Forpokuð forsjárhyggja á þingi Inga Skarphéðinsdóttir skrifar 18. júní 2015 10:07 Samkvæmt núgildandi lögum er heimilt að kynna og auglýsa lausasölulyf fyrir almenningi með þeirri undantekningu að óheimilt er að auglýsa þau í sjónvarpi. Af þessu leiðir að heimilt er að auglýsa í öðrum miðlum, t.d. í dagblöðum, tímaritum og á vefnum. Hjá Alþingi er nú til meðferðar frumvarp heilbrigðisráðherra til breytinga á lyfjalögum þar sem m.a. er lagt til að bannið við auglýsingu lausasölulyfja í sjónvarpi verði afnumið. Markmið breytinganna er að afnema þann greinarmun sem gerður er á fjölmiðlum þegar kemur að auglýsingum lausasölulyfja. Í nefndaráliti velferðarnefndar segir að nefndin telji að rökin fyrir banninu á sínum tíma um að sjónvarpið sé sérlega áhrifamikill miðill eigi síður við í dag í ljósi framþróunar annarra miðla en sjónvarps. Fellst nefndin því á að tímabært sé að afnema þann greinarmun sem gerður er á fjölmiðlum þegar kemur að auglýsingum lausasölulyfja. Í umræðum á þingi var hins vegar áberandi að flestir þingmenn sem tóku þátt í þeim virðast halda að verði heimilt að auglýsa lyf í sjónvarpi muni verða algjör sprenging í lyfjanotkun landsmanna en hún sé nú þegar of mikil. Almenningur muni stökkva af stað og dæla í sig lyfjum án þess að þurfa á þeim að halda. Stemma verði stigu við þessu enda geti aukaverkanir lyfja verið slæmar og í sumum tilfellum stórhættulegar. Það að taka verkjalyf við höfuðverk geti hæglega leitt til heilablóðfalls. Þingmaður Framsóknarflokksins, Haraldur Einarsson, telur réttara að afnema þann mun sem er á fjölmiðlum með því að banna slíkar auglýsingar í öllum fjölmiðlum. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar sem er reynslubolti í þingsal, vísaði til innlendra og erlendra dæma, þ.á m. tilskipana Evrópusambandsins, um að strangar reglur gildi um verslun með lyf en með hliðsjón af þeim sé réttara að banna auglýsingar í dagblöðum, í það minnsta eigi ekki að heimila sjónvarpsauglýsingar. Í þessum mótmælum sínum við frumvarpið klykkir hann út með: „Þessi skoðun byggir ekki á því að hafa lesið þetta frumvarp, ég hef ekki lesið stafkrók í því.“Ekki í samræmi við Evrópureglur Rétt er hjá þingmanninum að evrópskar reglur gilda um lyfjamál en grundvallarlöggjöf Evrópusambandsins á þessu sviði er tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/83/EB um bandalagsreglur um lyf sem ætluð eru mönnum. Ísland er sem aðildarríki að EES-samningnum bundið af framangreindum reglum. Eins og Lyfjastofnun bendir á í umsögn sinni um frumvarpið eru núgildandi ákvæði íslenskra lyfjalaga um lyfjaauglýsingar ekki í samræmi við Evrópureglur. Telur Lyfjastofnun þá meginreglu lyfjalaganna að hvers konar lyfjaauglýsingar séu bannaðar með ákveðnum undantekningum ekki eiga sér stoð í Evrópurétti. Þessi staðreynd ein og sér nægir til að hrekja drauma þingmannanna um að bann verði lagt á allar lyfjaauglýsingar og styður ákvæði frumvarpsins um að fella úr gildi bann við auglýsingum lausasölulyfja í sjónvarpi. Í máli eins þingmannsins kom fram sá mikilvægi punktur að auglýsingar hafa einnig þann tilgang að koma upplýsingum til fólks. Það er mikilvægt fyrir neytendur að fá upplýsingar um tilvist ákveðinna lausasölulyfja, t.d. þeirra sem allajafna eru notuð án þess að sjúklingur ráðfæri sig við lækni áður, eins og frunsulyf. Þeir hafi þar með forsendur til að nálgast lyf við hæfi til að bæta heilsu sína. Að heimila auglýsingar í sjónvarpi stuðlar því að auknu aðgengi einstaklinga að upplýsingum um lyf. Að lokum verður að horfa til þess að það er í samræmi við Evrópureglurnar að gera ekki greinarmun á tegundum fjölmiðla þegar kemur að auglýsingum lausasölulyfja. Þar að auki er það í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar sem vernda rétt fyrirtækja og einstaklinga til tjáningarfrelsis. Þegar málið er skoðað ofan í kjölinn virðist því fátt standa með áframhaldandi banni á sjónvarpsauglýsingum, í raun ekki annað en forsjárhyggja og afturhaldssemi. Spyrja má hvort þingmenn hefðu kannski komist að sömu niðurstöðu hefðu þeir allir lesið bæði frumvarpið og viðeigandi lög og reglur sem að málinu lúta. Það er hvorki skynsamlegt að banna lyfjaauglýsingar í sjónvarpi né er íslenska ríkinu stætt á því að viðhalda slíku banni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Samkvæmt núgildandi lögum er heimilt að kynna og auglýsa lausasölulyf fyrir almenningi með þeirri undantekningu að óheimilt er að auglýsa þau í sjónvarpi. Af þessu leiðir að heimilt er að auglýsa í öðrum miðlum, t.d. í dagblöðum, tímaritum og á vefnum. Hjá Alþingi er nú til meðferðar frumvarp heilbrigðisráðherra til breytinga á lyfjalögum þar sem m.a. er lagt til að bannið við auglýsingu lausasölulyfja í sjónvarpi verði afnumið. Markmið breytinganna er að afnema þann greinarmun sem gerður er á fjölmiðlum þegar kemur að auglýsingum lausasölulyfja. Í nefndaráliti velferðarnefndar segir að nefndin telji að rökin fyrir banninu á sínum tíma um að sjónvarpið sé sérlega áhrifamikill miðill eigi síður við í dag í ljósi framþróunar annarra miðla en sjónvarps. Fellst nefndin því á að tímabært sé að afnema þann greinarmun sem gerður er á fjölmiðlum þegar kemur að auglýsingum lausasölulyfja. Í umræðum á þingi var hins vegar áberandi að flestir þingmenn sem tóku þátt í þeim virðast halda að verði heimilt að auglýsa lyf í sjónvarpi muni verða algjör sprenging í lyfjanotkun landsmanna en hún sé nú þegar of mikil. Almenningur muni stökkva af stað og dæla í sig lyfjum án þess að þurfa á þeim að halda. Stemma verði stigu við þessu enda geti aukaverkanir lyfja verið slæmar og í sumum tilfellum stórhættulegar. Það að taka verkjalyf við höfuðverk geti hæglega leitt til heilablóðfalls. Þingmaður Framsóknarflokksins, Haraldur Einarsson, telur réttara að afnema þann mun sem er á fjölmiðlum með því að banna slíkar auglýsingar í öllum fjölmiðlum. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar sem er reynslubolti í þingsal, vísaði til innlendra og erlendra dæma, þ.á m. tilskipana Evrópusambandsins, um að strangar reglur gildi um verslun með lyf en með hliðsjón af þeim sé réttara að banna auglýsingar í dagblöðum, í það minnsta eigi ekki að heimila sjónvarpsauglýsingar. Í þessum mótmælum sínum við frumvarpið klykkir hann út með: „Þessi skoðun byggir ekki á því að hafa lesið þetta frumvarp, ég hef ekki lesið stafkrók í því.“Ekki í samræmi við Evrópureglur Rétt er hjá þingmanninum að evrópskar reglur gilda um lyfjamál en grundvallarlöggjöf Evrópusambandsins á þessu sviði er tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/83/EB um bandalagsreglur um lyf sem ætluð eru mönnum. Ísland er sem aðildarríki að EES-samningnum bundið af framangreindum reglum. Eins og Lyfjastofnun bendir á í umsögn sinni um frumvarpið eru núgildandi ákvæði íslenskra lyfjalaga um lyfjaauglýsingar ekki í samræmi við Evrópureglur. Telur Lyfjastofnun þá meginreglu lyfjalaganna að hvers konar lyfjaauglýsingar séu bannaðar með ákveðnum undantekningum ekki eiga sér stoð í Evrópurétti. Þessi staðreynd ein og sér nægir til að hrekja drauma þingmannanna um að bann verði lagt á allar lyfjaauglýsingar og styður ákvæði frumvarpsins um að fella úr gildi bann við auglýsingum lausasölulyfja í sjónvarpi. Í máli eins þingmannsins kom fram sá mikilvægi punktur að auglýsingar hafa einnig þann tilgang að koma upplýsingum til fólks. Það er mikilvægt fyrir neytendur að fá upplýsingar um tilvist ákveðinna lausasölulyfja, t.d. þeirra sem allajafna eru notuð án þess að sjúklingur ráðfæri sig við lækni áður, eins og frunsulyf. Þeir hafi þar með forsendur til að nálgast lyf við hæfi til að bæta heilsu sína. Að heimila auglýsingar í sjónvarpi stuðlar því að auknu aðgengi einstaklinga að upplýsingum um lyf. Að lokum verður að horfa til þess að það er í samræmi við Evrópureglurnar að gera ekki greinarmun á tegundum fjölmiðla þegar kemur að auglýsingum lausasölulyfja. Þar að auki er það í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar sem vernda rétt fyrirtækja og einstaklinga til tjáningarfrelsis. Þegar málið er skoðað ofan í kjölinn virðist því fátt standa með áframhaldandi banni á sjónvarpsauglýsingum, í raun ekki annað en forsjárhyggja og afturhaldssemi. Spyrja má hvort þingmenn hefðu kannski komist að sömu niðurstöðu hefðu þeir allir lesið bæði frumvarpið og viðeigandi lög og reglur sem að málinu lúta. Það er hvorki skynsamlegt að banna lyfjaauglýsingar í sjónvarpi né er íslenska ríkinu stætt á því að viðhalda slíku banni.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun