Hugleiðing – Eiga börnin þetta skilið ? Birgir Grímsson skrifar 1. apríl 2015 10:57 Vissir þú, að árlega missa mörg börn tengslin við annað foreldrið sitt vegna þess að lög landsins ná ekki að verja réttindi þeirra til njóta tengsla við báða foreldra sína eftir skilnað? Vissir þú að fjöldi foreldra á Íslandi býr við fátækt, og þeir eru þannig ófærir um að bjóða börnum sínum upp á góð heimili vegna kerfislægs galla í lögum þar sem kerfið mismunar foreldrum eftir skilnað, eftir því hjá hvoru foreldri barnið hefur lögheimili? Þann 12. maí 2014 var þingsályktunartillaga samþykkt á Alþingi um að stofnuð skyldi nefnd til að skoða hvernig jafna mætti stöðu foreldra, sem hafa sameiginlega forsjá. Því miður dróst það í rúma átta mánuði að skipa þessa mikilvægu nefnd og er það ámælisvert. Var það ekki fyrr en nýr ráðherra var skipaður að skriður komst á málið og nefndin var skipuð. En hér vil ég spyrja þig, kæri lesandi, hvort þú teljir eftirfarandi annmarka vera ásættanlega, út frá hagsmunum barnanna okkar. Er það ásættanlegt að upphafleg nefnd var eingöngu skipuð lögmönnum? Er það ásættanlegt að við nýskipan ráðherra, þá hafi aðeins einum sálfræðingi verið bætt við, en ekki reynt að skipa þverfaglega nefnd með aðkomu félagsráðgjafa og fleiri fagaðila sem hafa helgað sig þessu málefni sérstaklega? Hvað með að leita til mannréttindahópa eins og Félags um foreldrajafnrétti? Er það ásættanlegt að nefndin hafi aðeins einn mánuð til starfsins? Eigum við ekki sem íbúar þessa lands að óska eftir því að þessi málaflokkur verði tekinn til víðtækrar endurskoðunar, með aðkomu allra fagaðila og mannréttindahópa og í hann séu settir þeir fjármunir sem þarf til að ná að bæta réttindi barna og koma í veg fyrir ónauðsynlegar deilur foreldra. Er það ásættanlegt að nefndin eigi einungis að skoða stöðu foreldra sem hafa sameiginlega forsjá? Hvað með stöðu forsjárlausa foreldra sem einnig sinna umgengni án þess að fá nokkurn fjárhagslegan stuðning?Eykur lífsgæði barna Á meðan staðan er eins slæm í dag og hún birtist okkur í Félagi um foreldrajafnrétti er nauðsynlegt að bregðast skjótt við. Fjöldi barna á á hættu að þurfa að glíma við andlega erfiðleika seinna á lífsleiðinni vegna skorts á samveru og öruggum tengslum við báða foreldra. Því miður falla enn þann dag í dag dómar um aðskilnað og minni umgengni jafnvel þótt báðir foreldrar séu jafn hæfir til að sinna barni sínu. Það er margbúið að sýna fram á hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndum, að mikil samvera með báðum foreldrum eykur lífsgæði barna, andlega heilsu og árangur í skóla. Það er margbúið að sýna fram á að jöfn samvera er til þess fallin að auka möguleika kvenna til að ná starfsframa og hærri launum. Það er margbúið að sýna fram á að jöfn ábyrgð beggja foreldra og skilaboð frá yfirvöldum þess efnis, muni fækka deilum og þar með minnka líkur á erfiðleikum barna í kjölfar skilnaðar Það er mikil þörf á að aðlaga lögin breyttum tíðaranda til þess að skapa betra og farsælla samfélag. Ert þú tilbúinn að leggja þitt af mörkum? Félag um foreldrajafnrétti er félag sem berst fyrir rétti barna til beggja foreldra sinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Vissir þú, að árlega missa mörg börn tengslin við annað foreldrið sitt vegna þess að lög landsins ná ekki að verja réttindi þeirra til njóta tengsla við báða foreldra sína eftir skilnað? Vissir þú að fjöldi foreldra á Íslandi býr við fátækt, og þeir eru þannig ófærir um að bjóða börnum sínum upp á góð heimili vegna kerfislægs galla í lögum þar sem kerfið mismunar foreldrum eftir skilnað, eftir því hjá hvoru foreldri barnið hefur lögheimili? Þann 12. maí 2014 var þingsályktunartillaga samþykkt á Alþingi um að stofnuð skyldi nefnd til að skoða hvernig jafna mætti stöðu foreldra, sem hafa sameiginlega forsjá. Því miður dróst það í rúma átta mánuði að skipa þessa mikilvægu nefnd og er það ámælisvert. Var það ekki fyrr en nýr ráðherra var skipaður að skriður komst á málið og nefndin var skipuð. En hér vil ég spyrja þig, kæri lesandi, hvort þú teljir eftirfarandi annmarka vera ásættanlega, út frá hagsmunum barnanna okkar. Er það ásættanlegt að upphafleg nefnd var eingöngu skipuð lögmönnum? Er það ásættanlegt að við nýskipan ráðherra, þá hafi aðeins einum sálfræðingi verið bætt við, en ekki reynt að skipa þverfaglega nefnd með aðkomu félagsráðgjafa og fleiri fagaðila sem hafa helgað sig þessu málefni sérstaklega? Hvað með að leita til mannréttindahópa eins og Félags um foreldrajafnrétti? Er það ásættanlegt að nefndin hafi aðeins einn mánuð til starfsins? Eigum við ekki sem íbúar þessa lands að óska eftir því að þessi málaflokkur verði tekinn til víðtækrar endurskoðunar, með aðkomu allra fagaðila og mannréttindahópa og í hann séu settir þeir fjármunir sem þarf til að ná að bæta réttindi barna og koma í veg fyrir ónauðsynlegar deilur foreldra. Er það ásættanlegt að nefndin eigi einungis að skoða stöðu foreldra sem hafa sameiginlega forsjá? Hvað með stöðu forsjárlausa foreldra sem einnig sinna umgengni án þess að fá nokkurn fjárhagslegan stuðning?Eykur lífsgæði barna Á meðan staðan er eins slæm í dag og hún birtist okkur í Félagi um foreldrajafnrétti er nauðsynlegt að bregðast skjótt við. Fjöldi barna á á hættu að þurfa að glíma við andlega erfiðleika seinna á lífsleiðinni vegna skorts á samveru og öruggum tengslum við báða foreldra. Því miður falla enn þann dag í dag dómar um aðskilnað og minni umgengni jafnvel þótt báðir foreldrar séu jafn hæfir til að sinna barni sínu. Það er margbúið að sýna fram á hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndum, að mikil samvera með báðum foreldrum eykur lífsgæði barna, andlega heilsu og árangur í skóla. Það er margbúið að sýna fram á að jöfn samvera er til þess fallin að auka möguleika kvenna til að ná starfsframa og hærri launum. Það er margbúið að sýna fram á að jöfn ábyrgð beggja foreldra og skilaboð frá yfirvöldum þess efnis, muni fækka deilum og þar með minnka líkur á erfiðleikum barna í kjölfar skilnaðar Það er mikil þörf á að aðlaga lögin breyttum tíðaranda til þess að skapa betra og farsælla samfélag. Ert þú tilbúinn að leggja þitt af mörkum? Félag um foreldrajafnrétti er félag sem berst fyrir rétti barna til beggja foreldra sinna.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar