Makalaust framferði Isavia Aðalheiður Héðinsdóttir skrifar 4. júní 2015 00:01 Ingimundur Sigurpálsson formaður stjórnar Isavia ohf. staðhæfði á blaðamannafundi 1. október sl. að samkeppnisferlið um verslunar- og veitingarými í Leifsstöð hafi verið ,,eins opið og gagnsætt eins og frekast er kostur“. Nú hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál komist að niðurstöðu um að það er rangt. Þvert á móti ber úrskurður nefndarinnar um kæru Kaffitárs með sér að stjórn Isavia er staðráðin í að koma í veg fyrir að þátttakendur í samkeppninni geti kannað hvort annarlegar og ómálefnalegar ástæður hafi ráðið vali á fyrirtækjum. Ætla mætti að það stæði ekki í stjórn Isavia að upplýsa hvaða fyrirtæki tóku þátt í samkeppninni, en það er röng ályktun. Í fyrstu bar fyrirtækið fyrir sig trúnaði við þátttökufyrirtækin og meintan álitshnekki þeirra sem urðu undir í samkeppninni. Þá bar Isavia fyrir sig að líklega tækju fleiri fyrirtæki þátt í slíkri samkeppni ef leynd hvíldi yfir samkeppnisferlinu. Úrskurðarnefndin gaf lítið fyrir þessi rök og krafðist þess að fá nafnalistann afhentan í trúnaði. Þá „upplýsti“ Isavia að gögnunum hefði verið eytt, nafnalistanum og öllum forvalsgögnum sem innhéldu m.a. upplýsingar um fyrirtækin, vöruframboð, verð- og markaðsstefnu! Úrskurðarnefndin var augljóslega gáttuð á þessu svari og fannst ástæða til að minna á lög um opinber skjalasöfn sem Isavia virðist hafa brotið með framferði sínu, enda mætti leggja úrskurðarnefndina niður ef það væri látið óátalið að aðilar sem heyra undir upplýsingalög eyði óþægilegum gögnum. Sú spurning verður áleitin hvort Isavia eyddi gögnunum áður en niðurstaða samkeppninnar lá fyrir eða hvort það var gert eftir að Kaffitár bað um gögnin 21. ágúst og opinber umræða um leynimakk hófst. Þessi nafnalisti og forvalsgögn eru mikilvæg vegna þess að Isavia hefur orðið tvísaga um fjölda þátttakenda í samkeppninni, annars vegar segir í fundargerð valnefndar 8. apríl 2014 að þátttakendur hafi verið 70 en á blaðamannafundi 1. október 2014 var fjöldinn orðinn 71. Þá kemur fram í greinargerð úrskurðarnefndar að nefndin hafi undir höndum mikilvæg tilboðsgögn frá Lagardére Services, sem dagsett eru 11. júlí, en lokafrestur til að skila gögnum var 25. júní. Rétt er að minna á að þetta franska fyrirtæki er hinn stóri sigurvegari samkeppninnar með nánast alla útsölustaði matar og drykkja í flugstöðinni. Ég vil vekja athygli á tveimur öðrum staðreyndum sem koma fram í úrskurðinum. Isavia neitaði ekki eingöngu Kaffitári um aðgang að stigagjöf annarra þátttakenda, heldur neitaði hún einnig úrskurðarnefndinni um þessi gögn, þrátt fyrir tilmæli um að þau yrðu aðeins afhent nefndinni í trúnaði. Beiðni um aðgang að gögnum sem útskýra einkunnagjöf og val á fyrirtækjum var svarað með því að engin slík gögn væru til í skjalavörslu fyrirtækisins. Á mannamáli þýðir þetta að engar fundargerðir, engin vinnuskjöl eða minnisblöð, engin greinargerð eða glærukynning er til hjá fyrirtækinu sem útskýrir hvers vegna valnefnd lagði til við stjórn Isavia að gengið yrði til samninga við tiltekin fyrirtæki og stjórn Isavia finnst boðleg vinnubrögð að hafa engin skrifleg gögn til að styðjast við þegar tekin var ákvörðun um ráðstöfun gæða sem teljast til opinberra hagsmuna. Með hliðsjón af öllu þessu ákvarðaði úrskurðarnefnd upplýsingamála að Isavia skyldi afhenda Kaffitári einkunnablöð og öll tilboð og fylgiskjöl fyrirtækja sem tóku þátt í samkeppninni í þeim flokki sem um ræðir, en eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að skylda Isavia til að afhenda gögn sem ekki eru til eða hefur verið eytt. Slíkt heyrir undir aðrar eftirlitsstofnanir ríkisins og kallar í raun á stjórnsýsluúttekt á starfsháttum fyrirtækisins. Ég gæti hagsmuna míns fyrirtækis og þess vegna óska ég eftir aðgangi að gögnum. Lesendum ætti þó að vera ljóst að hér er á ferðinni miklu stærra mál og varðar hagsmuni almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Sjá meira
Ingimundur Sigurpálsson formaður stjórnar Isavia ohf. staðhæfði á blaðamannafundi 1. október sl. að samkeppnisferlið um verslunar- og veitingarými í Leifsstöð hafi verið ,,eins opið og gagnsætt eins og frekast er kostur“. Nú hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál komist að niðurstöðu um að það er rangt. Þvert á móti ber úrskurður nefndarinnar um kæru Kaffitárs með sér að stjórn Isavia er staðráðin í að koma í veg fyrir að þátttakendur í samkeppninni geti kannað hvort annarlegar og ómálefnalegar ástæður hafi ráðið vali á fyrirtækjum. Ætla mætti að það stæði ekki í stjórn Isavia að upplýsa hvaða fyrirtæki tóku þátt í samkeppninni, en það er röng ályktun. Í fyrstu bar fyrirtækið fyrir sig trúnaði við þátttökufyrirtækin og meintan álitshnekki þeirra sem urðu undir í samkeppninni. Þá bar Isavia fyrir sig að líklega tækju fleiri fyrirtæki þátt í slíkri samkeppni ef leynd hvíldi yfir samkeppnisferlinu. Úrskurðarnefndin gaf lítið fyrir þessi rök og krafðist þess að fá nafnalistann afhentan í trúnaði. Þá „upplýsti“ Isavia að gögnunum hefði verið eytt, nafnalistanum og öllum forvalsgögnum sem innhéldu m.a. upplýsingar um fyrirtækin, vöruframboð, verð- og markaðsstefnu! Úrskurðarnefndin var augljóslega gáttuð á þessu svari og fannst ástæða til að minna á lög um opinber skjalasöfn sem Isavia virðist hafa brotið með framferði sínu, enda mætti leggja úrskurðarnefndina niður ef það væri látið óátalið að aðilar sem heyra undir upplýsingalög eyði óþægilegum gögnum. Sú spurning verður áleitin hvort Isavia eyddi gögnunum áður en niðurstaða samkeppninnar lá fyrir eða hvort það var gert eftir að Kaffitár bað um gögnin 21. ágúst og opinber umræða um leynimakk hófst. Þessi nafnalisti og forvalsgögn eru mikilvæg vegna þess að Isavia hefur orðið tvísaga um fjölda þátttakenda í samkeppninni, annars vegar segir í fundargerð valnefndar 8. apríl 2014 að þátttakendur hafi verið 70 en á blaðamannafundi 1. október 2014 var fjöldinn orðinn 71. Þá kemur fram í greinargerð úrskurðarnefndar að nefndin hafi undir höndum mikilvæg tilboðsgögn frá Lagardére Services, sem dagsett eru 11. júlí, en lokafrestur til að skila gögnum var 25. júní. Rétt er að minna á að þetta franska fyrirtæki er hinn stóri sigurvegari samkeppninnar með nánast alla útsölustaði matar og drykkja í flugstöðinni. Ég vil vekja athygli á tveimur öðrum staðreyndum sem koma fram í úrskurðinum. Isavia neitaði ekki eingöngu Kaffitári um aðgang að stigagjöf annarra þátttakenda, heldur neitaði hún einnig úrskurðarnefndinni um þessi gögn, þrátt fyrir tilmæli um að þau yrðu aðeins afhent nefndinni í trúnaði. Beiðni um aðgang að gögnum sem útskýra einkunnagjöf og val á fyrirtækjum var svarað með því að engin slík gögn væru til í skjalavörslu fyrirtækisins. Á mannamáli þýðir þetta að engar fundargerðir, engin vinnuskjöl eða minnisblöð, engin greinargerð eða glærukynning er til hjá fyrirtækinu sem útskýrir hvers vegna valnefnd lagði til við stjórn Isavia að gengið yrði til samninga við tiltekin fyrirtæki og stjórn Isavia finnst boðleg vinnubrögð að hafa engin skrifleg gögn til að styðjast við þegar tekin var ákvörðun um ráðstöfun gæða sem teljast til opinberra hagsmuna. Með hliðsjón af öllu þessu ákvarðaði úrskurðarnefnd upplýsingamála að Isavia skyldi afhenda Kaffitári einkunnablöð og öll tilboð og fylgiskjöl fyrirtækja sem tóku þátt í samkeppninni í þeim flokki sem um ræðir, en eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að skylda Isavia til að afhenda gögn sem ekki eru til eða hefur verið eytt. Slíkt heyrir undir aðrar eftirlitsstofnanir ríkisins og kallar í raun á stjórnsýsluúttekt á starfsháttum fyrirtækisins. Ég gæti hagsmuna míns fyrirtækis og þess vegna óska ég eftir aðgangi að gögnum. Lesendum ætti þó að vera ljóst að hér er á ferðinni miklu stærra mál og varðar hagsmuni almennings.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar