Komdu í Brennó! Ersan Koyuncu og Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 10. apríl 2015 07:00 Leikir búa yfir félagslegum töframætti. Með einföldum reglum og sameiginlegu markmiði er leikgleði búin umgjörð sem stuðlar að vináttu og samhug meðal þeirra sem taka þátt. Leikgleði er öflugt vopn í baráttunni gegn andúð, ótta og fordómum og því viljum við skora á löggur, presta, skáta og kennara í Brennó. Að baki frumkvæðinu liggur samstarf tveggja hópa. Horizon er félagsskapur múslima sem vilja auka samtal menningar- og trúarhefða í samfélagi okkar í þeim tilgangi að efla virðingu og eyða fordómum. NeDó er æskulýðsfélag sem hittist vikulega og vill breyta heiminum til góðs með því að leika, biðja og starfa saman. Sameiginlega höfum við sem hópar og einstaklingar áhyggjur af þeirri andúð sem birtist í íslensku samfélagi í garð múslima. Í þeim anda hafa Horizon-félagar heimsótt NeDó-hópinn í vetur og við höfum kynnst hvert öðru, lært um menningu og trú hvert annars, farið í leiki og beðið saman. Með því að leika saman og biðja saman, múslimar og kristnir, stuðlum við að samtali og sameiginlegri virðingu sem við vonum að smiti út frá sér. Í nóvember síðastliðnum hélt Horizon, í samstarfi við sr. Toshiki og NeDó, Ashura-hátíð en henni er ætlað að fagna fjölbreytileika menningarhefða að tyrkneskum sið. Ashura-hátíðin minnir á búðing Nóa spámanns en sagan segir að hann hafi blandað saman hráefnum sem alla jafna er ekki blandað saman og að útkoman hafi orðið betri fyrir vikið. Á hátíðinni sýndu NeDó-ungmennin listaverk, sem unnin voru samkvæmt tyrkneskri hefð Ebru en það er forn aðferð þar sem málað er á vatn og verkið síðan yfirfært á pappír eftir kúnstarinnar reglum. Samtal trúarbragða getur átt sér stað með fjölbreyttum hætti. Við erum kristinn maður og múslimi. Við erum vinir og við leikum saman, lærum hvor af öðrum og biðjum saman í anda þess að vilja frið og virðingu á milli okkar trúarhefða, án þess að þurfa að upphefja okkur á kostnað hins eða sannfæra hvor annan um að koma yfir á band hins. Það er von okkar að samfélag okkar geti þróast í þá átt að eignast slíka vináttu. Við skorum á þig að koma og leika, í sannri leikgleði.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Leikir búa yfir félagslegum töframætti. Með einföldum reglum og sameiginlegu markmiði er leikgleði búin umgjörð sem stuðlar að vináttu og samhug meðal þeirra sem taka þátt. Leikgleði er öflugt vopn í baráttunni gegn andúð, ótta og fordómum og því viljum við skora á löggur, presta, skáta og kennara í Brennó. Að baki frumkvæðinu liggur samstarf tveggja hópa. Horizon er félagsskapur múslima sem vilja auka samtal menningar- og trúarhefða í samfélagi okkar í þeim tilgangi að efla virðingu og eyða fordómum. NeDó er æskulýðsfélag sem hittist vikulega og vill breyta heiminum til góðs með því að leika, biðja og starfa saman. Sameiginlega höfum við sem hópar og einstaklingar áhyggjur af þeirri andúð sem birtist í íslensku samfélagi í garð múslima. Í þeim anda hafa Horizon-félagar heimsótt NeDó-hópinn í vetur og við höfum kynnst hvert öðru, lært um menningu og trú hvert annars, farið í leiki og beðið saman. Með því að leika saman og biðja saman, múslimar og kristnir, stuðlum við að samtali og sameiginlegri virðingu sem við vonum að smiti út frá sér. Í nóvember síðastliðnum hélt Horizon, í samstarfi við sr. Toshiki og NeDó, Ashura-hátíð en henni er ætlað að fagna fjölbreytileika menningarhefða að tyrkneskum sið. Ashura-hátíðin minnir á búðing Nóa spámanns en sagan segir að hann hafi blandað saman hráefnum sem alla jafna er ekki blandað saman og að útkoman hafi orðið betri fyrir vikið. Á hátíðinni sýndu NeDó-ungmennin listaverk, sem unnin voru samkvæmt tyrkneskri hefð Ebru en það er forn aðferð þar sem málað er á vatn og verkið síðan yfirfært á pappír eftir kúnstarinnar reglum. Samtal trúarbragða getur átt sér stað með fjölbreyttum hætti. Við erum kristinn maður og múslimi. Við erum vinir og við leikum saman, lærum hvor af öðrum og biðjum saman í anda þess að vilja frið og virðingu á milli okkar trúarhefða, án þess að þurfa að upphefja okkur á kostnað hins eða sannfæra hvor annan um að koma yfir á band hins. Það er von okkar að samfélag okkar geti þróast í þá átt að eignast slíka vináttu. Við skorum á þig að koma og leika, í sannri leikgleði.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar