
Stjórnarskráin – eitt skref í einu
Auðlindaákvæði
Formaður Sjálfstæðisflokksins leggur til að sú stjórnarskrárnefnd sem nú starfar (enn ein) skili af sér tillögum í tæka tíð fyrir næsta vor og verði kosið um ákvæði um auðlindir í þjóðareign (sem hann segir engan ágreining um) og aukinn rétt almennings til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu og setja valdastofnunum skorður. Eins og ég rakti í grein í Fréttablaðinu fyrir stuttu hefur í raun og veru verið ágreiningur um skilgreininguna á hugtakinu um „þjóðareign“ á auðlindum og formaður Sjálfstæðisflokksins veit mætavel að þar beinast spjótin einkum að fólki í hans eigin röðum. Ekkert í grein hans bendir til að hann geri sér ekki grein fyrir raunverulegu inntaki málsins, að hugtakið „þjóðareign“ í stjórnarskrá verði að hafa merkingarbæran stuðning og skilgreiningu sem taki af vafa um eignarhald Íslendinga allra á sameiginlegum auðlindum og að þjóðin öll eigi að njóta arðs af þeim. Tvær auðlindanefndir hafa fjallað ítarlega um þennan þátt og flutningsmenn tillagna úr öllum flokkum hafa reynt að skapa um þetta naglfasta samstöðu – án árangurs og einkum vegna andstöðu í Sjálfstæðisflokknum.
Aukin lýðréttindi
Sama máli gegnir um ákvæði um aukinn rétt fólks til að sækja rétt sinn á hendur löggjafar- og framkvæmdavaldi. Útfærslan verður að hafa raunverulegt gildi svo ekki sé aðeins um orðin tóm að ræða. Þetta ræddi stjórnlagaráð í þaula og nægur efniviður er til staðar. Því má segja að um bæði þessi ákvæði hafi verið rætt ítarlega og vönduð vinna liggi fyrir sem geri þessari nýjustu stjórnarskrárnefnd verkið fremur létt.
Trúverðugleiki formannsins?
Er útspil formanns Sjálfstæðisflokksins núna trúverðugt? Hann gerir sér trúlega manna best grein fyrir því að höfundur hugtaksins um „ómöguleika“ gagnvart eigin kosningaloforðum er fremur berskjaldaður – enda mátti sjá það af nánast ósjálfráðum viðbrögðum sumra þeirra sem vilja mun róttækari heildarbreytingar. Ég er í þeim hópi, en hér í liggur tækifæri. Til að ná fram mikilvægum breytingum sem skipta verulegu máli þurfa allir að gefa eftir. Ég kann að baka mér óvinsældir þeirra sem vilja „allt eða ekkert“, en þá leið tel ég ófæra af þessum sökum: Alþingi kaus að efna ekki loforð sitt í kjölfar Rannsóknarskýrslunnar og staðfesta nýja stjórnarskrá; það hélt tillögum stjórnlagaráðs í gíslingu á fyrra kjörtímabili og á þessu var svo enn einu sinni farin leiðin um „fleiri nefndir – engar efndir“. Sá glæpur er fullframinn. Það er von að fólk sé ekki móttækilegt fyrir málamiðlun. En ef tekst að ná fram markverðum breytingum í þá átt sem formaður Sjálfstæðisflokksins leggur til og fá þær staðfestar á næsta ári tel ég mikið unnið og áfangasigur í höfn. Betri er hálfur sigur en enginn.
Leiðin skiptir máli
Í framhaldi af tillögu formanns Sjálfstæðisflokksins legg ég þetta til: Að stjórnarskrárnefndin ljúki tillögugerð um þessi ákvæði fyrir haustið og bjóði upp á almenna og skipulega umræðu víða um samfélagið um eðli og inntak þeirra breytinga sem lagt er upp með. Sérstaklega verði hugað að því að þeir sem sárast hafa verið leiknir síðustu misseri fái boð um að koma að borðinu og leggja gott til. Málinu verði hleypt út úr lokaðri nefndarstofu og sett á lýðræðislegan umræðuvettvang. Tillögur stjórnarskrárnefndar verði einmitt tillögur – til almennrar umræðu. Upp úr næstu áramótum verði búið að leysa úr og jafna ágreining ef hægt er og móta ákvæði sem þjóðin er reiðubúin að styðja af heilum hug. Takist það ekki, segir mér svo hugur að slíkt klúður verði hin endanlega grafskrift stjórnmálastéttarinnar eins og hún leggur sig. Allir hafa til mikils að vinna.
Skoðun

Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum?
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs!
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar

Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Stéttarkerfi
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza
BIrgir Finnsson skrifar

Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025
Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar

Æfingin skapar meistarann!
Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar

140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu
Sigurður G. Guðjónsson skrifar

Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu
Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar

Traust í húfi
Eyjólfur Ármannsson skrifar

Verðmætasköpun án virðingar
Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar

Daði Már týnir sjálfum sér
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun
Anna María Ágústsdóttir skrifar

Aðgerðir gegn mansali í forgangi
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu
Guðjón Heiðar Pálsson skrifar

Framtíðin fær húsnæði
Ingunn Gunnarsdóttir skrifar

Börnin sem deyja á Gaza
Elín Pjetursdóttir skrifar

Brýr, sýkingar og börn
Jón Pétur Zimsen skrifar

Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu
Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar

Hvað er lýðskóli eiginlega?
Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar

Búum til pláss fyrir framtíðina
Birna Þórarinsdóttir skrifar

Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi
Drífa Sigfúsdóttir skrifar

Kveikjum neistann um allt land
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum?
Kári Allansson skrifar

Samtökin 78 verðlauna sögufölsun
Böðvar Björnsson skrifar

Afstaða – á vaktinni í 20 ár
Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi
París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar

Varað við embætti sérstaks saksóknara
Gestur Jónsson skrifar

Út af sporinu en ekki týnd að eilífu
María Helena Mazul skrifar

Meira að segja formaður Viðreisnar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar