Viðskipti innlent

Arðsemi sjávarútvegsfyrirtækja dregst saman

ingvar haraldsson skrifar
Arðsemi sjávarútvegsfyrirtækja dróst saman milli áranna 2012 og 2013.
Arðsemi sjávarútvegsfyrirtækja dróst saman milli áranna 2012 og 2013. vísir/óskar
Rekstarhagnaður sjávarútvegsfyrirtækja fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og tekjuskatt (EBITDA) sem hlutfall af heildartekjur dróst saman áranna milli áranna 2012 og 2013. Þetta kemur fram í nýútgefnum Hagtíðindum Hagstofu Íslands.

Í fiskveiðum og –vinnslu lækkaði  hlutfallið úr 30 prósentum í 26,5 prósent. Í fiskveiðum  lækkaði hlutfallið úr 25 prósent árið 2012 í 20,1 prósent árið 2013 og í fiskvinnslu lækkaði hlutfallið úr 17,2 prósentum í 17 prósent.

Þrátt fyrir að rekstarhagnaðurinn hafi dregist saman jókst hagnaðurinn fyrir skatta úr 17,5 prósentum árið 2012 í 22,4 prósent árið 2013 og nam alls 61 milljarði.

Heildareignir sjávarútvegs í árslok 2013 námu tæplega 530 milljörðum króna, heildarskuldir voru 380 milljarðar og eigið fé var 149 milljarðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×