Skipulagsvaldið hjá sveitarfélögunum? Magnús Skúlason skrifar 18. júní 2015 10:07 Undanfarið hefur nokkuð verið fjallað um heimildir sveitarfélaga til að skipuleggja eigin svæði líkt og um óskoraðan og jafnvel heilagan rétt sé að ræða. Af þessu tilefni er nauðsynlegt að halda því til haga að hvorki er skipulagsvaldið alfarið á hendi sveitarfélaga samkvæmt gildandi lögum, né hefur svo nokkurn tímann verið. Í núgildandi skipulagslögum kemur þannig skýrt fram að ráðherra fari með yfirstjórn skipulagsmála og hefur hann í því skyni sér til aðstoðar sérstaka ríkisstofnun, Skipulagsstofnun. Hlutverk ráðherra gagnvart ólíkum tegundum skipulagsáætlana er mismunandi en meginreglan er engu að síður sú að allar skipulagsáætlanir þurfa að hljóta staðfestingar ráðherra. Fullyrðingar um að skipulagsvaldið sé hjá sveitarfélögunum hafa undanfarið tengst umræðunni um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar. Reykjavík er höfuðborg og flugvöllur borgarinnar felur þannig í sér aðgang landsmanna að höfuðborginni, þ.á m. þeim stofnunum og opinberri þjónustu sem þar er að finna. Þá hefur einnig verið vakið máls á öryggishlutverki vallarins. Í þessu sambandi má minna á að Íslendingar kusu sögulega að leggja áherslur á flugsamgöngur. Ólíkt flestum borgum Evrópu er þannig ekki að finna lestarstöð í miðbæ Reykjavíkur. Ekki þarf lengi að velkjast í vafa um að það er ekki aðeins sveitarfélagið Reykjavík sem hefur hagsmuni af Reykjavíkurflugvelli heldur landsmenn allir. Að svo miklu leyti sem sveitarfélag fer með ákvörðunarvald um hagsmuni sem skipta verulegu máli fyrir landið allt er gerð sú eðlilega krafa að það líti ofar þröngum eiginhagsmunum og horfi til þjóðarinnar allrar. Ekki síst á þetta við um sveitarfélag sem skilgreinir sig sem sjálfa höfuðborg landsins með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir. Það er hins vegar ekki sjálfsagt mál að fulltrúar sveitarfélags skilgreini hlutverk sitt með þessum víðtæka hætti eða hafi yfirleitt pólitískar forsendur til þess að gera það. Við slíkar aðstæður ber ríkisvaldinu að veita aðhald og jafnvel taka í taumana.Ekki með óskorað vald Hver og einn verður að dæma það fyrir sig hversu vel fulltrúar Reykjavíkurborgar hafa staðið undir framangreindu hlutverki sínu. Frá mínum bæjardyrum séð blasir þó við að Reykjavíkurborg leggur, til lengri tíma litið, ofurkapp á stórfellda uppbyggingu íbúðasvæða á flugvallarlandinu. Jafnframt sér þess ekki stað að einhvers konar mat á þeim hagsmunum sem felast í flugvellinum fyrir aðra landsmenn hafi farið fram og þessi hagsmunir verið vegnir saman. Sem áhugamaður um skipulagsmál til margra áratuga vekur þessi afstaða einnig upp spurningar þar sem færa má rök fyrir því að sú uppbygging sem fulltrúar borgarinnar sjá fyrir sér á flugvallarsvæðinu skipti tiltölulega litlu máli fyrir þéttingu byggðar í Reykjavík enda liggur samgönguás (og hryggjarstykki) borgarinnar talsvert norðar, þ.e. frá Ánanaustum og upp í Úlfarsárdal. Sveitarfélög fara ekki með óskorað vald yfir skipulagsmálum á sínum svæðum og eiga ekki að gera það. Í sumum tilvikum er réttlætanlegt að sveitarfélög séu aðeins undir ákveðnu eftirliti frá ríkisvaldinu, en í öðrum er rétt að hlutverk ríkisvaldsins sé meira (sbr. t.d. ýmis friðlýst svæði og þjóðgarða). Hingað til hefur ekki verið að finna sérreglur um aukið inngrip ríkisvaldsins vegna flugvalla sem hafa þýðingu fyrir landið allt en sú skipan mála hefur grundvallast á sátt milli þeirra aðila sem hér eiga hlut að máli. Ef þessi forsenda brestur er ljóst að endurskoða verður málið frá grunni. Niðurstaða þeirrar endurskoðunar getur ekki orðið sú að fulltrúar Reykjavíkurborgar geti farið sínu fram um flugvöll höfuðborgarinnar í krafti óskoraðs og friðheilags skipulagsvalds sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur nokkuð verið fjallað um heimildir sveitarfélaga til að skipuleggja eigin svæði líkt og um óskoraðan og jafnvel heilagan rétt sé að ræða. Af þessu tilefni er nauðsynlegt að halda því til haga að hvorki er skipulagsvaldið alfarið á hendi sveitarfélaga samkvæmt gildandi lögum, né hefur svo nokkurn tímann verið. Í núgildandi skipulagslögum kemur þannig skýrt fram að ráðherra fari með yfirstjórn skipulagsmála og hefur hann í því skyni sér til aðstoðar sérstaka ríkisstofnun, Skipulagsstofnun. Hlutverk ráðherra gagnvart ólíkum tegundum skipulagsáætlana er mismunandi en meginreglan er engu að síður sú að allar skipulagsáætlanir þurfa að hljóta staðfestingar ráðherra. Fullyrðingar um að skipulagsvaldið sé hjá sveitarfélögunum hafa undanfarið tengst umræðunni um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar. Reykjavík er höfuðborg og flugvöllur borgarinnar felur þannig í sér aðgang landsmanna að höfuðborginni, þ.á m. þeim stofnunum og opinberri þjónustu sem þar er að finna. Þá hefur einnig verið vakið máls á öryggishlutverki vallarins. Í þessu sambandi má minna á að Íslendingar kusu sögulega að leggja áherslur á flugsamgöngur. Ólíkt flestum borgum Evrópu er þannig ekki að finna lestarstöð í miðbæ Reykjavíkur. Ekki þarf lengi að velkjast í vafa um að það er ekki aðeins sveitarfélagið Reykjavík sem hefur hagsmuni af Reykjavíkurflugvelli heldur landsmenn allir. Að svo miklu leyti sem sveitarfélag fer með ákvörðunarvald um hagsmuni sem skipta verulegu máli fyrir landið allt er gerð sú eðlilega krafa að það líti ofar þröngum eiginhagsmunum og horfi til þjóðarinnar allrar. Ekki síst á þetta við um sveitarfélag sem skilgreinir sig sem sjálfa höfuðborg landsins með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir. Það er hins vegar ekki sjálfsagt mál að fulltrúar sveitarfélags skilgreini hlutverk sitt með þessum víðtæka hætti eða hafi yfirleitt pólitískar forsendur til þess að gera það. Við slíkar aðstæður ber ríkisvaldinu að veita aðhald og jafnvel taka í taumana.Ekki með óskorað vald Hver og einn verður að dæma það fyrir sig hversu vel fulltrúar Reykjavíkurborgar hafa staðið undir framangreindu hlutverki sínu. Frá mínum bæjardyrum séð blasir þó við að Reykjavíkurborg leggur, til lengri tíma litið, ofurkapp á stórfellda uppbyggingu íbúðasvæða á flugvallarlandinu. Jafnframt sér þess ekki stað að einhvers konar mat á þeim hagsmunum sem felast í flugvellinum fyrir aðra landsmenn hafi farið fram og þessi hagsmunir verið vegnir saman. Sem áhugamaður um skipulagsmál til margra áratuga vekur þessi afstaða einnig upp spurningar þar sem færa má rök fyrir því að sú uppbygging sem fulltrúar borgarinnar sjá fyrir sér á flugvallarsvæðinu skipti tiltölulega litlu máli fyrir þéttingu byggðar í Reykjavík enda liggur samgönguás (og hryggjarstykki) borgarinnar talsvert norðar, þ.e. frá Ánanaustum og upp í Úlfarsárdal. Sveitarfélög fara ekki með óskorað vald yfir skipulagsmálum á sínum svæðum og eiga ekki að gera það. Í sumum tilvikum er réttlætanlegt að sveitarfélög séu aðeins undir ákveðnu eftirliti frá ríkisvaldinu, en í öðrum er rétt að hlutverk ríkisvaldsins sé meira (sbr. t.d. ýmis friðlýst svæði og þjóðgarða). Hingað til hefur ekki verið að finna sérreglur um aukið inngrip ríkisvaldsins vegna flugvalla sem hafa þýðingu fyrir landið allt en sú skipan mála hefur grundvallast á sátt milli þeirra aðila sem hér eiga hlut að máli. Ef þessi forsenda brestur er ljóst að endurskoða verður málið frá grunni. Niðurstaða þeirrar endurskoðunar getur ekki orðið sú að fulltrúar Reykjavíkurborgar geti farið sínu fram um flugvöll höfuðborgarinnar í krafti óskoraðs og friðheilags skipulagsvalds sveitarfélaga.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun