Hryðjuverkamaður eða glæpamaður! Bára Friðriksdóttir skrifar 27. febrúar 2015 07:00 Það er samúð með Dönum og Frökkum sem fyllir hugann um þessar mundir. Við horfum hljóð á hvernig hryðjuverk hafa verið að ryðja sér til rúms í heiminum frá aldamótum. Friðsamleg andmælin sem heyrðust í Noregi, þá Frakklandi og nú Danmörku eru gagnleg. Það sýnir allt annað en ofbeldi, það sýnir: „Je suis Charlie“, „Ég er blaðið Charlie og tjáningarfrelsið“, „Ég stend með Dönum og grunni dansks samfélags“, „Ég stend við hlið bróður og systur sem kennir til undan ofbeldi heimsins“. Þetta er svolítið svona eins og að rétta hina kinnina. Það er virðing í því og styrkur.Hugsum hlutina upp á nýtt Við stöndum frammi fyrir þessum skelfilegu atburðum og reynum að fóta okkur í því sem er að gerast. Það hefur verið talað um hryðjuverk og hefur það nánast alfarið verið tengt við múslíma. Það hefur komið af stað fordómum svo að múslímar upplifa t.d. strangt og tortryggið flugvallaeftirlit, fá ekki sama viðhorf í búðinni, eiga minni von um vinnu á Vesturlöndum o.s.frv. Sem betur fer er að koma breyting í orðræðuna og langar mig að stíga inn í hana. Það er hvorki gagnlegt né sanngjarnt að tengja hryðjuverkamann við átrúnað eða ríki. Hryðjuverkamaður er ýktur glæpamaður og ekkert annað. Margfaldur glæpamaður sem fremur kaldrifjuð morð til að skaða sem flesta. Hann skaðar líka sína eigin trúbræður og systur því (trúin) menningarsamfélagið býður hnekki út af framkomu hans. Þetta snýst ekki um að vera múslími eða vestrænn, þetta eru glæpamenn sem berjast fyrir ákveðinn málstað. Helle Thorning-Schmidt orðaði þetta vel er hún sagði eftir árásirnar í Danmörku: „Þetta er barátta milli einstaklingsfrelsis og myrkrar hugmyndafræði.“Munur á Breivík og hryðjuverkamanni? Það má horfa á Breivík út frá svipaðri hugsun. Nasísk hugmyndafræði hans ætlaði að koma á nýju jafnvægi með því að ryðja annarri hugmyndafræði út af borðinu. Alveg skelfilegt en tökum eftir; hann var kallaður glæpamaður en ekki hryðjuverkamaður. Var það af því hann kom frá landi með kristin grunngildi? Í mínum huga er Breivík ekki kristinn og múslímarnir sem framið hafa ódæðin síðustu misseri eru heldur ekki múslímar, svo langt ganga þessir einstaklingar frá grunnhugmyndum átrúnaðar. Þetta eru reiðir og illskeyttir glæpamenn. Síðasta dæmið sannar það þegar ótíndur glæpamaður tók hvatningu frá öðrum glæpamönnum og myrti fólk í tvígang í Kaupmannahöfn til að taka undir starfsaðferðir annarra glæpamanna sem hvatt hafa fólk í öðrum löndum til að fremja hryðjuverk í sínum heimahögum. Þetta eru glæpaverk og þau hafa ekkert með trú að gera. Ef Íslendingur brýst inn í hús náunga síns, þá eru ekki allir Íslendingar innbrotsþjófar. Þó að einn sem játar trú á Allah fremji hrottalegt morð þá eru ekki allir múslímar morðingjar. Nefnum hlutina sínum réttu nöfnum, hér eru stórglæpamenn á ferð sem brjóta lög Guðs og allra manna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Það er samúð með Dönum og Frökkum sem fyllir hugann um þessar mundir. Við horfum hljóð á hvernig hryðjuverk hafa verið að ryðja sér til rúms í heiminum frá aldamótum. Friðsamleg andmælin sem heyrðust í Noregi, þá Frakklandi og nú Danmörku eru gagnleg. Það sýnir allt annað en ofbeldi, það sýnir: „Je suis Charlie“, „Ég er blaðið Charlie og tjáningarfrelsið“, „Ég stend með Dönum og grunni dansks samfélags“, „Ég stend við hlið bróður og systur sem kennir til undan ofbeldi heimsins“. Þetta er svolítið svona eins og að rétta hina kinnina. Það er virðing í því og styrkur.Hugsum hlutina upp á nýtt Við stöndum frammi fyrir þessum skelfilegu atburðum og reynum að fóta okkur í því sem er að gerast. Það hefur verið talað um hryðjuverk og hefur það nánast alfarið verið tengt við múslíma. Það hefur komið af stað fordómum svo að múslímar upplifa t.d. strangt og tortryggið flugvallaeftirlit, fá ekki sama viðhorf í búðinni, eiga minni von um vinnu á Vesturlöndum o.s.frv. Sem betur fer er að koma breyting í orðræðuna og langar mig að stíga inn í hana. Það er hvorki gagnlegt né sanngjarnt að tengja hryðjuverkamann við átrúnað eða ríki. Hryðjuverkamaður er ýktur glæpamaður og ekkert annað. Margfaldur glæpamaður sem fremur kaldrifjuð morð til að skaða sem flesta. Hann skaðar líka sína eigin trúbræður og systur því (trúin) menningarsamfélagið býður hnekki út af framkomu hans. Þetta snýst ekki um að vera múslími eða vestrænn, þetta eru glæpamenn sem berjast fyrir ákveðinn málstað. Helle Thorning-Schmidt orðaði þetta vel er hún sagði eftir árásirnar í Danmörku: „Þetta er barátta milli einstaklingsfrelsis og myrkrar hugmyndafræði.“Munur á Breivík og hryðjuverkamanni? Það má horfa á Breivík út frá svipaðri hugsun. Nasísk hugmyndafræði hans ætlaði að koma á nýju jafnvægi með því að ryðja annarri hugmyndafræði út af borðinu. Alveg skelfilegt en tökum eftir; hann var kallaður glæpamaður en ekki hryðjuverkamaður. Var það af því hann kom frá landi með kristin grunngildi? Í mínum huga er Breivík ekki kristinn og múslímarnir sem framið hafa ódæðin síðustu misseri eru heldur ekki múslímar, svo langt ganga þessir einstaklingar frá grunnhugmyndum átrúnaðar. Þetta eru reiðir og illskeyttir glæpamenn. Síðasta dæmið sannar það þegar ótíndur glæpamaður tók hvatningu frá öðrum glæpamönnum og myrti fólk í tvígang í Kaupmannahöfn til að taka undir starfsaðferðir annarra glæpamanna sem hvatt hafa fólk í öðrum löndum til að fremja hryðjuverk í sínum heimahögum. Þetta eru glæpaverk og þau hafa ekkert með trú að gera. Ef Íslendingur brýst inn í hús náunga síns, þá eru ekki allir Íslendingar innbrotsþjófar. Þó að einn sem játar trú á Allah fremji hrottalegt morð þá eru ekki allir múslímar morðingjar. Nefnum hlutina sínum réttu nöfnum, hér eru stórglæpamenn á ferð sem brjóta lög Guðs og allra manna.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar