Í hópfaðmlagi með Ásmundi Friðrikssyni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar 15. janúar 2015 10:08 Manneskjan er gædd þeim hæfileika að geta viðhaft gagnrýna hugsun. Í því felst að hún getur rannsakað skoðanir og kosið að fallast ekki á þær nema finna fyrir þeim fullnægjandi rök. Þannig getur manneskjan líka aflað sér stöðugt meiri þekkingar og lagt skoðanir sínar á vogarskálar rökræðu við annað fólk. Hvernig svo sem á því stendur kjósa menn engu að síður oft að leggja þessa hæfileika til hliðar og kasta fram fullyrðingum eða skoðunum án þess að hafa ljáð þeim haldreipi raka og þekkingar. Yfir því er þó alls ekki hægt að kvarta. Tjáningarfrelsið gerir mönnum einmitt kleift að kasta fram öllum mögulegum skoðunum hversu svo sem órökréttar þær eru. Þeir sem nýta sér tjáningarfrelsið á þann máta vilja þó stundum gleyma því að þetta sama tjáningarfrelsi gerir öðru fólki kleift að svara þeim með andstæðum skoðunum og gagnrýni. Nýjasta dæmið um gleymsku af þessu tagi átti sér stað hjá Ásmundi Friðrikssyni alþingismanni eftir að málaleitan hans um rannsókn á öllum múslimum á Íslandi sætti mikilli gagnrýni af hálfu annarra. Í stað þess að fagna hinni miklu umræðu, sem hann þó kallaði eftir sjálfur, eða svara gagnrýninni með mótrökum, sagðist hann hreint út hafa verið „tekinn af lífi af fjölmiðlum.“ Þá lét hann falla orð eins og þessi: „Viðbrögðin hafa komið mjög á óvart. Ég áttaði mig ekki á því að ekki mætti tala um þessi mál. Það er eins og þöggun sé í samfélaginu um þau.“ (Morgunblaðinu 14. jan. 2015). Hér skal fyrst vakin athygli á því að Ásmundur var sannarlega ekki tekinn af lífi. Í síðustu viku var fólk í alvörunni tekið af lífi í Frakklandi fyrir skoðanir sínar og teikningar og engin ástæða til að gengisfella hugtakið með líkingamáli því sem þingmaðurinn kýs að nota. Í öðru lagi er því til að svara að víst má tala um þessi mál. Það er einmitt það sem verið er að gera svo víða, í fjölmiðlum, í athugasemdakerfum, á samskiptamiðlum og á kaffistofum. Það sem þingmaðurinn telur að sé þöggun í sinn garð er ekki þöggun heldur ljóslifandi völlur skoðanaskipta. Á þeim velli nýtir fólk tjáningarfrelsi sitt til að gagnrýna hugmyndir þingmannsins. Gagnrýna hugmyndir um að afnema skuli hér á landi jafnfræði þegnanna og að fram skuli fara lögreglurannsóknir á fólki eingöngu vegna skoðana þeirra eða trúarbragða. Það sem þingmaðurinn heldur að sé eigin aftaka er ekki aftaka heldur rökræða. Manneskjan er sem fyrr segir gædd þeim hæfileika að geta viðhaft gagnrýna hugsun og gagnrýnin hugsun nýtur sín best í innilegu faðmlagi við ríkt tjáningarfrelsi. Það er óskandi að Ásmundur Friðriksson, sem og allir aðrir, gangi til liðs við hvoru tveggja í öflugu hópfaðmlagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Manneskjan er gædd þeim hæfileika að geta viðhaft gagnrýna hugsun. Í því felst að hún getur rannsakað skoðanir og kosið að fallast ekki á þær nema finna fyrir þeim fullnægjandi rök. Þannig getur manneskjan líka aflað sér stöðugt meiri þekkingar og lagt skoðanir sínar á vogarskálar rökræðu við annað fólk. Hvernig svo sem á því stendur kjósa menn engu að síður oft að leggja þessa hæfileika til hliðar og kasta fram fullyrðingum eða skoðunum án þess að hafa ljáð þeim haldreipi raka og þekkingar. Yfir því er þó alls ekki hægt að kvarta. Tjáningarfrelsið gerir mönnum einmitt kleift að kasta fram öllum mögulegum skoðunum hversu svo sem órökréttar þær eru. Þeir sem nýta sér tjáningarfrelsið á þann máta vilja þó stundum gleyma því að þetta sama tjáningarfrelsi gerir öðru fólki kleift að svara þeim með andstæðum skoðunum og gagnrýni. Nýjasta dæmið um gleymsku af þessu tagi átti sér stað hjá Ásmundi Friðrikssyni alþingismanni eftir að málaleitan hans um rannsókn á öllum múslimum á Íslandi sætti mikilli gagnrýni af hálfu annarra. Í stað þess að fagna hinni miklu umræðu, sem hann þó kallaði eftir sjálfur, eða svara gagnrýninni með mótrökum, sagðist hann hreint út hafa verið „tekinn af lífi af fjölmiðlum.“ Þá lét hann falla orð eins og þessi: „Viðbrögðin hafa komið mjög á óvart. Ég áttaði mig ekki á því að ekki mætti tala um þessi mál. Það er eins og þöggun sé í samfélaginu um þau.“ (Morgunblaðinu 14. jan. 2015). Hér skal fyrst vakin athygli á því að Ásmundur var sannarlega ekki tekinn af lífi. Í síðustu viku var fólk í alvörunni tekið af lífi í Frakklandi fyrir skoðanir sínar og teikningar og engin ástæða til að gengisfella hugtakið með líkingamáli því sem þingmaðurinn kýs að nota. Í öðru lagi er því til að svara að víst má tala um þessi mál. Það er einmitt það sem verið er að gera svo víða, í fjölmiðlum, í athugasemdakerfum, á samskiptamiðlum og á kaffistofum. Það sem þingmaðurinn telur að sé þöggun í sinn garð er ekki þöggun heldur ljóslifandi völlur skoðanaskipta. Á þeim velli nýtir fólk tjáningarfrelsi sitt til að gagnrýna hugmyndir þingmannsins. Gagnrýna hugmyndir um að afnema skuli hér á landi jafnfræði þegnanna og að fram skuli fara lögreglurannsóknir á fólki eingöngu vegna skoðana þeirra eða trúarbragða. Það sem þingmaðurinn heldur að sé eigin aftaka er ekki aftaka heldur rökræða. Manneskjan er sem fyrr segir gædd þeim hæfileika að geta viðhaft gagnrýna hugsun og gagnrýnin hugsun nýtur sín best í innilegu faðmlagi við ríkt tjáningarfrelsi. Það er óskandi að Ásmundur Friðriksson, sem og allir aðrir, gangi til liðs við hvoru tveggja í öflugu hópfaðmlagi.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun