Staða ferðaþjónustunnar í íslensku samfélagi Ólöf Ýrr Atladóttir skrifar 2. janúar 2015 06:45 I. Sérstaða ferðaþjónustu sem atvinnugreinar Ferðaþjónustan hefur á undanförnum árum notið vaxandi og réttmætrar athygli sem ein mikilvægasta atvinnugrein Íslendinga. Mikilvægi hennar kristallast ekki síst í því hversu víða hún kemur við sögu í efnahagslífi þjóðarinnar: sem grunnurinn að sköpun starfa, sem ein mikilvægasta stoðin undir byggðafestu, vegna óbeinna áhrifa á aðrar atvinnugreinar og tengingar við atvinnulífið á nær öllum sviðum og ekki síst sem ein meginleiðin fyrir gjaldeyrisflæði inn í landið. Ferðamönnum hefur fjölgað um og yfir 20% á ári frá 2011 samkvæmt mælingum Ferðamálastofu. Árið 2013 voru um 807 þúsund erlendir ríkisborgarar taldir á Keflavíkurflugvelli, sem var um 21% fjölgun frá fyrra ári og fjölgunin árið 2014 verður á svipuðu róli. Neysla erlendra ferðamanna var um 209 mi.kr., um 234 þús.kr. á mann, og hlutur atvinnugreinarinnar í gjaldeyristekjum var um 27%. Um 6-7% af innlendu vinnuafli starfaði við greinina og hún átti um 7-7,5% af vergri landframleiðslu. Ferðaþjónustan skiptir máli fyrir Íslendinga, en við skiptum líka öllu máli fyrir hana.Einkenni ferðaþjónustunnar Ef til vill má segja að ferðaþjónustan og hið opinbera tengist nánari böndum en á við um aðrar atvinnugreinar. Ferðaþjónustan byggir á fjölmörgum stoðum sem teljast til verkefna hins opinbera. Má þar nefna skipulagsmál, samgöngukerfið, umhverfisvernd og uppbyggingu á svæðum sem eru í sameiginlegri eigu þjóðarinnar, menntun og þjálfun ungs fólks, skilvirkt regluverk og áherslur sem grundvallast á gæðum og fagmennsku. Ferðaþjónustan grundvallast á gestrisni heimamanna og allt þetta þarf að spila saman til að tryggja einstæða og áfallalausa upplifun gesta. Hið opinbera, hvort heldur eru ríki eða sveitarfélög, þarf því að taka bæði tillit til tekna (sem koma inn t.d. með eflingu atvinnulífs, auknum skatt- og útsvarstekjum og aukinni neyslu) og rekstrar, þar sem bæði þarf að gera ráð fyrir ákveðinni þjónustu og rekstrarkostnaði vegna ferðaþjónustunnar í áætlanagerð. Sérstaða ferðaþjónustunnar felst auk heldur í því að hana er ekki hægt að útvista. Íslensk ferðaþjónusta getur aðeins verið reidd fram á Íslandi; og sérstaða einstakra landshluta verður ekki flutt úr stað. Vörurnar sem boðnar eru fram, þjónustan og upplifunin, verður til á staðnum, skapar staðbundin tækifæri og framtíðarstörf ef vel er að málum staðið. Jafnframt þýðir þetta að vel þarf að vanda til verka, hlúa að sprotunum og tryggja sjálfbærni atvinnugreinarinnar. Ekki er hægt að flytja starfsemina eitthvert annað ef kemur í ljós að staðbundið álag á auðlindir er of mikið.Mótun stefnu og framtíðarsýnar Á haustdögum var sett af stað vinna við mótun stefnu og framtíðarsýnar fyrir íslenska ferðaþjónustu. Um er að ræða yfirgripsmikið verkefni, sem unnið er í samvinnu hins opinbera og atvinnulífsins, enda tómt mál að tala um eftirfylgni við ferðamálastefnu er allir hagsmunaaðilar finna ekki til ábyrgðar og eignarhalds á stefnunni. Um mikilvægi vandaðrar stefnumótunar og áætlanagerðar þarf ekki að fjölyrða. Sér í lagi þegar um er að ræða atvinnugrein sem teygir sig inn á svið flestra mannlegra athafna. Fyrirhugað er að skila niðurstöðum þessarar vinnu á vordögum, en á þessari stundu er ekki úr vegi að huga að því hver verkefnin til næstu ára gætu verið – og á næstunni mun ég setja fram í nokkrum greinum sýn mína á það hver okkar mikilvægustu verkefni eru á næstu árum.Grundvöllur ferðaþjónustunnarFerðaþjónustan er skrýtin skepna. Sumir vilja meina að hún sé í raun ekki ein atvinnugrein, heldur margar, sem tvinnast saman með flóknum hætti á grunni gagnkvæmra hagsmuna. Auk þess eru hagsmunir samfélags og ferðaþjónustu líkast til samtvinnaðri en gildir um aðrar atvinnugreinar. Ferðaþjónustan er háð og hefur áhrif á margvíslega þjónustu sem við teljum okkur eiga heimtingu á sem samfélagsþegnar, s.s. á sviði samgöngumála, öryggismála, heilbrigðismála og umhverfismála. Uppbygging ferðaþjónustunnar grundvallast á skipulagsmálum, sem við treystum kjörnum fulltrúum okkar til að taka ákvarðanir um – ákvarðanir sem geta haft áhrif á lífsgæði okkar og barnanna okkar um ókomna framtíð. Ferðaþjónustan er þjónustugrein, og sem slík beinist hún að heimamönnum líka, ekki síður en ferðamönnum og þar að auki þarf hún að grundvallast á gæðum og fagmennsku, vegna þess að orðsporið fer víða á skömmum tíma nú til dags – og orðsporið er það sem á endanum ber hróður okkar sem gestgjafaþjóðar til þeirra sem við viljum að sækjum okkur heim. Á næstunni mun ég í frekari skrifum setja fram sýn Ferðamálastofu á sérstöðu ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar, þær auðlindir sem hún byggir á og hvernig við getum tryggt að hún þróist áfram í sátt við land og samfélag.Grein Ólafar er sú fyrsta af fjórum um sama málefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
I. Sérstaða ferðaþjónustu sem atvinnugreinar Ferðaþjónustan hefur á undanförnum árum notið vaxandi og réttmætrar athygli sem ein mikilvægasta atvinnugrein Íslendinga. Mikilvægi hennar kristallast ekki síst í því hversu víða hún kemur við sögu í efnahagslífi þjóðarinnar: sem grunnurinn að sköpun starfa, sem ein mikilvægasta stoðin undir byggðafestu, vegna óbeinna áhrifa á aðrar atvinnugreinar og tengingar við atvinnulífið á nær öllum sviðum og ekki síst sem ein meginleiðin fyrir gjaldeyrisflæði inn í landið. Ferðamönnum hefur fjölgað um og yfir 20% á ári frá 2011 samkvæmt mælingum Ferðamálastofu. Árið 2013 voru um 807 þúsund erlendir ríkisborgarar taldir á Keflavíkurflugvelli, sem var um 21% fjölgun frá fyrra ári og fjölgunin árið 2014 verður á svipuðu róli. Neysla erlendra ferðamanna var um 209 mi.kr., um 234 þús.kr. á mann, og hlutur atvinnugreinarinnar í gjaldeyristekjum var um 27%. Um 6-7% af innlendu vinnuafli starfaði við greinina og hún átti um 7-7,5% af vergri landframleiðslu. Ferðaþjónustan skiptir máli fyrir Íslendinga, en við skiptum líka öllu máli fyrir hana.Einkenni ferðaþjónustunnar Ef til vill má segja að ferðaþjónustan og hið opinbera tengist nánari böndum en á við um aðrar atvinnugreinar. Ferðaþjónustan byggir á fjölmörgum stoðum sem teljast til verkefna hins opinbera. Má þar nefna skipulagsmál, samgöngukerfið, umhverfisvernd og uppbyggingu á svæðum sem eru í sameiginlegri eigu þjóðarinnar, menntun og þjálfun ungs fólks, skilvirkt regluverk og áherslur sem grundvallast á gæðum og fagmennsku. Ferðaþjónustan grundvallast á gestrisni heimamanna og allt þetta þarf að spila saman til að tryggja einstæða og áfallalausa upplifun gesta. Hið opinbera, hvort heldur eru ríki eða sveitarfélög, þarf því að taka bæði tillit til tekna (sem koma inn t.d. með eflingu atvinnulífs, auknum skatt- og útsvarstekjum og aukinni neyslu) og rekstrar, þar sem bæði þarf að gera ráð fyrir ákveðinni þjónustu og rekstrarkostnaði vegna ferðaþjónustunnar í áætlanagerð. Sérstaða ferðaþjónustunnar felst auk heldur í því að hana er ekki hægt að útvista. Íslensk ferðaþjónusta getur aðeins verið reidd fram á Íslandi; og sérstaða einstakra landshluta verður ekki flutt úr stað. Vörurnar sem boðnar eru fram, þjónustan og upplifunin, verður til á staðnum, skapar staðbundin tækifæri og framtíðarstörf ef vel er að málum staðið. Jafnframt þýðir þetta að vel þarf að vanda til verka, hlúa að sprotunum og tryggja sjálfbærni atvinnugreinarinnar. Ekki er hægt að flytja starfsemina eitthvert annað ef kemur í ljós að staðbundið álag á auðlindir er of mikið.Mótun stefnu og framtíðarsýnar Á haustdögum var sett af stað vinna við mótun stefnu og framtíðarsýnar fyrir íslenska ferðaþjónustu. Um er að ræða yfirgripsmikið verkefni, sem unnið er í samvinnu hins opinbera og atvinnulífsins, enda tómt mál að tala um eftirfylgni við ferðamálastefnu er allir hagsmunaaðilar finna ekki til ábyrgðar og eignarhalds á stefnunni. Um mikilvægi vandaðrar stefnumótunar og áætlanagerðar þarf ekki að fjölyrða. Sér í lagi þegar um er að ræða atvinnugrein sem teygir sig inn á svið flestra mannlegra athafna. Fyrirhugað er að skila niðurstöðum þessarar vinnu á vordögum, en á þessari stundu er ekki úr vegi að huga að því hver verkefnin til næstu ára gætu verið – og á næstunni mun ég setja fram í nokkrum greinum sýn mína á það hver okkar mikilvægustu verkefni eru á næstu árum.Grundvöllur ferðaþjónustunnarFerðaþjónustan er skrýtin skepna. Sumir vilja meina að hún sé í raun ekki ein atvinnugrein, heldur margar, sem tvinnast saman með flóknum hætti á grunni gagnkvæmra hagsmuna. Auk þess eru hagsmunir samfélags og ferðaþjónustu líkast til samtvinnaðri en gildir um aðrar atvinnugreinar. Ferðaþjónustan er háð og hefur áhrif á margvíslega þjónustu sem við teljum okkur eiga heimtingu á sem samfélagsþegnar, s.s. á sviði samgöngumála, öryggismála, heilbrigðismála og umhverfismála. Uppbygging ferðaþjónustunnar grundvallast á skipulagsmálum, sem við treystum kjörnum fulltrúum okkar til að taka ákvarðanir um – ákvarðanir sem geta haft áhrif á lífsgæði okkar og barnanna okkar um ókomna framtíð. Ferðaþjónustan er þjónustugrein, og sem slík beinist hún að heimamönnum líka, ekki síður en ferðamönnum og þar að auki þarf hún að grundvallast á gæðum og fagmennsku, vegna þess að orðsporið fer víða á skömmum tíma nú til dags – og orðsporið er það sem á endanum ber hróður okkar sem gestgjafaþjóðar til þeirra sem við viljum að sækjum okkur heim. Á næstunni mun ég í frekari skrifum setja fram sýn Ferðamálastofu á sérstöðu ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar, þær auðlindir sem hún byggir á og hvernig við getum tryggt að hún þróist áfram í sátt við land og samfélag.Grein Ólafar er sú fyrsta af fjórum um sama málefni.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar