Í hópfaðmlagi með Ásmundi Friðrikssyni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar 15. janúar 2015 10:08 Manneskjan er gædd þeim hæfileika að geta viðhaft gagnrýna hugsun. Í því felst að hún getur rannsakað skoðanir og kosið að fallast ekki á þær nema finna fyrir þeim fullnægjandi rök. Þannig getur manneskjan líka aflað sér stöðugt meiri þekkingar og lagt skoðanir sínar á vogarskálar rökræðu við annað fólk. Hvernig svo sem á því stendur kjósa menn engu að síður oft að leggja þessa hæfileika til hliðar og kasta fram fullyrðingum eða skoðunum án þess að hafa ljáð þeim haldreipi raka og þekkingar. Yfir því er þó alls ekki hægt að kvarta. Tjáningarfrelsið gerir mönnum einmitt kleift að kasta fram öllum mögulegum skoðunum hversu svo sem órökréttar þær eru. Þeir sem nýta sér tjáningarfrelsið á þann máta vilja þó stundum gleyma því að þetta sama tjáningarfrelsi gerir öðru fólki kleift að svara þeim með andstæðum skoðunum og gagnrýni. Nýjasta dæmið um gleymsku af þessu tagi átti sér stað hjá Ásmundi Friðrikssyni alþingismanni eftir að málaleitan hans um rannsókn á öllum múslimum á Íslandi sætti mikilli gagnrýni af hálfu annarra. Í stað þess að fagna hinni miklu umræðu, sem hann þó kallaði eftir sjálfur, eða svara gagnrýninni með mótrökum, sagðist hann hreint út hafa verið „tekinn af lífi af fjölmiðlum.“ Þá lét hann falla orð eins og þessi: „Viðbrögðin hafa komið mjög á óvart. Ég áttaði mig ekki á því að ekki mætti tala um þessi mál. Það er eins og þöggun sé í samfélaginu um þau.“ (Morgunblaðinu 14. jan. 2015). Hér skal fyrst vakin athygli á því að Ásmundur var sannarlega ekki tekinn af lífi. Í síðustu viku var fólk í alvörunni tekið af lífi í Frakklandi fyrir skoðanir sínar og teikningar og engin ástæða til að gengisfella hugtakið með líkingamáli því sem þingmaðurinn kýs að nota. Í öðru lagi er því til að svara að víst má tala um þessi mál. Það er einmitt það sem verið er að gera svo víða, í fjölmiðlum, í athugasemdakerfum, á samskiptamiðlum og á kaffistofum. Það sem þingmaðurinn telur að sé þöggun í sinn garð er ekki þöggun heldur ljóslifandi völlur skoðanaskipta. Á þeim velli nýtir fólk tjáningarfrelsi sitt til að gagnrýna hugmyndir þingmannsins. Gagnrýna hugmyndir um að afnema skuli hér á landi jafnfræði þegnanna og að fram skuli fara lögreglurannsóknir á fólki eingöngu vegna skoðana þeirra eða trúarbragða. Það sem þingmaðurinn heldur að sé eigin aftaka er ekki aftaka heldur rökræða. Manneskjan er sem fyrr segir gædd þeim hæfileika að geta viðhaft gagnrýna hugsun og gagnrýnin hugsun nýtur sín best í innilegu faðmlagi við ríkt tjáningarfrelsi. Það er óskandi að Ásmundur Friðriksson, sem og allir aðrir, gangi til liðs við hvoru tveggja í öflugu hópfaðmlagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Manneskjan er gædd þeim hæfileika að geta viðhaft gagnrýna hugsun. Í því felst að hún getur rannsakað skoðanir og kosið að fallast ekki á þær nema finna fyrir þeim fullnægjandi rök. Þannig getur manneskjan líka aflað sér stöðugt meiri þekkingar og lagt skoðanir sínar á vogarskálar rökræðu við annað fólk. Hvernig svo sem á því stendur kjósa menn engu að síður oft að leggja þessa hæfileika til hliðar og kasta fram fullyrðingum eða skoðunum án þess að hafa ljáð þeim haldreipi raka og þekkingar. Yfir því er þó alls ekki hægt að kvarta. Tjáningarfrelsið gerir mönnum einmitt kleift að kasta fram öllum mögulegum skoðunum hversu svo sem órökréttar þær eru. Þeir sem nýta sér tjáningarfrelsið á þann máta vilja þó stundum gleyma því að þetta sama tjáningarfrelsi gerir öðru fólki kleift að svara þeim með andstæðum skoðunum og gagnrýni. Nýjasta dæmið um gleymsku af þessu tagi átti sér stað hjá Ásmundi Friðrikssyni alþingismanni eftir að málaleitan hans um rannsókn á öllum múslimum á Íslandi sætti mikilli gagnrýni af hálfu annarra. Í stað þess að fagna hinni miklu umræðu, sem hann þó kallaði eftir sjálfur, eða svara gagnrýninni með mótrökum, sagðist hann hreint út hafa verið „tekinn af lífi af fjölmiðlum.“ Þá lét hann falla orð eins og þessi: „Viðbrögðin hafa komið mjög á óvart. Ég áttaði mig ekki á því að ekki mætti tala um þessi mál. Það er eins og þöggun sé í samfélaginu um þau.“ (Morgunblaðinu 14. jan. 2015). Hér skal fyrst vakin athygli á því að Ásmundur var sannarlega ekki tekinn af lífi. Í síðustu viku var fólk í alvörunni tekið af lífi í Frakklandi fyrir skoðanir sínar og teikningar og engin ástæða til að gengisfella hugtakið með líkingamáli því sem þingmaðurinn kýs að nota. Í öðru lagi er því til að svara að víst má tala um þessi mál. Það er einmitt það sem verið er að gera svo víða, í fjölmiðlum, í athugasemdakerfum, á samskiptamiðlum og á kaffistofum. Það sem þingmaðurinn telur að sé þöggun í sinn garð er ekki þöggun heldur ljóslifandi völlur skoðanaskipta. Á þeim velli nýtir fólk tjáningarfrelsi sitt til að gagnrýna hugmyndir þingmannsins. Gagnrýna hugmyndir um að afnema skuli hér á landi jafnfræði þegnanna og að fram skuli fara lögreglurannsóknir á fólki eingöngu vegna skoðana þeirra eða trúarbragða. Það sem þingmaðurinn heldur að sé eigin aftaka er ekki aftaka heldur rökræða. Manneskjan er sem fyrr segir gædd þeim hæfileika að geta viðhaft gagnrýna hugsun og gagnrýnin hugsun nýtur sín best í innilegu faðmlagi við ríkt tjáningarfrelsi. Það er óskandi að Ásmundur Friðriksson, sem og allir aðrir, gangi til liðs við hvoru tveggja í öflugu hópfaðmlagi.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun