Að fá stjörnur … Guðmundur Andri Thorsson skrifar 26. október 2015 06:00 Um daginn fór ég að hugsa um stjörnugjafir í listdómum, alveg út í loftið, eiginlega himinhvolfið. Ég hafði lesið nokkra dóma um listviðburði þennan daginn, misgáfulega eins og gengur, og tók allt í einu eftir þessum fjárans stjörnum sem mér þóttu hanga utan á ritsmíðunum, eins og óþarfir og roggnir forstjórar. LímmiðarÞetta er vissulega þénugt. Sé maður lauslega forvitinn um einhverja liststarfsemi eða feril tiltekins listamanns en ekki nægilega til að maður nenni að lesa heila grein um afurðir viðkomandi getur maður séð á stjörnugjöfinni í fljótu bragði hvernig til tókst. Í mjög fljótu bragði og mjög almennt talað. Listamenn þurfa vissulega á viðbrögðum að halda við sköpun sinni – „hvernig var þetta hjá mér?“ er algengasta spurning listamanna sem til er – en þeir hafa í rauninni ósköp lítið við stjörnur að gera; fái listamaðurinn fullt hús gleðst viðkomandi auðvitað, en er svo sem litlu nær að öðru leyti. Hefði verið meira gaman að fá rósir. Að fá stjörnur fyrir listaverk er eins og þegar maður var í skóla og fékk Ágætt, Gott, Sæmilegt eða Áfátt fyrir. Að fá stjörnur er eins og að fá límmiða fyrir verkefni, sem maður má svo setja í límmiðabókina sína. Umbun fyrir unnið starf, veitt af einhverjum sem er hærra settur listamanninum sjálfum í stigveldi menningarlífsins. Þetta er angi af ákveðinni tilhneigingu til infantílíseringar listamanna í samfélaginu; setja listamanninn í barnslegt hólf í samfélaginu þar sem hann getur fengið að leika sér. Listamaðurinn er náttúrlega í sambandi við barnið í sér eins og við eigum öll að vera, og getur sótt það þegar á þarf að halda – alveg eins og gamalmennið í sér, konuna í sér, karlinn, vitringinn eða fávitann – öll þessi mannlegu einkenni og hlutverk sem listamenn fást við: en listamaðurinn er ekki barn og þarf ekki að leika hið óábyrga og óþekka barn í samfélaginu; og listamaðurinn á ekki að vera í stöðu barnsins gagnvart kennaranum þegar hann stendur frammi fyrir gagnrýnandanum. Að fá stjörnur fyrir listaverk … það er eitthvað skrýtið við það, eitthvað rangt, eitthvað sem geigar gersamlega og er algerlega á skjön við sjálfa liststarfsemina ... Að fá umsögn í stjörnum eftir sköpun á listaverki er eins og að fá afslátt á farmiða til Akureyrar að afloknu prófi í vélaverkfræði í staðinn fyrir einkunn. Það er eins og að spyrja hvar salernið sé og fá afhenta brauðrist. Það er ágætt í sjálfu sér en beinist að allt öðru sviði en því sem um er fjallað. Og fyrir sjálfan „neytandann“ sem kann að hafa áhuga á listum er það að skoða stjörnugjöf í stað þess að lesa heila umsögn eins og að borða duftið af maggísúpu án þess að það sé sett út í heitt vatn. Fimmtán kúbíksentimetra myndStjörnugjöfin er hluti af viðleitni til að búa til „frammistöðumat“ um listaverkið og skipa því niður í flokka eins og gert er við lambakjöt. Þetta er gert til hægðarauka fyrir „neytandann“, og litið svo á að listaverkið sé vara á markaði sem þar til gerðir „matsmenn“ gefa einkunnir og segja til um hversu hæft sé til neyslu. Hvernig á slíkt frammistöðumat að geta farið fram? Fær Ódysseifskviða fjórar eða fimm stjörnur? Andalúsíuhundurinn? En Bakkabræður í Austurstræti? Er slík mynd yfirhöfuð nokkurs staðar í námunda við þá vídd þar sem stjörnugjöf tíðkast? Njála? Fær hún kannski bara þrjár stjörnur út af allri leiðinlegu og vitlausu lögfræðinni sem þar er að finna, og dregur óneitanlega úr þeirri ánægju sem lesandinn kann að hafa af lestrinum? Þetta er ekki einfalt mál. Öll góð list er nefnilega svolítið vond (samkvæmt hefðbundnum mælikvörðum, brýtur einhverjar reglur) – og öll vond list er dálítið góð. Margir miklir listamenn leita skekkjunnar í atferli einstaklinga og samfélaga og þurfa að fara krókaleiðir til að finna hana. Það er í skekkjunni sem við finnum mennskuna, en stundum kemur ekkert í leitirnar annað en skekkjan. Listaverk sem lánast nær að hæfa mann í þær stöðvar heilans sem taka við og vinna saman úr listaverkum svo að úr verður heildarkennd sem lýsa má sem unaði; fyrir kemur meira að segja að heimsmynd manns breytist. Hvernig lýsir maður slíkri reynslu? Hvernig gefur maður geðshræringu stjörnur? Til hvers að gefa brosi stjörnur? Sérhvert listaverk er organismi, lífheild, öðruvísi en öll önnur verk, sérstakt; lýtalaust eða gallað eftir atvikum. Það fer stundum eftir sjónarhorni þess sem horfir á það. Galli á listaverki er oft helsti kostur þess. Og öfugt. Stjörnugjöf er ámóta vel fallin til að lýsa listaverkum og kúbíksentimetrar. Og svo er hitt: það er ekki hægt að gefa afmarkaðan fjölda af stjörnum. Þær eru nefnilega óteljandi rétt eins og listin hefur í sér ómælið sjálft. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Um daginn fór ég að hugsa um stjörnugjafir í listdómum, alveg út í loftið, eiginlega himinhvolfið. Ég hafði lesið nokkra dóma um listviðburði þennan daginn, misgáfulega eins og gengur, og tók allt í einu eftir þessum fjárans stjörnum sem mér þóttu hanga utan á ritsmíðunum, eins og óþarfir og roggnir forstjórar. LímmiðarÞetta er vissulega þénugt. Sé maður lauslega forvitinn um einhverja liststarfsemi eða feril tiltekins listamanns en ekki nægilega til að maður nenni að lesa heila grein um afurðir viðkomandi getur maður séð á stjörnugjöfinni í fljótu bragði hvernig til tókst. Í mjög fljótu bragði og mjög almennt talað. Listamenn þurfa vissulega á viðbrögðum að halda við sköpun sinni – „hvernig var þetta hjá mér?“ er algengasta spurning listamanna sem til er – en þeir hafa í rauninni ósköp lítið við stjörnur að gera; fái listamaðurinn fullt hús gleðst viðkomandi auðvitað, en er svo sem litlu nær að öðru leyti. Hefði verið meira gaman að fá rósir. Að fá stjörnur fyrir listaverk er eins og þegar maður var í skóla og fékk Ágætt, Gott, Sæmilegt eða Áfátt fyrir. Að fá stjörnur er eins og að fá límmiða fyrir verkefni, sem maður má svo setja í límmiðabókina sína. Umbun fyrir unnið starf, veitt af einhverjum sem er hærra settur listamanninum sjálfum í stigveldi menningarlífsins. Þetta er angi af ákveðinni tilhneigingu til infantílíseringar listamanna í samfélaginu; setja listamanninn í barnslegt hólf í samfélaginu þar sem hann getur fengið að leika sér. Listamaðurinn er náttúrlega í sambandi við barnið í sér eins og við eigum öll að vera, og getur sótt það þegar á þarf að halda – alveg eins og gamalmennið í sér, konuna í sér, karlinn, vitringinn eða fávitann – öll þessi mannlegu einkenni og hlutverk sem listamenn fást við: en listamaðurinn er ekki barn og þarf ekki að leika hið óábyrga og óþekka barn í samfélaginu; og listamaðurinn á ekki að vera í stöðu barnsins gagnvart kennaranum þegar hann stendur frammi fyrir gagnrýnandanum. Að fá stjörnur fyrir listaverk … það er eitthvað skrýtið við það, eitthvað rangt, eitthvað sem geigar gersamlega og er algerlega á skjön við sjálfa liststarfsemina ... Að fá umsögn í stjörnum eftir sköpun á listaverki er eins og að fá afslátt á farmiða til Akureyrar að afloknu prófi í vélaverkfræði í staðinn fyrir einkunn. Það er eins og að spyrja hvar salernið sé og fá afhenta brauðrist. Það er ágætt í sjálfu sér en beinist að allt öðru sviði en því sem um er fjallað. Og fyrir sjálfan „neytandann“ sem kann að hafa áhuga á listum er það að skoða stjörnugjöf í stað þess að lesa heila umsögn eins og að borða duftið af maggísúpu án þess að það sé sett út í heitt vatn. Fimmtán kúbíksentimetra myndStjörnugjöfin er hluti af viðleitni til að búa til „frammistöðumat“ um listaverkið og skipa því niður í flokka eins og gert er við lambakjöt. Þetta er gert til hægðarauka fyrir „neytandann“, og litið svo á að listaverkið sé vara á markaði sem þar til gerðir „matsmenn“ gefa einkunnir og segja til um hversu hæft sé til neyslu. Hvernig á slíkt frammistöðumat að geta farið fram? Fær Ódysseifskviða fjórar eða fimm stjörnur? Andalúsíuhundurinn? En Bakkabræður í Austurstræti? Er slík mynd yfirhöfuð nokkurs staðar í námunda við þá vídd þar sem stjörnugjöf tíðkast? Njála? Fær hún kannski bara þrjár stjörnur út af allri leiðinlegu og vitlausu lögfræðinni sem þar er að finna, og dregur óneitanlega úr þeirri ánægju sem lesandinn kann að hafa af lestrinum? Þetta er ekki einfalt mál. Öll góð list er nefnilega svolítið vond (samkvæmt hefðbundnum mælikvörðum, brýtur einhverjar reglur) – og öll vond list er dálítið góð. Margir miklir listamenn leita skekkjunnar í atferli einstaklinga og samfélaga og þurfa að fara krókaleiðir til að finna hana. Það er í skekkjunni sem við finnum mennskuna, en stundum kemur ekkert í leitirnar annað en skekkjan. Listaverk sem lánast nær að hæfa mann í þær stöðvar heilans sem taka við og vinna saman úr listaverkum svo að úr verður heildarkennd sem lýsa má sem unaði; fyrir kemur meira að segja að heimsmynd manns breytist. Hvernig lýsir maður slíkri reynslu? Hvernig gefur maður geðshræringu stjörnur? Til hvers að gefa brosi stjörnur? Sérhvert listaverk er organismi, lífheild, öðruvísi en öll önnur verk, sérstakt; lýtalaust eða gallað eftir atvikum. Það fer stundum eftir sjónarhorni þess sem horfir á það. Galli á listaverki er oft helsti kostur þess. Og öfugt. Stjörnugjöf er ámóta vel fallin til að lýsa listaverkum og kúbíksentimetrar. Og svo er hitt: það er ekki hægt að gefa afmarkaðan fjölda af stjörnum. Þær eru nefnilega óteljandi rétt eins og listin hefur í sér ómælið sjálft.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar