Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 23-14 | Stjarnan burstaði Val Anton Ingi Leifsson í TM-höllinni skrifar 25. september 2015 20:00 Úr leik Stjörnunnar og Fylkis fyrr í vetur. Vísir/Anton Stjarnan vann auðveldan sigur á Val í Olís-deild kvenna í kvöld, 23-14, en staðan í hálfleik var 15-8, Stjörnuni í vil. Florentina Stanciu var mögnuð í markinu og margar lögðu hönd á plóg í sóknarleiknum. Stjarnan byrjaði mjög vel, en svo komust Valsstúlkur inn í leikinn. Svo hægt og rólega sigu heimastúlkur fram úr og staðan í hálfleik var eins og fyrr segir, 15-8. Eftir það var ekki spurning hvoru megin sigurinn myndi enda og annar sigur Stjörnunnar í fyrstu þremur leikjunum staðreynd. Heimastúlkur byrjuðu af mikluum krafti og voru komnar í 3-0 eftir fimm mínútur. Fyrsta mark Vals kom ekki fyrr en eftir níu mínútna elik, en það gerði Íris Ásta Pétursdóttir úr hraðaupphlaupi. Aragrúi af mistökum voru gerð á fyrsta stundarfjórðungnum, en liðin kepptust við það að kasta boltanum útaf eða til andstæðinga. Fyrsta mark Vals úr opnum sóknarleik kom á þrettándu mínútu og þá var staðan 3-2. Stjarnan var alltaf skrefi á undan og breyttu meðal annars stöðuni úr 8-6 í 11-6 og 11-7 í 14-7, en munurinn var einmitt sjö mörk þegar liðin gengu til búningsherbergja; 15-8. Florentina var frábær í fyrri hálfleik og var með 58% markvörslu. Á meðan sjö leikmenn höfðu skorað fyrir Stjörnuna höfðu einungis þrjár skorað fyrir Val, en Berglind Íris Hansdóttir var þó að verja ágætlega í marki gestana og það var ljóst að mikið þyrfti að gerast svo þær myndu fara með öll stigin úr Garðabæ. Í síðari hálfleik var svipað uppá teningnum. Heimastúlkur voru mun sterkari á öllum sviðum, en bæði lið héldu þó áfram að gera aragrú af mistökum. Sóknarleikur beggja liða var stirður og þá sérstaklega Valskvenna sem fundu nánast engar leiðir í gegnum sterka vörn Stjörnunnar. Sigur Stjörnunnar var aldrei í hættu. Þær spiluðu ágætis handbolta, en Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, vill líklega ólmur fækka mistökum Stjörnustúlkna þó það hafi ekki komið að sök í dag. Lokatölur 23-14. Stefanía Theodórsdóttir var frábær í vinstra horninu, en hún skoraði sjö mörk úr tíu skotum. Hún nýtti færin sín vel, en fór tvisvar inn í óðagoti og skemmdi því aðeins tölfræðina. Florentina Stanciu var mögnuð í markinu og var með 64% markvörslu. Hjá Val var Íris Ásta Pétursdóttir sú eina með lífsmarki nánast, en hún skoraði fjögur mörk úr þeim fjórum skotum sem hún tók. Hún hefði einnig mátt taka oftar á skarið eftir þessi mörk sín því Stefanía réð illa við hana. Bæði lið gerðu rosalega mikið af mistökum og fer þessi leikur seint í sögubækurnar fyrir fallegan handbolta því líklega var sett met í leiknum yfir tapaða bolta. Eitthvað sem báðir þjálfarar munu líklega reyna fækka í næsta leik.Sólveig Lára: Klárlega auðveldara en við bjuggumst við „Þetta var alveg klárlega auðveldara en við bjuggumst við,” sagði Sólveig Lára Kjærnested, leikmaður Stjörnunnar, í samtali við Vísi strax í leikslok. „Varnarleikurinn var frábær og við fengum einungis á okkur fjórtán mörk. Vörn og markvarsla skóp þenann sigur - engin spurning.” Florentina Stanciu lék á alls oddi í marki Stjörnunnar. Hún varði 23 skot af þeim 36 sem hún fékk á sig sem gerir um 64 markvörslu.” „Florentina var í miklu stuði. Hún var kannski ekki alveg nægilega sterk í síðasta leik og steig upp núna. Hún er náttúrlega frábær og erfitt að komast framhjá okkur og svo að mæta henni, þannig að þetta gekk mjög vel,” sem fannst Valsliðið eiga mikið inni. „Þær voru ekki alveg “on” í dag. Ég bjóst við þeim sterkari og þær eru sterkari. Mér finnst þær eiga mikið inni.” „Ég bara veit það ekki. Þetta eru tveir ólíkir leikir - tveir ólíkir andstæðingar. Vörnin var fín á móti Gróttu og mér fannst hún fín í dag. Það er smá stöðugleiki þar.” „Ég hugsa að það sé aðeins of mikið af tæknifeilum og svo fannst mér við ekki að vera klára færin alveg nægilega vel. Ég hefði viljað skora fimm mörk í viðbót.” „Við erum sáttar,” sagði Sólveig Lára að lokum aðspurð út í hvort að fjögur stig eftir fyrstu þrjá leikina væri ásættanlegur árangur.Alfreð Örn: Ekki vilji fyrir eina krónu að sækja þessi stig „Ég bara veit það ekki. Ég er kjaftstopp,” sagði Alfreð Örn Finnsson, niðurlútur þjálfari Vals, í samtali við Vísi í leikslok. „Það var ekki vilji fyrir eina krónu að sækja þessi stig frá fyrstu mínútur. Ekki vottur af baráttu!” „Þú sérð það frá upphafi leiks að það er enginn sem er með. Við grípum ekki boltann, við sendum hann útaf, gerum ekki það sem við ætluðum að gera og vorum búin að tala um.” „Við sækjum í öfugar áttir við það sem við ætluðum að gera. Ég skil ekki hvað var í gangi. Svo varnarlega vorum við ekki með. Við náum ekkert að klukka þær.” „Mér fannst þetta eigilega sorglega lélegt. Ég er rosalega vonsvikinn. Það er eitt að tapa og það er annað að tapa eins og kjánar. Mér finnst þetta mjög leiðinlegt.” „Mótið er nýbyrjað og allt það, en það afsakar þetta ekkert.” „Við höfum sagt það að við verðum í ströggli við að vera nálægt toppnum, en miðað við svona spilamennsku erum við bara að fara bjarga okkur frá falli. Þá þurfum við allaveganna að vinna þessi lið fyrir neðan okkur,” sagði Alfreð hundfúll í leikslok. Olís-deild kvenna Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Stjarnan vann auðveldan sigur á Val í Olís-deild kvenna í kvöld, 23-14, en staðan í hálfleik var 15-8, Stjörnuni í vil. Florentina Stanciu var mögnuð í markinu og margar lögðu hönd á plóg í sóknarleiknum. Stjarnan byrjaði mjög vel, en svo komust Valsstúlkur inn í leikinn. Svo hægt og rólega sigu heimastúlkur fram úr og staðan í hálfleik var eins og fyrr segir, 15-8. Eftir það var ekki spurning hvoru megin sigurinn myndi enda og annar sigur Stjörnunnar í fyrstu þremur leikjunum staðreynd. Heimastúlkur byrjuðu af mikluum krafti og voru komnar í 3-0 eftir fimm mínútur. Fyrsta mark Vals kom ekki fyrr en eftir níu mínútna elik, en það gerði Íris Ásta Pétursdóttir úr hraðaupphlaupi. Aragrúi af mistökum voru gerð á fyrsta stundarfjórðungnum, en liðin kepptust við það að kasta boltanum útaf eða til andstæðinga. Fyrsta mark Vals úr opnum sóknarleik kom á þrettándu mínútu og þá var staðan 3-2. Stjarnan var alltaf skrefi á undan og breyttu meðal annars stöðuni úr 8-6 í 11-6 og 11-7 í 14-7, en munurinn var einmitt sjö mörk þegar liðin gengu til búningsherbergja; 15-8. Florentina var frábær í fyrri hálfleik og var með 58% markvörslu. Á meðan sjö leikmenn höfðu skorað fyrir Stjörnuna höfðu einungis þrjár skorað fyrir Val, en Berglind Íris Hansdóttir var þó að verja ágætlega í marki gestana og það var ljóst að mikið þyrfti að gerast svo þær myndu fara með öll stigin úr Garðabæ. Í síðari hálfleik var svipað uppá teningnum. Heimastúlkur voru mun sterkari á öllum sviðum, en bæði lið héldu þó áfram að gera aragrú af mistökum. Sóknarleikur beggja liða var stirður og þá sérstaklega Valskvenna sem fundu nánast engar leiðir í gegnum sterka vörn Stjörnunnar. Sigur Stjörnunnar var aldrei í hættu. Þær spiluðu ágætis handbolta, en Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, vill líklega ólmur fækka mistökum Stjörnustúlkna þó það hafi ekki komið að sök í dag. Lokatölur 23-14. Stefanía Theodórsdóttir var frábær í vinstra horninu, en hún skoraði sjö mörk úr tíu skotum. Hún nýtti færin sín vel, en fór tvisvar inn í óðagoti og skemmdi því aðeins tölfræðina. Florentina Stanciu var mögnuð í markinu og var með 64% markvörslu. Hjá Val var Íris Ásta Pétursdóttir sú eina með lífsmarki nánast, en hún skoraði fjögur mörk úr þeim fjórum skotum sem hún tók. Hún hefði einnig mátt taka oftar á skarið eftir þessi mörk sín því Stefanía réð illa við hana. Bæði lið gerðu rosalega mikið af mistökum og fer þessi leikur seint í sögubækurnar fyrir fallegan handbolta því líklega var sett met í leiknum yfir tapaða bolta. Eitthvað sem báðir þjálfarar munu líklega reyna fækka í næsta leik.Sólveig Lára: Klárlega auðveldara en við bjuggumst við „Þetta var alveg klárlega auðveldara en við bjuggumst við,” sagði Sólveig Lára Kjærnested, leikmaður Stjörnunnar, í samtali við Vísi strax í leikslok. „Varnarleikurinn var frábær og við fengum einungis á okkur fjórtán mörk. Vörn og markvarsla skóp þenann sigur - engin spurning.” Florentina Stanciu lék á alls oddi í marki Stjörnunnar. Hún varði 23 skot af þeim 36 sem hún fékk á sig sem gerir um 64 markvörslu.” „Florentina var í miklu stuði. Hún var kannski ekki alveg nægilega sterk í síðasta leik og steig upp núna. Hún er náttúrlega frábær og erfitt að komast framhjá okkur og svo að mæta henni, þannig að þetta gekk mjög vel,” sem fannst Valsliðið eiga mikið inni. „Þær voru ekki alveg “on” í dag. Ég bjóst við þeim sterkari og þær eru sterkari. Mér finnst þær eiga mikið inni.” „Ég bara veit það ekki. Þetta eru tveir ólíkir leikir - tveir ólíkir andstæðingar. Vörnin var fín á móti Gróttu og mér fannst hún fín í dag. Það er smá stöðugleiki þar.” „Ég hugsa að það sé aðeins of mikið af tæknifeilum og svo fannst mér við ekki að vera klára færin alveg nægilega vel. Ég hefði viljað skora fimm mörk í viðbót.” „Við erum sáttar,” sagði Sólveig Lára að lokum aðspurð út í hvort að fjögur stig eftir fyrstu þrjá leikina væri ásættanlegur árangur.Alfreð Örn: Ekki vilji fyrir eina krónu að sækja þessi stig „Ég bara veit það ekki. Ég er kjaftstopp,” sagði Alfreð Örn Finnsson, niðurlútur þjálfari Vals, í samtali við Vísi í leikslok. „Það var ekki vilji fyrir eina krónu að sækja þessi stig frá fyrstu mínútur. Ekki vottur af baráttu!” „Þú sérð það frá upphafi leiks að það er enginn sem er með. Við grípum ekki boltann, við sendum hann útaf, gerum ekki það sem við ætluðum að gera og vorum búin að tala um.” „Við sækjum í öfugar áttir við það sem við ætluðum að gera. Ég skil ekki hvað var í gangi. Svo varnarlega vorum við ekki með. Við náum ekkert að klukka þær.” „Mér fannst þetta eigilega sorglega lélegt. Ég er rosalega vonsvikinn. Það er eitt að tapa og það er annað að tapa eins og kjánar. Mér finnst þetta mjög leiðinlegt.” „Mótið er nýbyrjað og allt það, en það afsakar þetta ekkert.” „Við höfum sagt það að við verðum í ströggli við að vera nálægt toppnum, en miðað við svona spilamennsku erum við bara að fara bjarga okkur frá falli. Þá þurfum við allaveganna að vinna þessi lið fyrir neðan okkur,” sagði Alfreð hundfúll í leikslok.
Olís-deild kvenna Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn