Hvað bíður nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga? Aníta Aagestad og Rakel Óskarsdóttir skrifar 4. júní 2015 00:01 Við erum að útskrifast sem hjúkrunarfræðingar frá Háskóla Íslands núna í júní. Flestir sem velja sér hjúkrun sem framtíðarstarf velja það af áhuga á starfinu en ekki vegna launanna. Almenningur virðist vera meðvitaður um lág laun hjúkrunarfræðinga og kannast eflaust margir hjúkrunarnemar við að fólk slái á létta strengi með athugasemdum eins og „þú verður bara að finna þér ríkan mann“. Við höfum oft talað um það okkar á milli í gegnum námið að það verði pottþétt búið að semja um hærri laun fyrir útskrift. Miðað við takmarkaðan samningsvilja ríkisins stefnir í að það eigi ekki eftir að verða að veruleika. Eftir útskrift bíða nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga mjög fjölbreytt tækifæri þar sem skortur er á hjúkrunarfræðingum í landinu. Auk þess er mikil eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum erlendis og eru eflaust margir sem horfa á hærri laun og spennandi tækifæri þar. Hjúkrunarfræðingar eins og aðrar stéttir þurfa að sjá sjálfum sér og fjölskyldum sínum farborða. Eftir fjögurra ára háskólanám ættu hjúkrunarfræðingar að fá laun sem gera þeim kleift að gera það með sómasamlegum hætti, en auk almennra heimilisútgjalda skulda margir há námslán sem þeir þurfa að greiða til baka. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum síðustu daga er nauðsynlegt að mennta fleiri hjúkrunarfræðinga til að geta haldið uppi heilbrigðisþjónustu í landinu í framtíðinni. Hjúkrunarfræðingar eru ekki aðeins í verkfalli vegna eigin hagsmuna heldur einnig hagsmuna samfélagsins í heild sinni og komandi kynslóða því hjúkrunarfræðingar eru langstærsta stéttin innan heilbrigðiskerfisins. Við höfum áhyggjur af því að stéttin eigi ekki eftir að endurnýjast eins og þörf er á og að álag sem nú þegar er á hjúkrunarfræðingum eigi eftir að aukast enn frekar og finnst okkur það mjög fráhrindandi. Spennandi og fjölbreytt starf er ekki nóg til að laða að ungt fólk í hjúkrun og leggja á sig fjögurra ára háskólanám í hjúkrunarfræði og skuldsetja sig um leið. Okkur langar að starfa á Íslandi við hjúkrun þar sem tækifærin hér eru mjög fjölbreytt og spennandi. Fólkið sem starfar við heilbrigðisþjónustu hér er almennt mjög fagmannlegt og býr yfir dýrmætri þekkingu. Við teljum mikilvægt að gera starfið eftirsóknarverðara með hærri launum og betri vinnuaðstöðu til þess að koma í veg fyrir frekari landflótta úr stéttinni. Höfundar hafa horft til þeirra möguleika sem bjóðast á Norðurlöndunum og útiloka ekki að kanna þá möguleika enn frekar. Þó erum við erum spenntar að slást í hóp öflugra hjúkrunarfræðinga eftir útskrift, hvað svo sem síðar verður. Við skorum á ríkisvaldið að semja við hjúkrunarfræðinga um betri kjör til þess að tryggja endurnýjun stéttarinnar og koma í veg fyrir frekari landflótta úr stéttinni og tryggja Íslendingum gæðahjúkrun um ókomna tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum að útskrifast sem hjúkrunarfræðingar frá Háskóla Íslands núna í júní. Flestir sem velja sér hjúkrun sem framtíðarstarf velja það af áhuga á starfinu en ekki vegna launanna. Almenningur virðist vera meðvitaður um lág laun hjúkrunarfræðinga og kannast eflaust margir hjúkrunarnemar við að fólk slái á létta strengi með athugasemdum eins og „þú verður bara að finna þér ríkan mann“. Við höfum oft talað um það okkar á milli í gegnum námið að það verði pottþétt búið að semja um hærri laun fyrir útskrift. Miðað við takmarkaðan samningsvilja ríkisins stefnir í að það eigi ekki eftir að verða að veruleika. Eftir útskrift bíða nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga mjög fjölbreytt tækifæri þar sem skortur er á hjúkrunarfræðingum í landinu. Auk þess er mikil eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum erlendis og eru eflaust margir sem horfa á hærri laun og spennandi tækifæri þar. Hjúkrunarfræðingar eins og aðrar stéttir þurfa að sjá sjálfum sér og fjölskyldum sínum farborða. Eftir fjögurra ára háskólanám ættu hjúkrunarfræðingar að fá laun sem gera þeim kleift að gera það með sómasamlegum hætti, en auk almennra heimilisútgjalda skulda margir há námslán sem þeir þurfa að greiða til baka. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum síðustu daga er nauðsynlegt að mennta fleiri hjúkrunarfræðinga til að geta haldið uppi heilbrigðisþjónustu í landinu í framtíðinni. Hjúkrunarfræðingar eru ekki aðeins í verkfalli vegna eigin hagsmuna heldur einnig hagsmuna samfélagsins í heild sinni og komandi kynslóða því hjúkrunarfræðingar eru langstærsta stéttin innan heilbrigðiskerfisins. Við höfum áhyggjur af því að stéttin eigi ekki eftir að endurnýjast eins og þörf er á og að álag sem nú þegar er á hjúkrunarfræðingum eigi eftir að aukast enn frekar og finnst okkur það mjög fráhrindandi. Spennandi og fjölbreytt starf er ekki nóg til að laða að ungt fólk í hjúkrun og leggja á sig fjögurra ára háskólanám í hjúkrunarfræði og skuldsetja sig um leið. Okkur langar að starfa á Íslandi við hjúkrun þar sem tækifærin hér eru mjög fjölbreytt og spennandi. Fólkið sem starfar við heilbrigðisþjónustu hér er almennt mjög fagmannlegt og býr yfir dýrmætri þekkingu. Við teljum mikilvægt að gera starfið eftirsóknarverðara með hærri launum og betri vinnuaðstöðu til þess að koma í veg fyrir frekari landflótta úr stéttinni. Höfundar hafa horft til þeirra möguleika sem bjóðast á Norðurlöndunum og útiloka ekki að kanna þá möguleika enn frekar. Þó erum við erum spenntar að slást í hóp öflugra hjúkrunarfræðinga eftir útskrift, hvað svo sem síðar verður. Við skorum á ríkisvaldið að semja við hjúkrunarfræðinga um betri kjör til þess að tryggja endurnýjun stéttarinnar og koma í veg fyrir frekari landflótta úr stéttinni og tryggja Íslendingum gæðahjúkrun um ókomna tíð.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun