kann að hafa áhuga á listum er það að skoða stjörnugjöf í stað þess að lesa heila umsögn eins og að borða duftið af maggísúpu án þess að það sé sett út í heitt vatn. Fimmtán kúbíksentimetra myndStjörnugjöfin er hluti af viðleitni til að búa til „frammistöðumat“ um listaverkið og skipa því niður í flokka eins og gert er við lambakjöt. Þetta er gert til hægðarauka fyrir „neytandann“, og litið svo á að listaverkið sé vara á markaði sem þar til gerðir „matsmenn“ gefa einkunnir og segja til um hversu hæft sé til neyslu. Hvernig á slíkt frammistöðumat að geta farið fram? Fær Ódysseifskviða fjórar eða fimm stjörnur? Andalúsíuhundurinn? En Bakkabræður í Austurstræti? Er slík mynd yfirhöfuð nokkurs staðar í námunda við þá vídd þar sem stjörnugjöf tíðkast? Njála? Fær hún kannski bara þrjár stjörnur út af allri leiðinlegu og vitlausu lögfræðinni sem þar er að finna, og dregur óneitanlega úr þeirri ánægju sem lesandinn kann að hafa af lestrinum? Þetta er ekki einfalt mál. Öll góð list er nefnilega svolítið vond (samkvæmt hefðbundnum mælikvörðum, brýtur einhverjar reglur) – og öll vond list er dálítið góð. Margir miklir listamenn leita skekkjunnar í atferli einstaklinga og samfélaga og þurfa að fara krókaleiðir til að finna hana. Það er í skekkjunni sem við finnum mennskuna, en stundum kemur ekkert í leitirnar annað en skekkjan. Listaverk sem lánast nær að hæfa mann í þær stöðvar heilans sem taka við og vinna saman úr listaverkum svo að úr verður heildarkennd sem lýsa má sem unaði; fyrir kemur meira að segja að heimsmynd manns breytist. Hvernig lýsir maður slíkri reynslu? Hvernig gefur maður geðshræringu stjörnur? Til hvers að gefa brosi stjörnur? Sérhvert listaverk er organismi, lífheild, öðruvísi en öll önnur verk, sérstakt; lýtalaust eða gallað eftir atvikum. Það fer stundum eftir sjónarhorni þess sem horfir á það. Galli á listaverki er oft helsti kostur þess. Og öfugt. Stjörnugjöf er ámóta vel fallin til að lýsa listaverkum og kúbíksentimetrar. Og svo er hitt: það er ekki hægt að gefa afmarkaðan fjölda af stjörnum. Þær eru nefnilega óteljandi rétt eins og listin hefur í sér ómælið sjálft.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun