Lífið

Íslenskt og japanskt raftónlistarsamstarf

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Árni Grétar stofnaði Möller Records ásamt Jóhanni Ómarssyni árið 2011.
Árni Grétar stofnaði Möller Records ásamt Jóhanni Ómarssyni árið 2011. Mynd/AdelineLeBroc
Í dag kemur platan Rivers and Poems út en hún er samstarfverkefni Frosta Jónssonar, sem kallar sig Bistro Boy, og japanska sveim-tónlistarmannsins Bobuto Suda.

„Þetta er önnur platan sem íslenskur raftónlistarmaður frá Möller Records gerir í samstarfi við japanskan raftónlistarmann,“ segir Árni Grétar sem gerir tónlist undir nafninu Futuregrapher en hann stofnaði Möller Records ásamt Jóhanni Ómarssyni.

Platan er þrítugasta útgáfa Möller Records sem leggur áherslu á að gefa út raftónlist.

„Við stefnum að því að gera þriðju plötuna og ætlum að reyna að gera seríu,“ segir Árni Grétar en hann gaf sjálfur út fyrri plötuna ásamt japanska raftónlistarmanninum Hidekazu Imashige og Veroníque Vaka Jacques.

„Platan kemur út á geisladisk í takmörkuðu upplagi. En verður líka til sölu á iTunes, á heimasíðunni okkar og öllum helstu söluveitum í heiminum.“

Útgáfunni verður fagnað raftónlistarkvöldinu Heiladans sem Möller Records stendur fyrir á Bravó 29. janúar klukkan níu en þetta er jafnframt fertugasta Heiladans-kvöldið. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.